Magnússon, Arní BREV TIL: Daðason, Ormur FRA: Magnússon, Arní (1709-06-12)

ARNE MAGNUSSON TIL [ORMUR DAÐASON]. Kaupenhafn 12. junii 1709.

Trykt efter kopi med skriverhånd i AM. 439, folio. Anvisning om at fremtage af vedkommende kister Magnus Benediktssons til kommissærerne indsendte fortegnelse over sit jordegods og sende det udtagne til lagmand P. Vidalin. Sml. Arne Magnusson, Embedsbreve nr. 97.

Salve.

Eg skrifa þier þetta sier i lage, af þeirre orsök, ad Herrarner i Rentu Cammerenu hafa skipad mier ad notificera hvada jardagodz Magnus Benedictßon hafe átt, þá jardeigendur inngáfu registur yfer eigner sinar. Hefe eg þeim lofad, ad þeße notitia skule Monsieur Bejer afhendast á alþinge, af lögmanninum Pále Jonßyne. Nu verdur þu, strax sem þetta bref fær, ad opna þær tvær hvitu kistur innlæstu, sem Eiolfur Sigurdßon hitt áred smidade (þu hefur vist liklana ad þeim, enn hafur [!] þu þá ecke, þá Þær þu þó rád til ad komast i þær) og gá ad, i hverre af þeim geymdar sieu adkomster og registraturer jardeigendanna. Medal þeirra adkomsta verdur þu upp ad leita jarda registur og adkomster Magnusar Benedictßonar, þær munu liggia in fasciculo Vödlusysla. Kynne og vera ad þær læge sier i lage bundnar, þó eg þad sidur ætle. Allt þetta, sem Magnus Benedictßon um sinar jarder inngiefed hefur (bæde registred og adkomsternar) skallt þu senda lögmannenum Pále Jonßyne, svo timanlega sem kannt, og bidia hann, i minu nafne, þar utur excerpera nöfn jardanna med dyrleika, landskulldar hæd og kugillda fiölda, og þad sama hanns og minna vegna levera til Monsieur Bejers. Af adkomstunum mun siast, hveriar af jördunum Magnußar eign s. 94voru, og hveriar konunnar. Mun lögmadurenn separera hver fra ödru, enn þó uppa hverttvegia specification levera, epter adkomstanna til vißan, og er best þu sender honum þetta mit bref til yferskodunar, jafnvel þó hann þeß varla þurfe, þvi hann sialfur best skilur, hvad hier er i ad giöra. Gietir þm nu med engu móte þeßar Magnußar Benedictßonar adkomster og registur fundid (sem eg þo ecke vona), þá verdur su kistan, sem adkomstirnar eru i, heil til þingsins ad flitiast, so hann sialfur i henne leitad giete, þvi so hefe eg firirskiled i brefe minu til lögmannsins. Þu fer nu hier med þad besta þu kannt, þvi hier liggur magt á, sem þu sialfur kannt nærre geta. Vale. Tuus

Arne Magnusson.