Magnússon, Arní BREV TIL: Jónsson, Ólafur FRA: Magnússon, Arní (1707-04-17)

ARNE MAGNUSSON TIL SOGNEPRÆST ÓLAFUR JONSSON [I GRUNNAVÍK]. [København] 17. april 1707.

Trykt efter brevuddrag med skriverhånd i AM. 435 a, 4to (bl. 116—18). Forespørgsel om den membran, hvortil nogle modtagne blade af Landnámabók s. 248og Kristni saga har hørt. Sml. den AM.ske katalog under Hauksbók (I, s. 590) og A. M.s Håndskriftfortegnelser, Kbh. 1909, s. 38—39.

I 1ste bind af sønnen Jón Ólafssons islandske lexicon (AM. 433, folio, p. 92—93) er indlagt nedenaftrykte fragment af et egenhændigt brev fra A. M., vistnok til O. J., af hvem det er benyttet til leksikalske optegnelser, ifg. J. O. fra c. 1705.

Sra. Olafe Jonssyne Dominica Palmarum 1707.

Framar munud þier minnast, ad þier firir nockrum árum vorud svo góder ad giefa mier bysna mörg pergamentz blöd ur bók i aflaungu 4to, er vered hafde Landnáma saga og Kristin doms saga, gáfud þier mier med þessum blödum þá notitiam, ad þier þau fenged hefdud af ydar góda födur, enn hann hiá einum bónda þar nærre sier i Sugandafirde. Minner mig þier segdud, ad þad hefde þá vered svo sem bokarslitur, enn fader ydar hefde þad i sundur teked utan um smá kver, er þad og á sumum blödunum audsied, ad þau hafa vered brukud til kápu utan um bundnar 8-av bækur, og stunged spennlunum i gegnum. Nu þykier mier mig vanta i þessa notitiam þetta epterskrifad: 1. Hvad þesse bonde hiet, og á hverium bæ hann bió þar i sveitenne. 2. Firir hve mörgum árum circiter sra. Jon Torfason þetta bokarslitur eignadest. 3. Hverneg þad ut sá, nefnelega, hvert þad var i lausum blödum, eda samanfest i arkatale, og ef svo var, þá hvert su ligatura, sem um þad var, var gömul eda nylega utan um þad lögd. 4. Hversu þyckt þad muni verid hafa, þá sra. Jon T. s. þad eignadist, hvar af eg læra kynne, hversu miked circiter af þvi glatad være sidan, þad sem ecki er i minar hendur komed. Blöden, sem eg af ydur feinged hefe, eru 14, og 4 af sama slage hefe eg annarsstadar ad ödlast. 5. Hafe nu fragmented, er sra. Jon Torfa s. ödladest, stærra vered enn þetta, so ad á nockru ríde, hvar þá mune af orden þau blöden er burtu eru, og hvert eingin rád mune til vera yfir þau ad komast, qvippe qvorum vel minutissima particula mihi auro charior esset. 6. Hafe sra. Jon ecke meira, eda ecke storu meira odlast enn til mín er komid, item hafe þetta fragment þá i lausum blödum vered, þá vantade mig ad vita, hvernig þad hefur utsied, þá bóndinn þad eignadest, eins og umgetur § 3. Item hversu stort þad hafe þá vered, ut supra § 4. Item hvar resten muni firir bondanum fargast hafa, og á hvern mata, ut supra § 5. 7. Hvar bóndinn þetta fragment, qvocunqve modo conditionnerad, eignast hafe, og hvar hanns formadur, og hvar þess, so langt til baka sem menn hid itarlegasta uppspurt gæte. 8. Hvert einginn visse, ad þad hefde þá edur þá stærra vered, item þar eda þar, sub illo vel illo possessore, ur þvi s. 249slædst, svo edur svo mikid. Item hvert einginn vita kunne, ad þad hafe i bók innbunded vered, med ödrum einumhverium tractatibus. Allt hvad nu hier af upprifiast kynne sannlega, usqve ad mínutissimas mínutias, þá være mier stór þægd i. Skrifa eg þvi svo ytarlega hier um, ad þetta fragmentum er inter pretiosissima eorum, qvæ mihi sunt, og er eg þó ósnaudur ordenn af soddann hlutum; og villdi eg med dyru verde kaupa, ef til væru, þau blöden, er mig þar af vantar, ad sönnu otæpt betala (epter sinu verde) sierhvert einstaka blad þar af, eda geira. Vil eg nu med ydar leyfi enn nu einusinne committera ydur þetta til bestu expeditionis, þá hentugleika til siáed og tækefære þar um nockud ad fiska. Enn ecke vænte eg svars hier upp á hin fyrstu missere, og ecke villde eg giarnan þad kiæme so íliótt, þvi þad villdi vel ecke bringia mier nema þá tvo óþægu bókstafe N. L. (ɔ: non liqvet).

[c. 1705?]

… ödruvis sie tilætlad. ad menn myndi sig par til(,) mun eg verda ad pola, og hugga mig vid pad ad ymser eiga i kotru, þier munud frietta petta allt af alpinge med ödru fleira sem þadan kann verda frettvænlegt ad spyria i ár, ei sidur enn vant er. Hier med enda eg óskande ydur af alhuga allra heilla ….