Gíslason, Magnús BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Gíslason, Magnús (1729-08-20)

MAGNÚS GÍSLASON TIL ARNE MAGNUSSON. Stóra-Núpi í Eystra-hrepp d. 20. Aug. 1729.

Trykt efter orig. i AM. Access. 1. Afsenderen er den senere amtmand M. G., som 1729 fra Kbh. afrejste som landstingsskriver til Island. Beretter om forholdene efter sin ankomst til Island; på altinget finder mange uordener sted, lovretten dømmer adskilt i to dele. Lovrevisionen nærmer sig sin afslutning. Lover at samle for A. M. hvad han kan. Biskop J. Arnasons søn er sindssyg. Ved nordlandet har ligget havis, og der var vulkanudbrud ved Mývatn. Man søger forgæves at hverve folk til Grønland. I en efterskrift fortælles om bibeltrykningen på Holar, og at biskop J. Árnason har bandlyst to mænd, m. v. Med brevet sendes en anvisning fra lagmand Benedikt på 7 rdl. for et ekspl. af Torfæi Norges historie — dette ifg. sålydende fuldmagt fra A. M. af 23. maj: Virdulegann landspíngsskrifarann Monsr. Magnus Gislason bid eg underskrifadur ad minnast á vid Hr. lögmannenn Benedict þorsteinsson um Thormodi Torfæi Historiam Norvegicam, sem velnefndur hr. lögmadurenn hiá mier fieck þad sidarst hann var hier i Kaupenhafn, og enn nu óbetölud er. Materia bókarennar kostade 5 rixdale og banded 10 edur 12 m&, eg man eige hvert. Bókenn var i tveimur tomis i folio. Þessa 7 rixdale edur 6 rixdale 4 m&, bid eg landsþings skrifarann ad medtaka hiá fyrnefndum lögmanne, og minna vegna qvittera hann par fyrer. — Ifg. egh. påtegning »Medteked af Monsr. Blickfeld, den 24. Octobris med Eyrarbacka skipe þvi fyrsta« og ifg. udskriften sendt »med venner som gud leedsage oc bevare«.

Veledla og Velbyrduge Hr. Assessor!

Hattvirdande gunstuge velunnare!

Nærst óskum hverskins blessunar, er hellsta efni þessa flyters blads ad þacka ydar velbyrdughtm. audmiukast og skylldugast margfalldar velgiörder og ágiæte mier audsyndt, eg er ydur, veledla Herra þar firir skulldbundenn til allrar þeirrar litelvægrar þienustu er eg af stad koma kynne og mier villdud befala. Sydann eg til þessa landz kom hefe eg ósiukur verid, lof sie gude, fátt er gott hiedann ad skrifa nema vetur temmelega gódann og fiskerí vídast vid landed gótt, sem kaupmenn láta sier umhugad ad fortelia. Vorid skal hafa verid serid kallt og stór grasb(r)estur er allstadar um landed, alþíng stód í 17 daga. Þvi var sagt upp þann 25 July. Hvad þar giördest siest af innlögdum sluttningum (mgl), eg fæ ei tíd ad so stöddu ad láta utskrifa öll málenn, og þó sluttníngarnar sieu ei so vel skrifadar sem skyllde veit eg velbyrdugur Hr. Assessor þad ei misvirder. Frá lögriettunne er þad ad seigia, ad henne er nu allareidu skipt i i tvo stade; ei voterar edur skipter sier nema einn lögmadur í senn af málunum og ei fást lögriettumenn ad nordann og vestann til ad heira hvad framm fer i lögriettunne þá mál eru fyrer ur sunnann og austann lögdæmenu nema fyrer betalíng effter Norsku Lögum, et vice versa. Ei er þetta so miög ad kenna Niels Kier sem Benedix, ad eg ei skrife um adra stóra óskickun, riettarens s. 159uppihalld, og excesser er þar frammfara, so, gud náde, þar gieck so ilia til og óskickanlega í sumar, ad ei hefde truad, þótt mier einhver sagt hefde, hefde eg ei siálfur sied þetta. Ei skrifa eg þetta i þeirre veru ad ydar velbyrdughtm. munde þykia gamann ad þessum friettum helldur þykiest eg viss um ad ef mögulegt er, þier muned ráda bót hier á ef kunned. Hvad þeim Nyu laga projectum vidvijkur, þá er þad ad skrifa þar um ad Juristar voru(!) komu samann i Kalmans tungu i vor 2 dögum effter Jonsmessu nefnel. bader biskupar og Benedix lögmadur, Hr. lögmadurenn Kier var forfalladur af vercke i sinne stóru tá á hægra fætenum, þar taladest ut um adra bók laganna og er nu biskup vor ad translatera þad þar giördest, og mun þad ydur velædla Hr. fyrr fyrer sióner koma enn mier, jafnvel þótt eitt og annad þar af heirt hafi vil eg samt ei skrifa, þvi mier þyker þad ei allt so truannlegt. Þad heila Corpus Juris á nu loksens ad reviderast í Nese hiá Niels Kier í vetur, hvar Benedix Þorsteinsson ætlar ad logera i allann vetur, og ad þvi í giegnskodudu og lagfærdu, ut til Kaupenhafnar sendast. Þar um ei meir. Hvad gód forlíkun sie á millum höfdingianna sunnann á landenu læt eg millereisendum epter ad fortelia. Ecke hefe eg sied af blödum þeim er veit þier villdud helldur siá enn ecke sídann eg kom, eg skal þó af fremsta megne vera ut um þau, biskup Mag. Jón er farenn ad safna slijku. Stort motlæte hefur hann af syne sijnum, ef ei er med fullu forstande; ei verdur hann locatur leingur.

Benedix lögmadur sender hier med Assignation uppá 7 r. courant til betalings firir Torfæi Hist. Norvegic og verde hun ei af Jacob Nielssen accepterud þá er so aftalad med Benedix og mier ad hann betale ad áre þessa 7 rdr. in specie, hinn gienpartenn hier af sende eg med Budaskipe lofe gud. Nu samstundes kom hier sr. Kietell í Husavijk og seiger öll nordannskip ókomenn á laugardagenn var, þá hann heimann fór, hafís hefur verid firir nordurlande i allt vor þar til fyrer 3 vikum. Elldur sá er uppe hefur verid í kringum Myvötn nockrar firirfarande tyder er nu slokenn, enn aptur uppkomenn elldur i siálfu Myvatne, er allajafna stórlega uppþornar og stórer kletter(!) komner upp ur vatnenu. Þessar jarder vid Myvötn eidelagdar Reykiahlyd, Gröf, Fagranes og Grymstader, þær þriár fyrstu eign Brinjólfs a Hlydarenda, enn hin sidsta Benedix lögmans, þetta fortelur sr. Kietell. Ecke er sydara Eyrarbacka skip komid enn þá og er folck orded vonarlyted um þad. Hier er verid ad þínga og fala fólk til Grænlands, fátt fæst þar til, hier um sydar lofe gud. Fyrergiefed gunstuge Herra þetta i allra mesta flyter skrifad, s. 160hvört eg enda med óskum bestu samt audmiukre packlætes heilsan minne til ydar Velbyrdugheita og finnst eg so alltid

Veledla Velbyrdugs Hr. Assessoris
audmiukur og þenustuskylldugur penare
Magnus Gislason.

P. S. Nærre hafda eg gleimt ad láta ydar Herradóm vita ad byriad er ad þrickia Bibliuna á Hólum og eru alla reidu þricktar Mosis bækur, revideradar og corrigeradar af biskupenum Mag. Steine og heyraranum Monsr. Þorodde Þoroddsyne, verkid lofar meystarann, ei stód skolenn á Hólum [á]. næstlidnum vetre leingur enn 6 vikur. Byriad er ad giöra exsecution hiá proprietariis hier firir sunnann effter reikníngum biskups á kyrkiu skulldunum, og vilia nu flester selia sínar kyrkiur og kyrkiujarder. Eg á einn gott til ad huxa í peim poste enn bijd átektanna. Ecke vill sá góde herra biskup taka á móte nockrum raison i slíku mále. helldur lender þar vid stat pro ratione voluntas. Fuhrmann er hönum í pessu mótfallegur. Fræda-Gísle sem bannfærdur var firir 2 árum og giörde ydran strax þar effter, vard melancholiskur ad nyu nu í vetur og er þvi ad nyu nu i vor bannfærdur, ecke vill þesse bannfæringenn hafa so flióta affturhvarfs verkun hiá honum sem su fyrre. Philippus á nu innann skamts ad bannfærast ad heirest. Herra! Eg hefda nærre gleimt ad láta ydur vita ad sr. Þordur i Reykiadal vard nockud vandlætingasamur í vetur á jóla nottena vid einn af sijnum sóknar mönnum, er ei hafde komid til kvölldsaungsins á jola nóttune, sagde opennberlega: Þu skallt ey verda sáluholpenn framar enn eg vil. Þetta itrekade hann þrisvar, var so af hieradsprofaste dæmdur frá kallenu, enn firir Synodo Generali ad betala 12 rdr. til fátækra presta eckna og vera vid kallid.