Pálsson, Snæbjörn BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Pálsson, Snæbjörn (1725-08-26)

SNÆBJÖRN PÁLSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Sæbole d. 26. Augusti A0. 1725.

Trykt efter egh. orig. i AM. 454, folio. Om bogtilsendelser og privatforhold.

VelEdla og Halærde Hr. Assessor

Mikellrar æruvirdande elskulege vin,

þienustusamleg heilsan.

Jeg þacka skilldugast tilskrifed aludlegt med Vatneirar skipenu, og kom þad mier i hönd nu firer halfre annare viku. Jafnframt þvi þacka eg velgiördernar hinar fornu allar, vil tilstunda ad þiena ydar Herradóm i hvörn stad sem eg ma af koma. Dyrafiardar skip heire eg ad seglferdugt sie a morgun; biskupenn er hier nu aleid i sinne visitatiu og væntum hans stund fra stundu, firer þvi get eg ei margyrdt. Söguna vil eg senda ydur ad are, Margaritam einslijka, hun er nu hia bródur mynum Þorsteine; enn þad sem eg funded hef af gömlum skrifudum brefum a Myrum sende eg nu allt, þvi ecke hef eg stunder ad rannsaka s. 357hvört bref firer sig, so eg giörde mínum Herra þar uti þa þienustu, sem þo annars verdug være. Einkum beider Mad. me þorkatla, ad Hr. Assessor villde til hennar þeinkia um þad er hun i firra hann umbeidde, asamt Capteinenum Hoffgaard, hvörium hun þo ei tilskrifad getur þetta sinn, og ad hun mætte ef mögulegt være fa þæga leidretting þar a næstkomande sumar lofe gud, þvi ei þarf hun ad vænta, ad Vestfiarda yfervolld vor lagfære þad stórum, hellst medann þetta stríd stendur medal vor. Einkanlega bid eg ydur minn Herra hia ydur ad leggia hlut ad eiga i þvi, er vor, frænda ydar Orms, Sigurdar, Marcusar, þeirra ahangenda og mijn i mille fer. Jeg hef nu eirn matt eiga strijd vid alla þessa i 3 ar, og mun þikia marger i mote einum, samt vænte eg, ad Gud gefe sigur effter malefnum. Ef Marcus hefur giört sitt Testament a næstlidna alþinge, matte hann ei ingre þad giöra, enn ecke ætla eg Ormur eirn sök hafe i þvi efne, og kann frænde minn Einar glöggvast ad seigia þaug tijdende. Eg brijt nu af og befala Hr. Assessor under Herrans millderijka vernd firr og syd forblyfande

VelEdla Hr. Assessors audmiukaste þienare
Snæbjörn Paalsson.

P. S. Maldaga Myrakyrkiu og bref sem Hr. Assessor umgetur Mijrakirkiu vidkomande villde eg giarnann ad are audlast fá. Encore Adieu.