Magnússon, Arní BREV TIL: Bergsson, Markús FRA: Magnússon, Arní (1712-03-29)

ARNE MAGNUSSON TIL SYSSELMAND MARKÚS BERGSSON. Skalhollte 29. martii 1712.

Trykt efter egh. underskreven original med skriverhånd i AM. 410, folio. Takker for nogle tilsendte gamle breve og beder om hans hjælp til at fremskaffe andre lignende, som efter endt brug skal restitueres. Besvarer M. B.s forespørgsler (af 3/12 11) om handelsoktrojen og købmændenes privilegier; indskærper købmændenes forpligtelser overfor befolkningen og beder M. B. kraftig støtte denne.

Ydar vinsamlegt tilskrif daterad Vigur 3. Decembris á næstlidna áre kom mier til handa þann 19. Martii ur för Einars s. 46Gudmundssonar ur Adalvik. Þacka ydur þar fyrer kiærlega, sem og fyrer þau medfylgiande gömlu bref, og er eg skylldur ad virda þá ydar huxunarseme og vinsemd, vonande ad ef þvílíkt fleira siónarverdt kynne fyrer aug[u] ad bera, hvört sem helldur være þvílík gömul bref, edur annad fródlegt, þier þá muned giöra vel ad huxa til min þar med, hvert sem eg þá være nálægur edur fiarlægu[r].

Ef þvilíkt nockud, innlagt i brief til min, kiæmest i h[end]ur lögmannenum Pále Jonssyne Widalin annad hvert á næsta þinge edur sídar, þá veit hann alltíd þvi til min ad koma. Svo munud þier og sialfer jafnan spurt gieta, hvar mig sie ad finna, og skal mier þægt vera bref frá ydur ad fá, og jafnvel þótt eckert áskotnadist af þeßum fornu documentum. Sr. Halldóre Jonssyne i Grunnavík skrifade eg til i haust med ydur, um nockur gömul document, enn hefe frá hönum eckert svar feinge[d]. Þier giördud vel, ef svarid hiá hönum utvegudud, og ef nockud fyrer yrde, á alþing færdud þad sem hann sende, so kynne þad til mín ad komast i ferd fyrrnefnds lögmanns, hvar sem eg yrde, þvi vid finnumst óbrigdullt epter þíngid; og munde þetta eige meira verda enn so ad eg þad fliótlega absolverad giæte, og skyllde sidan skilvíslega restituerast, hier til vil eg ydur treista. Áhrærande octrojerne sem þier ummskrifed, þá eru þeir samhlióda yfer allt landed eins og eitt kóngsbref være, og er allt þad fyrerboded og skipad á einne höfn, sem á annarre er fyrerboded og skipad, alleinasta ad i Eyrarbacka octroi er sa 11te. articule fyllre enn i annarra hafna octrojer, og i Vestmanneya Octroi er sá 12te. articule nockud ödruvís ordadur. Allt annad geingur eins yfer allt landed, sem strax var sagt. Eg sende ydur hier med extract af Octrojen innehalldande allt þad sem landinu og landsfolkinu vidkiemur, og under ydar dóm kynne ad koma. Hitt annad sem eg hefe hier undanfellt kiemur Konglegrar Majestatis Rente Cammere vid og þarf ecke naudsynlega hier i lande ad vitast. Svo siáed þier hier af, hvad kóngurenn hefur skipad og bannad kaupmönnum, öllum á einn veg, umm kring allt landed, nema i Vestmannaeyum er ecke epterliggíara bannad ad vera. Á aungum fótum stendur, ad syslumadur ecke skule yfer kaupmönnum dæma eins og ödrum i syslunne, true eg og ecke ad nockur kaupmadur þore þvi under votta ad vænast. Enn ef þad skyllde skie, þá villde eg þier sendud mier slíkt, skiallega bevísad, og mun eg medfara sem mier synest. Sömuleidis er þad lángt frá riettu, ad kaupmenn giöre apturreka gillt priónles og vadmál. þeir eru skyllder þad ad medtaka, og med þvi ad betala sem s. 47eigandenn hefur naudsyn á og i kóngsins taxta stendur. Ecke eiga og kaupmenn rad á ad fella ullarvöru til fiska reiknings, epter sinne eigen villd, so sem ad taka 6. alner vadmáls lyrer 25. fiska i fiskareikning, og annad þvilíkt. Þeir eru skyllder ad taka gillda ullarvöru riett epter taxtanum, enn þar á mót hafa þeir riett til ad hæcka sinnar voru taxta, mót ullarvörunne, epter kóngsins taxta, og eckert framar, og giördud þier vel ef þier sæktud ad afskaffa þann óriett sem i þeßarre ullarvöru töku passerad hefur firir vestan. Verde ydur þetta bágt med ydar eindæme, þá láted mig fá skiallega klögun ydar hier umm, og vottad frammbod ullarvörunnar, og neitun medtökunnar, og skal eg siíku ecke under stól stínga. Þad er hvers valldzmanns æra ad hiálpa sinnar syslu innbyggiurum til rietta, og sporna vid, slikt sem verdur, ad ecke kome þau þyngsl i vana á örfátækann almuga, sem kónginum ecke eru til neins ábata, og hann ecke uppábodid hefur. Enn hitt er hvers valldzmanns óvirding, bæde i brád og leingd, ad horfa á óriettenn og taka hvörugre hende þar i, og villde eg ydur og alla góda menn þar hafa fráskilda. Virded vel, góde vin, þetta mitt bref, og vered, ad endingu, eylifum Gude trulega [be]falader.