Magnússon, Arní BREV TIL: Þorleifsson, Björn FRA: Magnússon, Arní (1701-05-25)

ARNE MAGNUSSON TIL BISKOP BJÖRN ÞORLEIFSSON. Hafn. d. 25. Maii 1701.

Trykt efter egh. orig, i AM. 451, folio. Almindelige nyheder og om Islands særlige forhold. Ønsker den gamle Halldor Þorbergsson optaget til forsørgelse på Hólar; véd intet om den forløbne Eirikur (Sigurðsson). Påminder om købmændenes klager over biskoppens handel. Udtaler sig indgående om sit forhold til de islandske sager. Brevet bedes brændt.

Indlagt er nedenaftrykte fortegnelse over diplomer og håndskrifter, som ønskes tilsendte, med påtegning: Antiqvitæta Memorial frå Arna Magnussyne 1701.

Veledla Veleruverduge Hr. Biskup Mikilsvirdande Elskulege bróder.

Af Monfreres agiæta tilskrife, i fyrra medteknu, fornam eg med stærstu giede hans og hans nåunga heilsu og vellidan, hverrar eg framveiges af hiarta óska; þackande gude sem mig frå slisum vardveiter. Tidendi eingin sierleg man eg sem skrifverdug sieu, þvi sá store stridstilbuningur milium Franskra og Spanskra uppá eina sídu, og Hollendskra, Eingelskra, þískra, uppa adra, kiemur oss lited vid, med þvi vor Kongur meinast stadfastlega ad vilia sitia neutral i þeim vidskiptum. So er og þad eg minnist allt nyungalaust hiedan, um Island, Þvi forordning um Duggarasocka vöxt, er ei med nyungum teliande. Um utsigling þess eina lögmanns er og bevilgat af Kónge, ad hveriu gagne sem þad verdur; Synest so sem landid muni heil hóp peningum þar uppá voga, og líted firir fá, þad er mier kiært ad Monfrere og lögmadr eru forlikter, er eckert landinu oþarfara enn ad höfdingiar ósamlynder sieu. Vid Supplicatiu Nordanpresta er eckert ennu giört, orsökin er ad sá gódur vinur er iirir hana tala átti i Rentucammerenu, er fyrer Þar mánudum reistur ut á landid i eina Konglega Commission, og án hans orda er eckert þar uppá ad þeinkia, þikist eg og ei viss vera ad þott hann þar um tale, þá muni ad nockru lidi verda, því þad er æred bágt ad tala firir slíkar saker hier, þá hann heim s. 574aptur kiemur, skal eg vidara hier uppá drifa, so eitthvad beskeden fáest ad áre, þó eg hræddur sie þad sliett og riett verda mune. Þad kongsbrefed sem tilvantade hefi eg láted utskrifa og ásamt hinu lagt innaní Supplicatiuna. Monfreres Supplicatia (er eg uppa þad mier sendta ark skrifade) fieck góda bænheyrslu, og hefur Monsr. Fielderup þad med sier kostar 12 Rixdle. Er mier so kiært, sem eg ei sialfur seigia kann, ad eg þó megnugur vard þetta til Monfreres þienustu ad utretta. Halldór Þorbergsson skrifar mier til, og á medal annars bidur operosè ad þacka Monfrere firir allar hans velgiörder, Eg fornem á hans brefi ad hönum þikir buskapur sier æred óhægur, og ræd eg, ad ef Monfrere villdi giöra hönum þá stærstu velgiörd er hann óska kynni, þa kynni hann eigi neina stærri upp ad þeinkia enn ad láta hann koma nidur, hiá einhvörium frændum sinum sialfs edur náungum, konu sinni og barne, enn taka hann sidan einstæding heim til Hóla, og gefa hönum þar mat, þar til so í rólegheitum utaf dæe. Hann skal vera örvasa og æred gamall. Nu veit eg vel ad eg á ei soddan saker ad recommendera Monfrere, hönum til peningautgiftar, Enn mier þikir og samvitsku verdt, ecki ad bera fram Halldors audmiuka begiering, sem hann sialfur ey þorer upp ad stynia, enn ætlar kannske (Stackelsmadur) ad minna orda i nockru adnióta muni. Eg kann ei frekara hier um ad skrifa, Enn vist ætla eg guds þöck i vera hönum ad hiálpa, og þess meire virdingar von, ad hier giörist gott, mót einum stackelsmanni, er fyrri hefur i betri manna tölu vered, og mörgum sier meiri mönnuin ad viti iafnfætes staded. Ecki fornem eg neitt um kunningia ockar Eirik, ei trui eg hann sie hier i stadnum, Mun annad hvört drepest hafa, eda ödruvis ut i buskann fared. Eg true hann firir Þar árum ætladi upp til Noregs ad finna þormód, enn þángad er hann eigi kominn, Kann þvilikum herra mart á leidinni tilkomid hafa, Eru opt i veigi officerar sem umhlaupandi stráka taka til Soldata, og er liklegt eitthvad þviiikt firir hann komid hafi ef ei daudur er. Eg fornem ad Petur Keison i fyrra klagad hefur ad Monfrere vöru ur sinu Districte burtflytte, so hefur og ån efa Matz Christenson og Husavikur kaupmadur i ár klagad yfer sama. og hefur Amtmad ur, true eg, ordur til ad advara Monfrere til ad lifa efter taxtanum og Octroierne, so minner mig þad stílad være sem eg hiá hönum sá, og liet hann sem hann hier uti Monfreres vinur være. Nu synist, ad ef Monfrere þadan ur þeiria districtum flytur prionles eda adra þá vöru er aller vita ad hann Dönskum selur, þá giöri hann ei i allann ináta efter Kaupmanna s. 575privilegiis, Enn þad stendur hönum þar á mót frit fyrer, ad begiera eda begiera láta firir þetta, hvad þad er og af gilldri kaupmannsvöru, hvad sem hellst hann hafa vill, Miöl, Dale, etc. Kann madur hafa votta vid þá madur gotsed afhender og vöruna begierer, og fáe madur Þá ei Þad mann begierer, þá er orsök ad besvera sig hier yfer, og kann Monfrere mier sitt nafn in blanco ad senda, helldur fleiri örk enn eitt, og skrifa mier skilmerkilega hvad hier uti vill giört hafa. hvad qvik fenad, smiör, vadmal, ahrærer, þá trui eg ei ad nockur neydi Monfrere til ad selia kaupmönnum þad sem hann til sins huss hafa vill, og ætla eg hættulíted sie sömu þar um framm ad fara þar til þad expressè fyrerboded verdr væri og gott ad eg alltid i forråd hefdi nockur örk med Monfreres nafni, og viti so understödu þvílikra klagana, og hvad Monfrere þar á mót vill sagt hafa, so kann eg þad i Danskan stiil ad færa. Enn eingin lifandi madur må petta vita, hverki ad eg Monfrere Þetta notificerad hafi, nie helldur ad eg hönum hier uti nockud þiena vilie, þvi eg læt mig ei hiá kaupmönnum þar um opinskáan verda, Bid eg og Monfrere þennann mins brefs part ad brenna, þá þar uppa i sumar svarad hefur. Madur heiter Einar Einarsson, lögrettumadur og lögsagnari i þingeyarsyslu hann hefur hug á einni stólsiördu, Kielldunese i Kiellduhverfi, og hefur bedid Lauritz Bertelson, fyrrum kaupmann firir nordan, ad hialpa sier hier til, Lauritz Bertelsson hefur bedid mig þetta recommendera minum bródur, ad hann iördina få mætti til abylis, Eg hefi lofad því, og þad giöri eg hier med, so víttþad Monfrere i allan máta skadlaust og meinfángalaust vera kann, þvi vidara kann eg hverki nie vil þar fyrer ad bidia. Þó vil eg ei giarnan ad nockur þesse minnar recommendationis Formalla siáe, því kannske Lauritz ætle ad eg muni mier þessa erendagiörd nær taka. Utaná Monfreres brefi i fyrra stód ad med þvi fylgia ætti 1 pacquet og 1 tunna, pacquetet feck eg, enn tunnunni visse einginn af ad seigia, og því skrifa eg þetta, ef kannske eitthvad magt á liggiande þar i vered hefur. Þetta blad bid eg brennest og eingum ödrum enn Monfrere firir sioner komi. Enda eg þad nu med allskyns heilla óskum til Monfrere og ædla hustrur, samt upprigtugri obligation alltid ad vera

Míns agiæta bródur þienustuskylldugur þienare
Arne Magnusson.

s. 576Þessar eru Þær sierlegustu mínar antiqviteta utrettingar i ár 1701.

1. Sr. Skuli Þorlaksson, minn ágiætur vinur, iafnvel pott vid ad sión ókiender sieum, hefur til forna lied mier, og eg hönum aptur til baka sendt bref Jons Holabiskups daterat 1359 og transscriptad 1393. hliodandi um Laxveidi i Laxárose. Sama bref villdi eg giarnan i sumar uppá ny til láns fá, Bid Monfrere hönum minna vegna tilskrifa og 1. Excusera mig operosissimè ad hönum ei naums tima vegna tilskrifad giet. 2. bidia hann lána mier nefnt bref i sumar og senda mier Þad med Husvikingum forsiglad i convoluti, og skal Þad ad ari óbrigdullt apturkoma, og Þar med pad eina bref er eg ennu af Þeim mier liedu documentum fra hönum til baka hefi. 3. bidia hann mier communicera ef fleiri nytanleg document sidan hafa hönum i hendur borist. 4. bidia hann nå, ef mögulegt er peirri Noregs konga Sögu á pappir 4to er hann firir mörgum árum liedi Sr. Þorsteini Sal. Jonssyni ad Gilsârteige. Eg er sannfródur ordinn ad bókin er á Skinnastödum hiá Sr. Einari Nikulasssyni, iafnvel pott nefndur Sr. Einar kannskie pess dylie.

2. Monfrere hefr feinged af nefndum Sr. Skula brefabók Hr. Olafs Hialltasonar. hana bid eg Monfrere mier i sumar ad liá, ef ennnu hefur, og ef burt er, Þá annadhvert efter henni ad komast, eda i Þad minsta láta mig vita hvar nidurkomin sie.

3. Bok Jons Þorlakssonar er Monfrere mier heited hefur, ad senda mier i sumar.

4. Allar Þær relationes um Sæmund fróda er Monfrere veit, hversu heimskulegar sem Þær eru, Ecki eru Þad ockar lyte Þótt menn so ohygner hafi vered Þvilikum Fabulis ad trua, enn eg hefi vissan tilgáng efter peim ad spyria, og vona i sumar peirra er Monfrere Þar af man, og Þæge eg helldur Þær være dilucidè (ef so skal seigiast) uppteiknadar enn compendiosè.

5. Heitdagsbrefed fra Grund i Eyiafirdi ad senda mier i sumar ef skie kann. 6to. Þad registur uppa bækur Þricktar á Holum er eg fra Monfrere i fyrra fieck, er næsta jejunum, samt packa eg Þar firir. Eg villde giarnan Þad yrde so innriettad ad titell bokarinnar, være fyrst heill skrifadur, Þar næst qvo anno bokin Þar eda Þar Þrickt være, og so i hvada formi hun væri. Kunni Monfrere mier eitthvad Þesshattar med tid ad communicera, være mier allpægt, enn ei er Þad flyters verk, kann og varia fyrer utan annarra hialp ad skie.

7. Kunni nockurstadar upp ad spyriast bók eda bækur Þriktar af Sr. Joni Mathiassyni, villde eg Þær kaupa Þótt miög dyrar væri, og bid Monfrere allar utvegur Þar um i frammi ad hafa.

8. A Videvöllum munu vera nockur gömul document, originalbref elldre enn 1580. gamlar dómabækur, og annad pvilikt sem Monfrere kynni vel skaffa mier til låns, med tid. Þar er ad vísu brefabók Hr. Þorlaks Sal: Þvi Sal: Mag. þordur vænist Þvi i einu sinu skrife sem eg hefi sied. Enn Þar kann og vel eitt og annad i vera, sem hans folk ei so just vill ad aller siáe. Þvi er mier nóg ef Monfrere einnhvern tíma hana igiegnum skodar, og excerpera lætur allt Þad er hönum Þlena synist til historiam Islandiæ Politicam vel Ecclesiasticam. eda annad Þvilikt er lærdómur kann i ad vera.

9. Eg hefi til forna beded Monfrere ad lata afcopiera öll gömul bref vid kirkiurnar Þar hann visiterar, efast ei um ad Monfrere Þad iafnan vid occasiones i Þanka hefur.

10. I fyrra bad eg Monfrere um Skolans á Holum Fundatiu, Item information s. 577um Skolans innkomster, Þvi hefur Monfrere gleymt, Enn Þad kann Þó i sinne tid Monfrere eins gagnlegt vera og mier ad eg Þad hafi. Þar má po endilega vera ein Fundatia fyrst Amtmadur og Lögmadur sig Þar uppá referera.

11. Í Goddalakirkiu i Skagafirdi liggia nockur bref, á medal annarra eitt gamallt, á hveriu teiknad er kirkiunnar inventarium, Þaug villde eg giarnan til láns fá.

12. Eg bad i fyrra um Copie af Afhending Holastadar, Item Fortegnelse uppa Domkirkiunnar ornamenta og Inventarium. Þar eru opt i soddan afhendingum og registrum gömul faheyrd ord og nomina rerum sem madur til forna ei Þecker. Sieu á stadnum gamlar og nyiar afhendingar, Þá vil eg helldur Þær gömlu, Þvi mart kann urfalled vera, sem ei stande specificerad i Þeim nyiu.

13. Þaug Audunar, Jons, Peturs, og Olafs biskupa Registra, er Monfrere i fyrra lofade minna vegna ad láta uppskrifa i vetur, vona eg nu i sumar ad ödlast fra hönum, so vel sem Jons biskups Arasonar dat. 1525.

14. Kunni og nockur Þvilik fleiri Catholiskra biskupa registra eda visitatiur fyrer ad verda sídan, Þá bid eg Monfrere Þaug annadhvert upp ad láta skrifa, eda mier til láns senda.

15. So Þigg eg giarnan med tid copie visitatiubókar Herra Gudbrands, hversu mutila sem hun er. Monfrere hefr til forna skrifad mier ad á Holum findist eirnin visitatiubækur Hr. Þorlaks og Hr. Gisla i litlu Folio samfastar. Item Mag. Jons i 4to. Villde Monfrere med tid láta einnhvern hripa Þær Þriår sídustu upp væri mier kiært, enn ei vona eg Þeirra i sumar, ei helldur Þurfa Þær eiginlega so accurat skrifadar ad vera sem Þeirra gömlu biskupanna, Enn Hr. Gudbrandz Þæge eg vel ad nokkurnveigen accurat være. Skrifaralaunin skal eg betala sem Monfrere mier tilseigiande verdur.

16. Eg hefi til forna bedid Monfrere um registur uppá allar gamlar stólsens bækur, eg meina skrifadar, so sem Visitatiu eda Máldaga bækur, gamlar brefabækur og önnur Þvilik document er stólnum fra allda ödli fylgt hafa. Monfrere hefr mier Þvi lofad, enn hefr án efa gleymst. Einhvör hans Þienara kynni Þessa Commission ad forretta sá sem accurat være og adgiætenn.

17. Monfrere skrifar ad i bland Þeirra brefa er hann mier fyrrum sendi hafi vered nockur perments blöd, hvar framan á skrifad hafe vered Eigels Registur. Eg hefi á medal Þeirra brefa ecki eitt blad ur nockru bókfelli medtekid, so Þetta er ad vísu misgáningur, og má Þetta Registur so endelega ennnu vera Þar vid stadenn.

18. Monfrere hefur skrifad mier til forna ad med Holastad være ein ör Þunn skræda köllud Sigurdar Registur, Item hefr Monfrere sidann skrifad mier ad Stolnum fylgde tvær kalfskinns skrædur inne halldandi um Kirknaeigner etc. Eg true fullkomlega ef náqvæmlega være efterleitad, pá mundi Þar fleiri Þvilikar gamlar skrædur vera. og hefi eg temmeleg argumenta til Þeirrar minnar ætlanar, sem Þó eru of laung hier inn ad færa. Hættulaust true eg vera mundi, Þott Monfrere mier firir utan Konglegar ordur soddan skrædur liedi til yferskodunar einn vetur, Þvi so satt sem eg vil lifs og lidinn vel fara, er ei annar minn Þanke, enn Þetta sierhvad erlega og óskaddat aptur ad senda. Enn ad Þetta á stundum leingur hiá mier bidur, enn vera ætte, oller skrifara leyse, og mörg avocamenta.

19. Eg Þikist og vita, og hefi raison til Þess mins Þanka, ad ennnu muni nockur gömul bref til baka vera Þar hia Monfrere fyrer utan Þaug er mier til forna fra hönum send eru. Mier liggur å ad hafa Þad mesta af soddan dröslum er hafast kann, og Því bid eg Monfrere vilie itarlega láta eftersiá og sem smásmuglegast s. 578inqvirera i öllum handhrödum efter slikum brefum og documentum,. so aldeilis eckert efter verde. og senda mier Þaug er finnast kunna, eda i Þad ringasta Copier Þar af, ef brefin kynni (sem eg Þo ei true) af soddan pondere vera ad Monfrere Þaug ölldungis eigi fra sier villdi koma láta. Eg forlæt mig hier uti til míns góda brodurs assistence.

20. Um Summariu yfer nockrar bækur bibliunnar, (eg veit ei hveriar edur hve margar) Þrikta á Nupufelli (eg trui 1589) hefi eg til forna bedid Monfrere, og hann mier Þar um forhaabning giört, hafi hana sidan i hendur bored fæ eg hana vel eirn gang ad siá.

21. Margretar bæn, er Sr. Are vænst hefur sig ad hafa, veit eg ei hvad vera kann, hafe hun Monfrere sidan fyrer augu komid, fæ eg hana vel, annars mun Þad fræde ei miög merkilegt.

22. Videdalskirkiu bref hefi eg i sannleika eigi feinged, og Þad er eitt af Þeim argumentis er mier koma til ad trua ad nockud Þvilikt muni hiá Monfrere epterorded. Annars liggur mier eigi stor magt á Þvi brefi, Þvi eg hefi fra vicelögmanninum Pále Jonssyni feinged góda Copie Þar af.

23. Hvad nu af Þessum Commissiona fiölda eigi kann i sumar ad utriettast,. Þad hlítur árs ad bida, Alleinasta bid eg ad Monfrere Þennan vitlöftiga memorial ei um hendur fallast láte, helldur so vel giöri, hann á milium stunda i giegnum ad siå, og efter hendinne framqvæmast láta Þad skie kann.

A. M.