Þórðarson, Þóroddur BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Þórðarson, Þóroddur (1728-10-01)

ÞÓRODDUR þÓRÐARSON TIL ARNE MAGNUSSON. Akureyre d. 1. Octobr. 1728. mesta hast.

Trykt efter orig. i AM. 1058 V, 4to. Har efter mundtlig og skriftlig begæring af A. M. opsøgt gamle trykte bøger og andre antikviteter, hvoraf nogle oversendes og om andre oplysning gives. Takker for nogle lovede bøger og nævner i en efterskrift andre, som han ønsker købt. Ifg. påtegning medfølger en forseglet pakke.

Vel Edla Her Assessor, Storæruvirdandi velgiörda patron.

Mins Herra elskuligt tilskrif af dato Kaupenhafn. 4. Juny næstlidens medtók eg á alþingi i sumar, þacka þad þienustusamliga, so vel sem anad gott mieraud(synt) og oska jpetta mitt litelfiörliga skrif mætti hans herradom fyrir fina i akiósanligu velstandi, og so eg ecki alldeileß þeigi vid mins Herra fyráminstu góda missive, læt eg han vita, ad eg efftir kröfftum minum hefi efftir sied um þad af antiqviteter, hann skrifadi næst lidid ár, þott næsta lijted rekest ur fyrir inier ad utvega þad girneligt væri. Annars sende eg hier med Evu rymur prentadar, sem eg hefi feinged austann ur Fliótzdals hieradi, og óska þær mætti verda eins kiærtkomnar og eg hefi efftir þeiin sókt, eirnig læt eg þeim filgia þær 2 predikanir ut af godverkunum og mannsins riettlæting, sem ydar goda skrif um gietur. Þad vidvikur Sr. Sigurde Einarssyne, er var i Saurbæ, Þá er sá sami lángafi Sr. Eyriks prófastz þar nu verandi, ad vestann ættadur, sem meinast og af lágum stigum komin, þvi efftir fródra manna sögn er nafn hans ei ad finna i ættartölubokum neinum; hans skrif filgir og hier med, enn ecke Sr. Sigurdar Einarsonar (bródir Herra Odds), sem alldri var hier nirdra. Eitt gamallt prentad calendarium, sem m. Herra bad mig ad utvega, þegar eg var i Kaupinh., læt eg og þessu filgia, og hlitur hann ad taka viliann fyrir verkid i þessu efni; gieti eg betur, skal þad skie, lofe gud, enn ei er eg so dulur ad mier, ad eg mælist til betalings fyrir þvilikt, þó fatækur sie, kiöri helldur hitt, ad þad væri þoknannligt. Þad gomlu Kröblu áhrærir, vona eg Hr. Lögmadurinn relatere, sem nu niliga hefur feingid skrifliga relation þar um (non dico vovam[!] ejus descriptiomen[!Þ frá prestinum Sr. Jone Sæmundssyne, sem hann hefur s. 529vel umm mællt ad senda ydur; beri af þvi mót von minni, skal hun ad vysu sendast, enn komist hun undir þricking, bid eg m. herra þeinke til mijn; margt kinne og med tijdinne upp ad rifiast af einu og ödru, sierdeilis þeim gömlu bokum Hr. Gudbrandz eg kannskie hefi feingid nockrar i sigti, enn fæ ei ad so stöddu framar vidgiört; blöd hefi eg nockur feingid skrifud á pappir, sem ad er Dialogus de opere creationis, ut puto, miög norrænt, storum er þad likt stil þeim, er Stiórn færir edur Speculum; þann sendi eg ei ad so stöddu. Predikanir Herra Þorlaks ut af 7. cap. Mich, spámans sendast og m. hr. til þienustu, fleira ei ad sinne. I sinu missive til min næstlidna ar dat. nefnir hann eina bók, er hann kallar Justi Jonæ predikanir yfir cathechismum; til hennar hefi eg friett, higg hana komna i Austfyrdi fyrir nockrum arum, hun fór med vinnumanni Þordar Arnasonar Þar austur, og sie þad ei su en sama og min herra hefur feingid, mun hana einhvörstadar ad fá i soknum sr. Brinjolfs Halldorssonar á Kirkiubæ austur, og efftir sem eg spurt hefi, þeinki eg Apologia Jons Sigmundssonar hafi farid i fyrra austur i Fliotzd. hierad til Monsr. Halldors Palssonar, sie hun ei til ydar kominn, a nnars hefdi eg hana feingid; Kibys (sål.) Collegium, sem minn Herra nefnir, eg skuli få, tek eg til allra þacka og vid (!) þad sama betala efftir tilsögn. Nascovs Relligions Artic: kiæmi þeir bæriliga, vilda eg þá feiginn fa, ellegar væri þad Ponddæi Hist. Ecclesiastica V. T.; enn peningana til þessa betalar Monsr. Munch, þoknist minum Herra so. Og þar eg vita þikest þad markverdugt hiedan frå landi er ad spyria, muni minum Herra adviserast gódra vina brefum, vil eg ei leingur mæda hans Herradóm med markleisu þessari, sem eg audmiukliga bid ad fyrirgiefist. Enda so þetta med þienustusaml heilsan og recommendera mig hans faveur forblifandi

VelEdla Hr. Assessoris Þienustuskilldugur þienari.
Þoroddur Þordarson.

P. S. Dictionarium Calepini, sem sal. Widalin efftir sig liet, villda eg fyrir hvörn mun kaupa, ef med billigu verdi feingist; villdi helldur siá af hvorri hina bokana, sem bestillt hefi (Collegio Kisbino excepto), enn ei gief eg fyrir þad yfir hálfann 3dia rixdal, þvi sialfur hefi eg þad keifft þeim sal. mani til handa fyrir 10 mk. Þad er ederad Lugd., ni fallor, arstalid man eg ei, i hollendsku bindi, litt skadad á kiolnum odru meiginn. Minn Herra fyrirgiefi dælskuna, og lifi heill.