Magnússon, Arní BREV TIL: Einarsson, Magnús FRA: Magnússon, Arní (1726-06-05)

ARNE MAGNUSSON TIL SOGNEPRÆST [MAGNUS EINARSSON]. Kaupenhafn i flyter þann 5. Junii 1726.

Trykt efter orig. i AM. 1058 V, 4to, som gennem det islandske landsarkiv er kommet fra Húsavík kirke (26/1 1901). A. M. fremsætter efter opfordring sin s. 132mening om en retssag ang. foderlam. Afgørende er, om forpligtelsen påhviler gårdene eller bønderne; en gammel overenskomst mellem disse kan ikke forpligte efterkommerne. Mange sådanne forpligtelser er dog i tidens løb gåede af brug. Forholdet burde måske forelægges til kongelig afgørelse, rettergang frarådes; stiftamtmand Raben kan næppe have nogen begrundet mening om sagen. Takker for en modtaget bog.

Heidurlege vellærde Kiennemann,

Æruverde tilvonande vin,

Eg óska af alhuga, ad þessar minur(!) brefslinur finne Ydur heilann, og i godu velstande. Læt Ydur þar næst vita, ad mier er skilvislega til handa komed Ydar vinsamlegt bref dat. Husavik 22. 7bris næstlidna árs, ásamt þvi medfylgiande process i Lambselda málenu, hvern eg Ydur med þessu minu brefe aptur sende.

Um máled siálft veit eg varla hveriu svara skal. Enn fyrst eg verd Ydur einu hveriu til Ydar vinsemdar brefs ad svara, þá veit eg þier eigi misvirded, þott eg þvi svare, er mier virdest næst riettu gánga. Þess slags mál eru flóken. Mier virdest Fundamented hid retta vera: hvadan þessar i-skylldur ríse. Hvert þær sieu iskylldur i iardernar i sóknenne, eda ligge þær á bændunum. Sieu þad iarda iskylldur, gefnar einusinne af gamallrar tídar gudhræddum mönnum, þá eru þær, ad visu, óraskanlegar. Þvi sidan attu iardernar ad seliast med mentione þessarar i-skylldu. Þetta var (ex hac præsuppositione) einu sinne gude gefed, og kunne þvi eigi aptur ad takast, og sidan kunnu eigi þessarra iarda eigendur ad selia meir enn þeir áttu. Enn hier á mót er ad observera, ad prestur i Husavik skal ráda firir, hverer af soknarbændum fodra skulu þesse 15 lömb. Þad skylldi virdast ad bevisa, þad þesse Lambsellde eigi være iskyllda i iardernar, helldur læge þau á bændunum, þeim sem þar til megande være. So hafa þad þá einn hvern tima i fornre tid vered samtök bænda fyrer sig og sina epter komendur. Sie þetta nu so, sem likast synest, þá verdur máled áheyrelegra uppá bændanna sidu. Þvi varia verdur skiled, hvernig Jons stipulation (sem bió i Husavikur sokn, og dó þar, eda flutti sig burt ur soknenne) kunne ad obligera Biarna, sem kiemur ur Fnioskadal, og setur sig nidur á þá sömu iörd, sem Jon frá dó, eda frá flutte. og so koll af kolle. Nu er ad tala frekara um praxin, sem i vidlikum efnum hellzt yfir þad heila landed, eda nærre þvi.

A Völlum i Svarfadardal er, epter Maldögum, lambseldi á hverium bæ um allann dalenn. A Hofi i Vopnafirde voru og þvilik Lambselde, sem siá er af skiölum. Odda kirkiu á Rangarvöllum fylgdu stórer osttollar, nærre af hverium bæ, firir utan adrar máls metande iskylldur, Breidabolstadar kirkiu i Fliotzhlid s. 133eins. Og ecki fæ eg stunder til ad teikna upp þad eg veit urn þesse tolla efne. Þvi þad hefr i þeirre papisku tid so vída vered. Nu eru (og hafa i langa tíma vered) þessar iskylldur ölldungis urfallnar, svo eingum þyker verdt urn þær ad tala. Skyllde svo varla nátturlegt synast, ad bændur i einne kirkiu sokn betalade meira, enn aller, eda flester bændur i landenu. Eg er og óskirr i, hvert Yfirvölld á Iislande myndugleika hafe til ad decidera i þvilikum málum, sem áhræra þad heila landed, og synast ad leggia þunga á almugann. Eg er næst þvi, ad soddan efne eige ad frammleggiast firir Konglega Majestat, med öllum uppþeinkianlegum kringumstædum, pro et contra, til þess ad menn ville eigi Vísann og Rettlátann Herra med raungum eda mutilerudum relationibus. og eigi menn svo epter þvi ad lifa sem kongur þá skipar. Hier hafed þier nu, ærurike vin, mina þanka um þetta efne, og get eg Ydur eigi til ráded, ad færa þetta efne i frekare lag[a] þrætu. Þvi mier synest sigurenn óviss. Hvad Stift Amtmadur Raben hafe hier vid giört i vetur, eda giöra mune er mier óliost. Eg hafde nærre þvi skrifad, ad hann munde eigi mikid i þessum eda þvilikum efnum skilia, sem og eigi være von. Fyrer Bækling Hr. Gudbrandz, sem eg hitt áred, mediante þeim goda manne Sr. Magnuse Markussyne, frá Ydur feck, þacka eg aludlega, og óska mier tæke-færes, ad þiena Ydur þar á moti i einhverium vidlikum efnum. Eg hlyt hier med ad enda, timans naumleika vegna, Enn þad skal þó eigi skie fyrr enn eg óskad hefi Ydur og öllum Ydar Heidurs vardnade, hvers kyns giæfu, heilla og lucku um öll ókomin dægur. Eg er so alltid

Heidurlege Vellærde Kiennemann
Ydar þienustuviliugur vin og þienare
Arne Magnusson.