Pálsson, Bödvar BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Pálsson, Bödvar (1727-10-04)

BÖDVAR PÁLSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Slitandastödura d. 4. Octobris 1727.

Trykt efter orig. i AM. 450, folio. B. P. (A. M.s fætter) beklager, at A. M. ikke har skrevet til provst Jón (þórarinsson i Hjarðarholt), som har gjort meget for hans ældste søn. Oplyser om bogforsendelser. Beder A. M. om mod betaling at overlade sig kjole og vest. Vænter hjælp af A. M. til børnene. Af A. M.s marginal »Medteked med Buda skipe 1728 þann 10 Julii epter ad öil Islandz för voro burtu« fremgår, at brevet lå med skibet vinteren over þå Island; en anden marginal »medtekinn« gælder den i brevet omtalte katekismus. Endvidere har A. M. tilføjet følgende memorial-notits angående det ønskede tøj: »Um kiolenn og vested 1729. Allt þvilikt brann upp hia mier. Eg hefi annarstadar eckert fá kunnad fyrer utan groft grei; skal framar þar efter spyria láta; hann minner mig þar á i haust. Svört klæde kosta vel 12—14—16 Bxdle. Nytt klæde med fodre miklu meira. Grá klæde kosta vel minna, enn fordiarfast i litnum; knappar verda og eige litader«.

Allrar æruvirdande velgiörda bróder.

Med skilldugu þacklæte firrum audsijndra digdaríkustu velgiörda, vited ad eg life og mijn munadarlausu börn án stórslisa, firer hiálp drottens, födursister mijn sáladest á aflidnum vetre 14 Februarii, þad er mier stór giede ad hun er frelst frá lángvarande mædu og meine. Góde bróder, miked stángar mig þad ad þier giördud ecke so vel ad skrifa prófastenum sr. Jóne mijnum til eina línu í sumar, þó alldrei erfidudud þier neitt í þvi, sem hann þad ydur, jeg er uppa hans náder komenn med elldra barned mitt. Han giörde þvi í besta máta í vetur bæde i tilsögnenne og ödru.

Þier minnest á í ydar brefe til mijn í sumar hvört eg kiærlega s. 351þacka, ad biblia ydar meige vera hiá mier, hvörnenn gietur Þad vered, first þier sendtud mier hana ecke, þvi eckert filgde brefenu ydar til mijn í ár, sem siálfer vited. Arne litle a catechismum sem ydur sendest hier med og þier tilmæled, adrar prentadar bækur eru hier ecke sem ydur mun girna æruverde velgiörda bróder. Enn ad níu hlít eg ad bidia ydur þó diarflegt sie (sem er) ad senda mier ad sumre Verba Stephani firer fullann betaling, eirnenn bid eg ydur leggia af vid mig kiól og veste handa mier siálfum til brúkunar, þó þad sie fornfálegt, þá samt er þad nógu gott firer mig, jeg giet láted umlita þad, ef ecke er brunt, þetta skal eg betala effter sem uppa setied, og mier er mögulegt.

Vid erfingia Jóns sál. Þorsteinssonar underriettade eg effter ósk ydar, so þeir hafa medteked af kaupmannenum Monsr. Jonas Rijs effter sem umskrifudud, og er eg af þeim öllum umbedenn, ad skila þeirra skilldugu þacklæte til ydar med óskum allra heilla. So er nu mijnu efne vared, ad þad liggur hurd vid hæla firer mier, ad eg verde ad selia nockur fasteignar hundrud firer peninga ef fast kann, til ad giefa med Arna litla; i þetta sinn þarf eg þess ecke þvi kaupmadurenn Jonas Rijs hialpade mier þar um, hann hefur vered mier ágiætur, þó eg sie hönum ókiendur, og so giöra marger góder menn mier vandalauser hier innanlands. Enn alltíd er í mier kvide ad hugsa til effterkomande tímanna firer börn mijn (þvi eg sie hvörnenn þad geingur til firer ödrum), jeg veit öngvann sem þeim kinne ad leggia lid ef eg dæe ydur fráteknum nema þá fedga í Hiardarhollte, prófastenn blessadann, og Thoraren hans digda barn.

Æ Gud hiálpe mier og mijnum, miked er þad þier gieted ecke gladt gied þeirra í einhvöriu börnum mijnum til lidsemdar so þad frammkome sem þier hietud konu minne í firre tídenne, ad giöra börnum hennar gott, þvi notenn yrde þeirra, hvörs þau med mier og jeg med þeim erum næsta þurfande, Gud siálfur vere þeirra adstod. Jeg vil ecke mæda ydur leingur med þessum raunaþulum, enda þvi þetta med firergiefningar bón, befalande ydur ad áliktan med veledia kiærustu Guds Guddómlegre vardveitslu um öll ókomenn dægur med minne og minna munadarlausu sona þienustusamlegre hiartans heilsan, og audmiuku þacklæte veittra velgiörda.

Ydar skilldugaste þienare
Bodvar Pálsson.