Magnússon, Arní BREV TIL: Pétursson, Björn FRA: Magnússon, Arní (1708-08-10)

[ARNE MAGNUSSON] TIL SYSSELMAND BJÖRN PÉTURSSON. 10. Aug. 1708.

s. 360Trykt efter brevuddrag med skriverhånd i AM. 448, folio. Udbeder sig regnskab over den Gottrupske kontribution.

Hvörnig i ydar syslu gange edur geinged hafe sidan i fyrra umm samanntekt contributionis þeirrar, sem ætlud er til betalings utsiglingar kostnadar lögmansenns Lauritz Christianssonar, er mier ólióst, af þvi einga vissu þar umm frá ydur feinged hefe, efast þó ei umm, ad þar muni nockur ende á bundenn vera, effter þvi brefe er lögmadurenn Páll Jonsson og eg ydur i fyrra af alþijnge sendum. Svo bid eg nu og vona, ad þier mier til Kaupenhafn greinelega skrifed umm sierhvad sem þar i kann utriett vera, hvad sierhver af ydar syslu innbyggiurum hefur giallda átt og golldid, og hvad af þvi sama i peningum til ydar leverad er, og hvad i kaupmanna reikning innkomid. Sieu ydur og i höndum revers nockur frá kaupmönnum uppá þessa til þeirra innkomna contribution, þá kunned þier þau mier ad senda, svo skal eg siálfur peningana þar epter innheimta i Kaupenhafn i vetur.