Magnússon, Arní BREV TIL: Þorleifsson, Björn FRA: Magnússon, Arní (1703-03-11)

ARNE MAGNUSSON TIL BISKOP BJÖRN ÞORLEIFSSON. Skalhollti Þann 11. Martii 1703.

Trykt efter egh. orig. i AM. 451, folio. Ifg. biskoppens påtegning »med tekid d. 29. Martii 1703«. Ønsker udarbejdet en fortegnelse over de aktstykker, som nu ligger ved bispestolen; de til A. M. udlånte vil denne selv optegne.

Æru og Elskuverde hiartans broder.

Eg þacka aludlega fyrer allt undanfared ágiæte, sierdelis elskulega adbud i sumar þar heima á Mins brodurs göfuga heimile, þæga conversation á reisunne, og alla vinsemd á Allinge sídast, hlítur þetta allt ad standa á mínum skullda memorial, Þar til occasion giefst til ad syna, hvört eg þad man og skynia eda eigi. Fyrer nockrum tima kom hingad til huss Landskrifarinn Sigurdur Sigurdson, hann færdi mier míns bródur agiætt bref, hvar af eg med alvörugledi fornam hans og hans heila huss vellídan, sem og ad hann vel og med heilbrigde heimkominn s. 579være fra Nordurreisunne. Eg þacka gudi sem mier frá öllum slisum hlifdi á minni haustreisu, hefi eg og sídan ósiukur vered. Mins goda bródurs brefi fylgdu 1. ein ágiæt syndaskrá, i hverri eg á stundum studera, þott mier þicke hun nockud vitlöftig. 2. Davids Psaltare Latinè, hvörn eg med þöckum tek, og skal vera Monfrere skylldugur um Latinska bók þar fyrer, ef so leinge life. 3. Registra Holakirkiu, hver mier voru þau kiærustu af öllu þessu. Eg hefi lagt þau hiá briefunum gömlu, og so umbued, ad þótt eg insperato dæe (sem gud mig fra vardveite) þá kunna þesse document þó ei i ringl ad koma. Framan af einu þvi nefndu registro er sidan 1691 rifid fyrsta bladid sem þar var ad vísu þá, og voru ei nema 3 eda 4 linur á skrifadar. So vantar og i sum af hinum stor sticke, sem til hafa vered 1645. þá þessar máldagabækur utcopieradar eru. Eg þikest vita, ad Monfrere muni smásmuglega hafa láted siá epter öllu þessu, annars beidde eg ad hans þienare, þá eckert annad hefur ad bestilla, enn nu einn gang upplyke öllum handhrödum i þeirri so kölludu Stiftskistu, ef skie mætti þesse blöd eda önnur þvílik einhverstadar læddist, Med Þad sama kynni hann, ef Monfrere so villdi, giöra skilmerkilegt registur uppá öll þaug document er þar nu eru til baka vid Stólinn, vicelögmanninum og mier er skipad i ockar instruction, biskupunum ad ávísa, slik registur ad láta giöra, og væri þad þá omaksminna, synest mier, þetta under eins ad giöra, helldur enn seirna, first Þad þó giörast á, Yfir þaug documenta, sem hia mier eru skal eg sialfur registur giöra, og kunnum vid so sidan þá gillda skal, giöra eitt ur bádum, Verde þetta registur nu giört, þá mun Monfrere tilsiá ad þad accurat verde. Eg hefi eitt og annad þvílikt Monfrere til ad skrifa, enn giet þvi nu ei vidkomid, þar þesse madur, er hier ad óvonum ad kom, ecki bída vill, hlítur þad því ad bída, og komast i vermanna ferd i vor, nema fyrri millereisendur sig offerere; Madame og mier vard til talad i sumar um Mabels rimur, Eg hliop til ad lofa henni þeim, ætlande þá, ad mier mundi ei óaudvellt verda, enda þar á ad binda, og reidandi mig uppå eirn vissann stad, þar Þær vera hugde. Nu brást þad, Þó er mier lofad þeim til i vor, hvad ef og bregst, (sem eg þó ei vona) þá fæ eg ad bidia Monfrere intercedera firir mig ad eg ei firer loforded æ. laus giörest. Efter Friderici II. Chroniku hefe eg skrifad, til Danmerkur, og mun hun obrygdult i vor koma. Hvad mier nu framar ad skrifa áridur, hlitur ad bida til sidan, Enda eg so i þetta sinn med allra heilla og velgeingnes óskum, s. 580samt þienustusainlegustu qvediu sendingu til Madame, med 1000. þöckum firir allt agiæted sidast, hvar á mót eg alltid er og forblif

Mins ævirdande brodurs og Hennar þienustuskylldugaste þienare
Arne Magnusson.

þessu gleymdi eg: Ei lielld eg discoursverdt um varnarþing Skolameistarans, þad mun verda vera, so sem hann sie á Holum, Um tiund kann eg trua kynni disputerast, hvad qvikfe angeingur, ef hann þar af qvantitatem ætti á búe i ödrum hreppum edur syslum. adieu mille fois.