Magnússon, Arní BREV TIL: Jónsson, Eggert FRA: Magnússon, Arní (1704-04-12)

ARNE MAGNUSSON TIL [EGGERT JÓNSSON]. Skalhollte þann 12. aprilis 1704.

Efter kopi med skriverhånd i AM. 451, folio. Henleder opmærksomheden på en indlagt udskrift af altingsbogen 1684, hvorved faderen Jón Eggertsson beskyldes for landsforræderi, og opfordrer sønnen til ikke at tåle dette, men påklage sagen; han vil da stå ham bi — over meget af ringere betydning klages nu. Er som bekendt af faderen oprørt over den ugrundede sigtelse. Hertil nogle indlagte notitser, deriblandt af A. M. egh.: »I Alpings bókinni 1684 eru Landrád drottud ad Jone Eggertssyne og tantum non sögd uppá hann«.

Monsieur

Kunningsskapur sá er á milli var ydar sal. födurs og mín, so vel sem ydar vinsamleg umgeingne hid fyrra áred, giörer, ad eg ydur med þessum linum ávarpa. Erended sierlegasta er, ad leida ydur fyrer sióner innlagdann post ur alþingis bókinne 1684, hver þar innskrifadur er so sem eylifur vitnisburdur födur ydar, og til epterkomendanna underriettingar, um ydar og ydar nidia ættarstofn, hversu heidurlegur vered hafe. Þier munud þeinkia, Hvar til skal þetta þiena? Eg svara, til ad reyna, hvert ydur s. 228þiker epter fiórda bodorde, ad þola þetta ordalaust. Eg er Jone sal. Eggertssyne og hans nidium ölldungis vandalaus, þó med því eg veit hann fyrer landráda þönkum friann vered hafa, rennur mier i allt skap ad lesa þetta i openberu og ævarande letre skrifad. Þier kunned aptur ad spyria. Hvad kann eg hier vid ad giöra? Þad sem skrifad er, er skrifad. Þar til svara eg ydur. Margt er nu i þessa daga klagad sem minna er i-spunned. Eg skilst so vid þetta efne, seigiande ydur firir víst, ad mier ei geingur annad til þessa enn rækt vid ærlegann daudann mann og minn kunningia. Ef þier i sumar eiged erende til alþingis, þá munud þier giöra vel ad tala vid mig, og kann ockur þá hier um eitthvad frekara rædt verda. Inn til þess munud þier alleina yfer þessu bua, og þetta blad ad þarflausu ei mörgum syna. Eg befel ydur þessu ollu framar og alla ydar Eylifs Guds vernd og varatekt um öll ókominn dægur, verande alltid Monsieur

ydar þienustuviliugur þienare
Arne Magnusson.