Sigurðsson, Sigurður BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Sigurðsson, Sigurður (1710-05-14)

LANDSTINGSKRIVER SIG. SIGURÐSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Eyium þann 14. Maji Ao. 1710.

Trykt efter orig, i AM. 443, folio. Takker for nogle modtagne bøger og tillader fortsat lån af andre, samt for revers ang Holms-bogen. Anerkender modtagelse af en doms-udskrift m. v., men uden indlæg. Afsender den til udførsel bestemte hest, hvorom forskellige oplysninger gives.

Vel Edla Hr. Professor,

Ætyd æruvyrdande Herra og Fautor!

Ydar Hrad. tvö tilskrif i dag medtekenn i Saurbæ þacka eg þienustusamlega, ásamt ádurbevystum velgiördum. Nu samstundes kom eg heim til min og hefe bækurnar medteked, sem revers innlagt syner, og þegar þær eignarmannenum i hönd koma, veit eg hann vill hafa þackad ydur góda medferd og vidskilnad á þeim; hvörsu sem mier þiker, þad stendur á lausu blade firir framan i num: 14, ad lytel rifkun bókenne sie; ad sönnu var hun i byndenu lasleg, enn menn meiga siá hvad bladed ummbæter, og eige skal þad so fliótt glatast, þvi verked lofar meistarann, so var og von af ydur; eige undrunst vær umm þær bækur fáar til baka eru. Sama er sem ádur sagt hefe umm num: 18, mina eign; eige þarf hun baga neirn ydur giöra, i þvi ad láta skrifa ur henne þad gyrnest, eg finn mier annad til verkefna i sumar fyrst enn lesa i henne, þó hiá mier være, má hun þvi byda gódrar tydar, mier ei helldur so angursamt, af hennar burtveru mun verda sem qvennfolkenu af Hólmsbokenne. Jeg þacka gott revers uppá hana og mun ei sydur enn ádur diörfu fyrer svara, vil og pantenn skriflega bióda mót reverse Arna H.s, so sem rád fyrer i þvi brefe giöred. Giarnann vil eg med tyd effter hentugleikum meiga vona utskrifftar, so s. 458sem skrifed, af C 1mi rettarbót. Þann 4da dómenn, sem resterade, hefe eg nu medteked óskiemdann ásamt nockur documentenn og flest öll fyrer utan innleggenn, er seiged riettarens skiöl vera, þad læt eg umm sinn af mier ósagt, enn hlyde ydar sögn. Nöfn þingmannanna, sem vitne voru i þeim riette, er þid Hr. Commissarij á Þingvöllum hielldud, villda eg giarnann vita, þó ei fyrr være enn á alþinge af Hr. lögmannenum Pále Wid. Brurn ydar aljarnadur, óhalltur, ómeyddur og i öllu óskiemdur, sydann til min kom, fer nu med Gudmunde austur effter ydar tilsögn, og þó ei sie so vel feitur sem villde, er bæde hanns skulld, i þvi holldlaus og hárlytell i haust i hused kom, og min vegna reydarennar frá jólum til páska; sydann hefur hann ómakslaus vered, so uppá áreinslu er óhætt hönum langferd ætla, og bregdest þad, þá meiged i fleyru mier mistrua. Þó hann sie hardgeingur, helld eg hann samt ei óhentugann ad sigla, þvi svo syndust mier gangvarar i Kaupenhafn vera, enn ómögulega kann nochur hestur ad læra miukann seinagáng, er brochur i upphafe vered hefur, þvi so verdur hann alla sina æfe, þó lære ad skeyda, seigia mier reydmenn hier sydra, eg hefe ei betre kunnáttu hafft enn [um?] Brun hefe sagt, og bid eg vilienn framm yfer vidgiördena takest; fyrer giöf hanns er nægur time sydar ad tala. Vil giarnann bidia ýdur þolenmæde og ummlyding vid mig i peninga sökum hafa, annars þá alldeiles þreytest þar á, skal eg ei láta viliann vanta ad clarera þad kann, eg tala hier umm þvi færra sem ydur betur treiste. Kynne og nockud nytelegt fyrer min augu bera, er meynte þier siá villdud, eg meina af bókum eda documentis gomlum, vil eg eige bregda heyt mitt þar umm vid ydur, er ydur i þvi og ödru til þienustu obligeradur. Nu er alldeiles þolenmæde Gudmundar a enda leingur byda, seigest og þær ordur hafa. Hlyt eg þvi afbregda og enda bladed, óska ydur lucku og velferdar ætyd bæde til reysunnar og alls annars. Eg og min kiærasta heilsum ydur þienustusamlega.