Sigurðsson, Þorsteinn BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Sigurðsson, Þorsteinn (1728-09-27)

SYSSELMAND ÞORSTEINN SIGURÐSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Wydewöllum ytre þann 27. Septembr. Anno 1728.

Trykt efter orig. i AM. 439, folio. Familie-meddelelser. Beklager ikke at kunne opspore afd. [sysselmand] Isleivs [Einarssons] papirer, som rimeligvis er gået tabt, eller andre litterære sager. Om jøkelløbet i Öræfi, med henvisning til et vedlagt brev (som nu ikke findes). Udbeder sig sin lille lovbog tilbagesendt til gennemsyn og henviser til den snart udkommende nye lov for Island. Hertil A. M.s påtegning »Med Reydarfiardar kaupmanni«.

Minn hattvyrdande elskulege Herra.

Þienustuskylldug astar heilsan!

Ydar veledlaheita astudlegt tilskrif af 25. May medteked öndverdlega i Aug.to med alþingis mönnum þacka eg astsamlega, sem og alla adur audsynda stadfasta dygd og velgiörder, sem eg effter veikum mætte þeckia og rækia vil, medann til endest. Med hiarta glede fornem eg minn Herra ydar heilbrygde og vellydann. Gud spare ydur leinge og vel, þad er mier bæde glede og gagn, sem enn nu er under Herrans þolennmæde med veniulegre heilbrigde og annarre bærelegre vellijdan, konann min er og komenn til nockrar heilsu sidann aleid i sumar, so hun gietur offtast lited nockud effter hussens naudsynium, enn i vetur lá hun allt framm yfer iól, enn hafde þadann fra litla fotaferd framm á vored, hefur sijdann nockud liett smám samann, lofadur sie Gud fyrer medlæte og mótlæte. Jón litle minn hefur vered i Skálhollte sydann i fyrra sumar, nade sæte s. 466i midium efra beck, 3 voru effter fyrer ofann hann i vor, enn þeir efstu sex skrifudust ut. Jeg vænte hanns heim afftur i vor, effter sem Hr. biskupenn giörer raad fyrer. Med alþinges mönnum fieck eg bref fra Jóne, og seigest hann bækurnar hafa medteked, sem minn Herra sende, hvad eg alhuga audmiuklega þacka; en þvi er æ verr og midur, ad eg hefe eckert gietad utriett hia Jone Isleifssyne, og velldur þvi fiarlægd min, þar hann er nu komenn ad Hörgslande á Sydu, hvar eg á aungvann kunnugann þetta ad utrietta. Hefde hann vered hier i Hornafyrde, munde sra. Benedict i Biarnanese hafa eitthvad i þvi brotest minna vegna, hefde þar vered nockud ad fá, sem Jón lætur lited yfer, so sem eg skrifade i fyrra. Annars þyker mier sra. Biarne á Kalfafelle liklegastur til at forvitnast hier umm, feinge hann ord fra minum Herra þar umm, kynne og ad hafa sialfur nockud feinged þesshattar frá Isleife saluga, enn eg er þeim preste, nema ad sión eirne, alldeilis okunnugur og giet þvi ecke vid hann umm þetta syslad, einkum þar eingenn avöxtur verdur af loforde hanns i fyrra a alþinge, hefe eg þo honum umm þad sijdann tilskrifad, og er hellst gata min, ad hann hafe á einhvorn hatt þessum dröslum soolundad, þvi ecke er honum vant ad vera so fast i hende, þad sem godur madur tilmælest. Hier er og so grant umm gard geinged i þessare syslu, ad eg fæ eckert uppspurt þess hattar ad senda minum Herra til gamans, hvad smásmuglega sem eg hefe effter þvi skignst. Umm jökulhlauped i Öræfum hafde eg i höndum bref sra. Sigurdar Sveinssonar fra Svinafelle, sem nu er capilan i Eydölum, þad var tilskrifad sra. Gudmunde Paalssyne, og sende hann mier þad i vetur ed var til yferskodunar. Brefed meinte eg víst hia ödrum minum sende brefum og ætlade ad lata þad hier med fylgia; enn nu eg atte til ad taka, finn eg þad hvorge, og hefe eg leitad mig módann i heila tvó daga þess á mille ad eg hefe litad effter ödru, so eg er ordenn vonarlaus ad þad finnest i þetta sinn og máskie alldrei, hvad mier þyker næsta undarlegt, giet eg þvi eckert skrifad i þetta sinn umm þetta jökulhlaup. Annars byriadest þad i fyrra sumar á manudag, ad mig minner, fyrst i Aug.to med storbrestum, ellde og vatnagange, og tok mestallt Sandfellsland af og Svinafellsland o g Hofsland, og Skafftafellsland, sem eg hefe effterteked ad vered hafe mest af sand-drife, Holltakot tok af med þremur mönnum, sem þar voru inne. Jökullenn sprack i sundur riett uppaf Öræfunum, so sem mier skilst, þvi hlauped þad mesta kom ofann skarded, sem er á millum Sandfells fialls og Svinafells fialls, og breiddest sydann ut umm allt sliettlended, sem s. 467þar er æred miked, og sette sama vatnsflod, sem ur jöklenum gaus, jökulenn, sem framm sprack, ut ad sio, sem mier er fortaled sockenn og bradnadur mune verda ad þriggia aara freste. Hestar og saudfie hafde heilhopmargt fared i þessu hlaupe, enn naut eingenn, nema fáer kalfar. Mest seigia menn þad sie leyr, sem á löndenn hefur hlauped, og hallda þvi, ad þaug mune uppvaxa umm syder, og so sagde madur eirn mier fra Hofe i Öræfum, sem eg talade vid i þessare viku á kaupstadar reysu, ad þar være nu komenn bithage nockur, sem eckert hefde sied til jardar i fyrra, þad og, ad Skafftafell og Svinafell, sem þetta aar hafa i eyde leiged, mundu afftur byggiast. Framar giet eg ecke hier umm skrifad i þetta sinn, enn finne eg adur sagt bref, skal eg lata þad hier med fylgia, sem giör seiger frá öllu þessu. Gaman þætte mier ad sia mina litlu lögbook einu sinne, hellst vegna þeirra greina, sem hun hefur, enn ur flestum ödrum eru teknar, enn þocknest minum Herra, ad eg sende hana afftur ad einu aare lidnu, spare mig herrann, þá skal þad giarnann vera, þvi meira brestur mig ydne og astundann ad lesa lögbækur, enn jeg hafe þær ecke, vænta menn og so ad kalla aarlega nyiu lagana, mun þá þaug gömlu fyrnast till fulls, þegar hin koma, sem Gud veite, ad þeim verde nytsamleg, sem þá lifa. Jeg er komenn allareidu nockud til alldurs, þykest finna á heilsufare minu og burdum, ad eg mune ecke vid langann alldur togast, hvad Gude sie befalad, villde samt giarnan vita, ad þeim mætte vellyda, sem landed byggia. Villda eg giarnan oska, ad minum Herra være uppalagt ad revidera þad nyia lagana concept, sem mier þyker og lyklegt verda mune, nær þad ut kiemur, og munde hann þá lyta effter landsens velferd i allann mögulegann máta. Fyrergiefed minn hattvyrdande Herra þetta i mesta flyte. Enda so med allra heilla velferla og blessunar oskum og næst minne og minna þienustuskylldugre astar kvediu medfylgiande aludar þacklæte allra dygdarikra velgiörda er eg og vil vera af alhuga…

P. S Nu umm syder fann eg bref sra. Sigurdar umm Öræfa ógnernar, og legg eg þad hier inn, minum Herra til efftersionar, og vona eg þad seige fra þessu öllu nockurneigenn skyrlega (brevet mangler). Æfennlega blessader.