Magnússon, Arní BREV TIL: Magnússon, Jón FRA: Magnússon, Arní (1726)

ARNE MAGNUSSON TIL JÓN MAGNÚSSON (A. M s BRODER). 1726.

Efter brevuddrag, af J. M. meddelt lagmand P. Vidalin. Trykt efter Advocates’ Library, Edinburgh, 21. 3. 2 (nr. 6). Indledes af J. M. med ordene »Hier um (o: Um Grágás) hefur Assessor Arne Magnusson mier tilskrifad soleidis A0 1726«.

þad er vist, ad eige er þesse so kallada Islendska Grágás sú sama sem Magnus kongur góde ut gaf þrændum i Norege, s. 299circa Annum Christi 1040 præter propter, um hveria Snorre Sturluson talar, en hitt ætla eg óvist, hvört vor so kallada Grágás ad rettu nafne so heite, þó kynne bóken so hafa köllud vered ad imitationem hinnar Nordsku lögbókarennar Magnuss kongs. Enn þetta kann ecke vered hafa status controversial. Dissertatio þin er ad mínum dórne ómótmælanleg ad þessu tillögdu. Ulfliótur kom til Islands Anno 927 ad lande heidnu. Hann var effter þeirrar tidar forme vitur madur og kunne þá laga adferd, sem um þad leite tydkadest á Hordalande (i Norege), i Sogne og Fyrdafylke. Eg sagde: kunne, en meinta, kunna utanbókar, þvi hvörke höfdu þá Noregs menn nie Islendingar literas. Þessar Noregs lagareglur og soknaform kende Ulfliotur Islendskum, allt utanbokar, og sidan lærde hvör af ödrum munnlega, þvi ecke vóru þesse Ulfliotslog á bók ritud, og þar fyrer er þad, ad Skapte meinte eingan mann þá reglu vita, sem i Niais sögu umtalar, sidan lögvitringurenn Niáll var daudr, og fleire finnast þvilik loca in antiqvitatibus. Þesse oralis traditio laganna varade so nidur til annum 1117. Þá táku Islendingar þad rád ad skrifa lögenn (sem þangad til hofdu vered alleina in memoriam hominum) á bók, og geck fyrer þessu gáda verke Haflide Mársson Húnvetningur. Med þad sama várd Ulfliotz lögum vida umbreitt, sem experientia hafde kennt mönnum, ad betur fære ödruvis, en Ulfliotur sagt hafde i Norege tidkanlegt vera. So komu og alldrei inn i þessa skrifudu logbók þeir pagani ritus, sem i fyrstu hofdu brukanleger vered (so sem um eid ad stallahring), þar landed hafde þá allt christed vered meir en 100 ár, og voru so þesser heidner sider fyrer laungu af sier sialfum under lok lidner. Er þetta so mergur málsens; Ulfliots lög vóru alldrei skrifud, þad vier nú Grágás köllum, er in substantiâ suâ sama og Ulfliotslög, sed cum variis mutationibus, truncationibus, additamentis, en hvort bóken, sem til er, heite ad rettu Grágás, þad bore eg ei ad decidera.

I AM. 255, 8vo (bl. 21 — 23) findes uddrag med skriverhånd af et brev fra A. M. til broderen J. M., med A. M.s egh. overskrift aJone Ms. br. minum 1712 in Martio« om forholdet i norske lovbøger mellem bøderne 40 mark og 13 mark 8 ørtug. Hertil muligvis også en fork aring bl. 23—24 af »mörk silfurs« som »mörk verðaura« betalt i sølv og om »eyrir silfrs«.