Magnússon, Arní BREV TIL: Jónsson, Eyjólfur FRA: Magnússon, Arní (1728-06-04)

ARNE MAGNUSSON TIL SOGNEPRÆST [EYJÓLFUR JÓNSSON]. Kaupenhafn þann 4. Junii A0 1728.

Trykt efter orig. med skriverhånd i Islands Landsbibl. (Jon Sigurdssons sml. 98, folio). Takker for tilsendte brevkopier, som nærmere afhandles. Søger opspurgt Collectanea Eggerts á Ökrum. Oplyser, i anledning af kong Magnus lagabøters dødsdag, om messedagen for bp. Nicolaus af Bari og beretter — til dels spøgende — om dette stednavns nordiske form. Nævner brevmodtageren og pastor Jón Halldorsson som de eneste betydelige dyrkere af Islands historie, men udtaler sig mindre rosende om Bjørn på Skardså; antyder, at hans egne litterære efterladenskaber skal gå til universitetsbiblioteket.

Heidurlege miög vellærde kennemann,
mikels virdande elskulege vin.

Þad skal vera mier alls hugar kiært ad spyria, þá milleferder verda, ad þesse minn brefsedell hafe hitt ydur heilann á hófe, og þess vil eg fyrerfram óska, ad svo verde. Vited, ad mier lijdur meina laust, og med heilbrygde, þótt árenn fiölge, med þvi eg verd fullra 65 ára, ef gud lijdur mig til þess mitt i tilkomande Novembri. Hann ráde fyrer þvi, sem öllu ödru minu efne, og gefe godann enda, nær sem verdur. Hafed kiærar þacker fyrer brefa copiurnar þær sem þier mier i fyrra sendud, þar af voru sum brefinn merkileg, og alldrei man eg fyrre sied hafa Testamentes bref Torfa Arasonar, hirdstiora. Þad er skade, ad menn ekke fá þá bók uppspurda.

Hier falla mier inn grillur: Niculaus Magnusson Benedictssonar frá Hólum i Eyafirde hefur fyrer tveimur árum fyrer sunnan talad vid einn gódann vin um bók i 4to hier um þriggia fingra þyckva, sem sieu Collectanea sal: Eggerts á Okrum, fodur fodur Eggerts, sem þar bió, og dó i vorre tijd, og inne ballde Catholiska dóma, sálu-giafer, adskilianleg arfaskipte, Testament Christinar i Vatnsfirde etc.; lietst han vita, hvar bokenn være, enn villde i þad sinn ecke giora þetta openskatt. Eg tek þann skilning, ad ef nockud er um þetta, þá munde boken eiga vera med hende Eggerts sáluga, og þecke eg þá hönd. Munde ecke þesse bók kunna ad vera hin sama, sem þier hafed brúkad? Myndud þier, ad i ydar bók hefde vered Testamentum Christinar, þá giæfe þad nockra upplysing. Eg hefe alldrei sied þad Document, og ætla vart vera; hefdud þier þad, þá bid eg um Copiu þar af. Skylldud pier og hafa fleire Copiur þesslags, sem þier s. 231mier i fyrra sendud, þá være mier kiært, ad fá þar af útskriffter frá ydur. En vijst ecke vil eg, ad þier mæded ydur med ad skrifa þetta med eiginhende, þier geted liettelega keypt einhvern til ad skrifa þetta upp ur ydar Exemplare, og geted so heimt peninngana hia mier, alleinasta, ad allt yrde ordriett confererad. Eitt af brefunum, sem mier i fyrra sendud, sende eg ydur til baka med dubiis nockrum þar hiá lögdum, hver eg bid ydur ad resolvera og þá ydar solution mier i sumar ad senda. En Copiuna þarf eg ecke aptur. Eg giöre mier i lund, ad vera kynne, ad brefed være uppskrifad epter Originali, sem Sra. Sæmundur Hrólfsson hefde þá haft, og kynne brefed nu komed vera til Monsr Hans Schevings á Mödruvalla klaustre, þvi eg heyre hann hafe nockur gömul bref feinged hiá nefndum Sra. Sæmunde. En þetta er eige nema eintomes gáta. Ved eg so i þoku hier um, þar til bref frá ydur fæ, þvi þier geted leyst úr þessu öllu. Nú kemur um dánardag Magnuss kongs lagabæters. Hann dó ad vijsu 7. idus Maji, vel qvod idem est, þann 9. Maji. Þier opponered mier Arna biskups sögu, sem seger: ad nefndur Magnus kongur hafe dáed in translatione Sti Nicolai. Nú er Niculaus messa, sem hiá oss hefur vered heilög halldenn, 6. December, og verdur því ecke mótmællt. Enn hier um er þad ad segia, ad Sanctus Nicolaus Archi-episcopus Myrrensis in Lycia, sem lifde snemma in Seculo 4to, segest ad hafa dáed 6. Decembris. Og þetta er hans stóra helge. I því 11ta Seculo (ef mig rett minner) var hans heilagur dómur fluttur úr Oriente til Barrum, eins stadar, sunnarlega i Italien, og þar med mikelle virdingu skrínlagdur, og þetta festum heiter Translatio Sancti Nicolai, og fellur inn uppá 9. Maji. Hier um vitna Martyrologia nóglega. Enn eg fæ ekke stunder ad nefna þau specificè i þessu nauma tóme. Vilied þier hafa Testimonia authorum í þessu efne, þá bended mier til þess, og skal eg láta rigna yfer ydur nimbum nugarum. En um dagenn er víst, ad Magnus konngur dó 9. Maji, sem opt er skrifad. Til gamans um Barrum, Apuliæ oppidum (adrer skrifa þad Barum vel Barium.): þad heiter i voru mále Bár á Púle. Nominativus er, ef eg rett minnest, Púll masc. gen: id est Apulia. Þar af er þad, ad vær segium um einn hlut, sem ecke er oss i hende. Þad er úte i Bár. Marger skilia fyrer Bár i Eyrarsveit under Jökle, og kemur þad ecke vid efned. En þetta kalla eg sialfur ad gambra heimsku i góds mans eyru, og skrifa eg þetta alleina til ad giöra ydur brosleitann, medan brefed lesed. Hier med fylgia Torfæi Orcades epter loforde minu. Þær eru ydar eign. Sed qvid agis? Sie nockud s. 232af ydar operibus ferdugt, vel si mavis opusculis, þá gefed mier Copiu þar af. Betra er ad þetta ligge hier uppá Bibliothekenu (því þangad ætla eg mínum chartis ad, kasta) enn þad verde epter ydar dauda af vanvitringum i sundur rifed. Eg er æred hræddur um relictas chartas Doctissimi Widalini, qvi priori anno ad meliorem transiit vitam. Þad er grátlegt, þegar þad eydeleggst, sem góder menn erfida uppá, med kostgiæfne, mikenn part sinna lifdaga. Hafa þeir so snart eckert giört, þar eingenn hefur gagn af þeirra erfide, þar á mot conserverast mörg heimska: Rimu bögur, og annar þvílíkur þvættingur, sem eru deliciæ Stultorum, hverier uppfylla þann stærsta hlut af Vacuo. Eg villde giarnan siá frá ydur, ef nockud contiguè saman skrifad hafed um Biskupa, lögmenn, hirdstióra, eda adra meire háttar menn, sem lifad hafa Sec. 14to og 15to, item 16to usque ad Reformationem. Þvi þetta er allt so sem i þoku, og Seculum 15tm fra 1401 til 1500 inclusivè kalla eg ad vera hiá oss Seculum obscurum. Þá heyra annalarner upp ad fráteknu því, sem Biörn a Skardsaa hefur annoterad, og er þad nullius auctoritatis, so sem þier vited. Þad sem vær höfum af næst fyrerfarande Seculo 14to, er ad sönnu betra, því þar um höfum vær Annala brot ein og önnur, en hver vill koma sier nidur á þessu? Hver vill hier úr útleitad geta genealogias melioris notæ virorum, veram chronologiam, þar sitt helldur hver annállenn etc.; svo ad þetta er med riettu tilbera verk, so sem vorar göfugu kerlingar nefna. Hier til þarf giætenn mann og óþreitanlegan i erfide, alijka mann og þier erud. Annar er Sra Jón Halldorsson i Hítardal, vir doctus et judiciosus. Seged mier nu þann þridia á voru lande, so skal eg þacka ydur. Eg verd oþolenmodur, þegar eg þeinke uppá þessa stóru mannfæd. Sed qvorsum hæ qverelæ, nulli futuræ usui? því þad synest, sem þvílíker hluter ætle ad verda i fleigs mind, sem er miófastur i endann. Eg má ecke lengur hier yfer sitia, því skyllde brefed effter verda, þá være þad til onytes skrifad. Eg enda so med hverskyns heilla óskum, og sier i lage ad þeirre ósk tillagdre, ad gud conservere ydur enn nu i mörg aar ydur og odrum til nytseme, og sier til dyrdar. Eg er alltíd heidarlege miög vellærde kennemann ydar þienustuviliugr vin og þienare

Arne Magnusson.