Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Jón Þorkelsson (1728-08-22)

REKTOR JÓN ÞORKELSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Kirkiuwoged. 22. Aug. Ao. 1728.

Trykt efter orig. i AM. 450, folio. Adr. »Arnas Magnussen». Har ved sin ankomst til landet fundet sin moder meget affældig; vil muligvis overtage rektoratet i Skalholt. Har forgæves forsøgt at opspore antikviteter. Landets forhold er bedrøvelige.

Vel Edla Velbyrdige og Halærde Hr. Assessor Hverskins æruvirdande Herra!

Eg hefde fyrer laungu og med firstu sunnannskipum átt ad giöra mina skillduga upvartning, so sem ecke tviila, ad ydar velbyrdigheit hefde þad vel up teked, hvers eg og nu i þetta sinn oska og tilget, jafnvel þo sedell þesse hafe somu vanlucku og eg siålfur, er hann i diupustu audmykt skrifa, nefnelega ad ei geta fært ydur nockud frettnæmt hedann ur þessu heillalitlu lande, enda veit eg, ad þær fornemstu fretter eru á undan komnar og eg þarrned forgefens þær repetere; þær eru ecke helldur so fallegar, hvort hærre eda lægre vidvikia, so eg vil ecke spilla ydar Herradoms otio med einu edur ödru, sem almuge ber her um sveiter, helldur, þar vona ydar goda affection til min, sem alltiid reynt hefi og alltiid til æru og þienustu obligerar, sie en nu hin sama, hlit eg ad vikia til sialfs mins, þo ei sie merkelegt s. 537 brefsefne, og sem fliotast fortelia um mina ferd hingad. Eg vard bæde feiginn og idradest, ad hingad komst heill med þessum hrakningnum; ad vard so sem feigen, er orsök, ad eg sie modur mina hafa hafft firer laungu þörf, ad eg være her, þvi eg fann hana upgefna og komna i barndom, en af öllum nema Gude forlátna, en ad so sem idrast eda helldur angrast af þessare resolution, er ad eg sie mier eingann sæmdarlegann veg til ad komast hedann aptur i haust, þvi moder min giörer mier soddann difficultates, sem eg valla sie, ad eg endest til ad komast utur og mun kannske bua ad, medann life, annars hefeg sialfur vered heill og heilbrigdur og skadar til dato eckert. þó sie eg ecke en nu sem stendur, ad braud og beslillingar her i lande mune solagera mig stórum, þvi eg hvorke er þeim appetens nie capax. Rectoratus er lidugur, og hefe eg til Dato ecke giört mier hid minsta omak fyrer hönum, Þvi miner skolaþanckar eru geingner af sier, en sied hef eg nockra vitneskiu um, ad biskup Mag. J. A. mune hafa i sinne ad fá mig til lians, hvar um eg fæ vitneskiu, þegar austur riid; en eg skeite ecke um hann stórum, allrahellst med afarkostum, er og ecke til hans undirbuinn, og helldur mun eg kapkosta ad geta bued so um hnutana, ad eg yrde her ei med öllu, hvar sem annars kynne ad lenda hiá betra folcke, so er alltiid nogur timenn til ad flita sier til þess, sem er óvißt; ecke helldur true eg þeir þar fyrer austann landed sieu so buner til ad gefa goda koste, jafnvel þó godu sie lofad, ad eg þurfe ad hlaupa hedann i þeirre von ad oforrettudu minu erende, neqve spem tarn inanem prætio emo, hun hefur kostad mig nog, en ef þeir senda mier skiallegt, eda hvorsu sem fæ þad fra þeirra hende, ad eg eige ad fá þad um hefur vered talad, Þá skal eg kosta miklu til ad geta slited mig hedann og hallda þad eg hefe talad, hvadann sem eg þá kem ad, eda hvar þess i millum æfenne slit; so kunna þeir ad giöra hvad þeim þyker sier hentugast, og ecke öfunda eg, Þo ödrum hlotnest þad eg epter góds manns munne hefde teked, ad mier være lofad. Óvist er, hvar eg verd i vetur, ef ei verd i Skalhollte, og en ovisara þyker mier, hvort nockud gete upspurt af þvi, er eg á ad upspyria fyrer ydar velbyrdigheit, þvi ei hef eg á þessu sumare getad á þessum kialka funded eitt blad, sem mier hefur litest, ad þier mundud gyrnast. A Alfftanese var eg og bestillte þad þier hafed umgeted til ad are, lofe gud, þvi þad fæst ecke med ödru mole. Eg kom og til Einars Isleifssonar á Reikium og villde hafa snodad up hiá hönum eitthvad, enn hann var ei til þess lidugur, enn bad mig ad skila sinne audmiuklegre heilsan og þacklæte firir allt velgiört til s. 538 ydar, og dróst hann a vid mig ad æt[la] mier eitthvad til ydar, ef þier vildud giöra so vel og senda hönum ad áre eitt exemplar ünnbuoded af þeirre niu edition Norsku laga fyrer kalfskinns logbök nockra, sem hann seigest hafa ydur epter láted, og vil eg hins sama sialfur beded hafa, first madurinn er hreinn og einlægur. Þad er liklegt, ad Hr. biskupinn mune nu vera so þacklatur og communicera eitthvad af sinu, sidann hann er ordenn antiqvarius ad sogn, eg skal og eckert forsóma af þvi, sem ydar velbyrdighed hafa mier befalad, sed ultra posse nemo obligatur; sidann þetta land er nidurneglt i allre miseria, so er og þesse sudurbógur af þvi nidursockinn i allskins ignorantiain, og er eg þvi desperat um ad geta hid minsta til ydar þienustu utvegad her um plats. Hiá Cort Jonssyne hefe eg ecki vered en nu, þvi þad hefur ei á þvi stadest; mier litst so á hann, ad hann mune liggia a sinum charteqvum eins og ormur á guile, og flester eru hier so, ad þeir helldur vilia dröslur eiga en láta, kemur þad til af þvi, ad þad er orded so lited af þeim her, og eg true þad sie orded eins bagt ad finna lesverdt blad hiá folcke her i lande sem peningar á gotum þar ytra, og ecke geingur betur ad utvega þann Islendska agath fyrer Mr. Stub, hvorium bid mit respect at formelde, en giarnan vil eg þiena hönum sem hvorium ödrum godum manne i ad utvega þetta, ef getur feingest, jafnvel þó i ár fae eckert vidgiört. En eg vil nu ei mæda ydar velbyrdigheit med þessare raunatolu framar, hvoria eg bid ydar Herradom ecke ad misvirda, befalande ydur so med ollu kiærthafande guds födurlegre vernd og næst audmiukasta þacklæte fyrer storar ærubevisingar

vil alltiid finnast Ydar Vel Edla Velbyrdigheita audmiukur og reidubuinn þienare.

Jón Þorkelsson.