Magnússon, Arní BREV TIL: Þorleifsson, Björn FRA: Magnússon, Arní (1705-03-31)

ARNE MAGNUSSON TIL BISKOP [BJÖRN þORLEIFSSON]. Skalhollte þann 31. Martii anno Xi. 1705.

Trykt efter egh. orig, i AM. 450, folio; delvis afskrevet i Ny kgl. sral. 2062, 4to. Et og andet om forretninger, saga-litteratur og biskop Brynjulv Sveinssons litterære efterladenskaber. Bebrejder biskoppen mangel på oprigtighed, og at han slutter sig til lagmand Gottrup — har endnu ikke glemt hvad Hávamál indskærper om venskab, og udtaler sig truende. Biskoppens anmodning om at virke for, at en islandsk oversættelse af Norske lov bliver trykt, tilbagevises, og A. M. forbyder at lade trykke lagmændene Magnus Jonssons og Sig. Björnssons udkast til en islandsk lov, som han finder skadeligt; heller ikke altingsbøgerne bør trykkes. Kritiserer trykkeriets virksomhed: bortkasteisen af y i udgaven af Hallgrim Péturssons salmer og disses behandling, samt medtagelsen i denne udgave af salmerne af pastor Sigurd i Presthólar, hvis sprog gennemgås og stærkt dadles; mener at biskoppen uforsigtig har ladet sig tillægge en kongelig titel »landets fromme fader«. Bebrejder ham påny venskab med Gottrup og truer.

Veledla Veleruverduge Hr. Biskup Mikilsvirdande Broder,

Eg óska af alhuga ad Þetta mitt sendibref meige finna minn brodur heilann á hófe og gladann med göfugum höfdings vardnade, Þackande iafnframt firir allt audsynt ågiæte og margfallda vinsemd, einkum tilskrifed á sídasta Alþing sendt, sem og annad á næstlidna liauste af mier medteked. Ad eg af Alþinge eige svarade, ollu mínar occupationes, hveriar þar so iafnadarlegar s. 586voru, ad varia stunder fieck til ad heilsa godum vinum, miklu sidur til ad skrifa nockud, sem Monsieur Jon Einarsson mun hafa vitad ad fortelia. Nefndur Jon Einarsson leveradi mier þar á Þingenu Þá peninga er á mille ockar voru, enn eg feck eigi stunder þad sama augnabliked upp ad leita Monfreres revers, og sidan gleymdist þad. Nu fylger þad hier med, med þacklæte firir gôdann betaling, hver vel hefdi mátt leingur bida, ef minum brodur so þoknast hefdi. Sömuleidis þacka eg firir þann gamla grallara, og er Monfrere skylldugur um bok þar firir einnhverntima. Illa fór mier ad eckert sendi af þeim Sögubokum sem Madame þrudur Thorsteinsdotter tilmælltest, olli þvi mesta part þad ad Þær voru ut og sudur i låne, ad fråtekinne einni, er eg þar hafdi, enn i annrike minu ei sandsadi ad afhenda Jone Einarssyne. Nu skal mier ad visu i sumar betur fara og skulu hiå mier á Alþinge verda annadhvert allar eda flestar Þær begiertu sögur, Eru þær innbundnar i Volumina distincta, hvar firir þær taka bisna rum med hia þeim er þær medtaka skylldi, Kannske Monfrere verdi sialfur á þingenu, og er þá allt hægra vid ad eiga. Enn hvert sem verdur skulu sögurnar koma. Ecki hafdi eg Mabels rimu x du betri enn eg hana sendi, og læt eg þad vera afsökun i þvi måle. Sturlunga Saga med hendi Biörns á Skardzá skal og á þinge vera Monfrere til afturskilunar, og gledur mig Þad ad eg kost á eige, hana einn hverntíma ad eignast, hvernig sem betalingurenn verdur. Sömuleides skal á Alþing koma eitthvad af þeim dóma dröslum sem Monfrere hia mier á og átt hefur nockra stund i lánga láne. Hvert eg giet láted Kirialax Sögu þa þar verda til stadar, til þienustu Madame Elenar Þorlaksdóttur veit eg ei vist. Skule eg satt segia hafde eg gleymt þvi. Enn hefi þó anstalt giört sidan, um ad fá uppskrifada þessa Sögu sem hia mier er i bland annarra þvilikra i innbundnu Volumine. Komi hun ei á Alþing, þá skal hun þó ad visu sidar til verda. So þori eg nu þá ecki ad mælast til þess Voluminis sem Velnefnd Elen Þorl. dotter à, innelialldande Vemundar og Vigaskutu Sögu, Svarfdælu og af Vallnaliot, og skrifad {ef mig riett minner) med hendi Biörns á Skardzá. Villdi hun annars unna mier þess annadhvert til kaups edur láns, Þá mundi eg Þad forskullda Þvi eg giæti, og væri þá Monfrere vis til ad beina þvi á leid til Alþings. Mier er so sem i draume, ad hia Monfrere sie ad fá einhveria stutta relationem um Jon Halldorsson Skalholltz biskup. kanske utskrifada ur bók Monsr. Jons Þorlakssonar, eda og i bók nefnds Monsr. Jons, ef hun enn nu á Holum er. Sie þetta so sem mig til dreymer (sem og vera mun) s. 587þá bid eg Monfrere ad láta nefnda historiolam minna vegna uppskrifa, so riett og vel sem verdur. Enn nu er meira, sem og meira á rydur: Sr: Jon Torfason ad Breidabolstad, hefur firir laungu lied Sr. Þorde Sal. Oddzsyne kver i octavo skrifad med hendi Sr. Torfa Sal. i Bæ, hvar á vorn Copier af nockrum Latinskum brefum Mag. Bryniolfs. It. Oratio ejusdem ad Fridericum III. Þegar Sr. Jon heimte þetta qver aptur sagde Sr. Þordur sig ad hafa lied þad Monfrere, og stundum veik hann þessu hia sier. Nu hefur Sr. Jon lied mier qvered, og bid eg þar firir Monfrere ad so framt þad er i hans geymstu, hann þá vilie unna mier þess til yferskodunar, Og ef ecki, hann þá vilie summopere lata epter þvi inqvirera bædi i Sterbbue Sal. Sr. Þordar og annarstadar, ad eg þad, so framt skie kann, få mætte. Paskareglurnar fylgia tandem hier med, hveriar eg feinged hefi af Hr. Justits Raad Römer. Um Arnors Hunasonar pretension þyker mier rádlegt ad Monfrere giöri þá anstalt, ad pilturinn Sigurdur verdi skadlaus. Mier litst eigi stórt á ad adgiörder Sr. Biarna muni hönum verda til frambudar, enda á hann, satt ad seigia, eckert vid Sr. Biarna helldur alla heimtu ad Monfrere. Jþad Monfrere sidast i sinu brefi af dato Skarde 5. 7bris næstlidna, ávíkur, so sem munde hann af einhverium vid mig forlogenn vera, og þad ur Nordurumbode þar nyrdra, ef mier riett skiist, veit eg ecki hvernig af sier stendur. Kann eg og ecki ödru þar til ad svara enn þvi, Ad so sem Monfrere ecki rydur neitt ad, hvern þanka eg hafa kynni um lians affaires, so hefur og eingenn i þann veg vid mig um hann talad, ad þad mætti lygi reiknast, allra sidst nockur ur Nordur umbode. Enda er eg ecki so audtrua, þott nockur (sem hier þó einginn giört hefur) eitt hvad bevísningalaust segde uppá einnhvern, um vine vil eg ecki tala. Og þættist eg þar firer oriett lida, ef nockur villde ætla mier, ad eg være så vindhane, sem ecki þyrfte meir enn anda ad til ad styggiast vid menn, iafnvel þott eckert med skilum frammkiæme, sem þeir óþocknunar være fyrer verder. Eg hefi latist ætla ad conservera vinskap vid ærlegt folk so leinge eg hefi þess kost ått, og ecki gefa neinum ininum kunningia orsök til ad fyrra bragde, ad bregda vid mig kunningskap; þar á mót hefi eg alltid þottst, og þikest eiga skylldu á þá, er eg falslaus vered hefe, ad þeir i sama máta syne mier einlægne án yfirdrepskapar edur undanbragda, Og giet eg þad ei firir vinskap hallded, þott nockur låtest vera minn godur vinur i orde, enn i giördum sie mier á móte, so mikid sem hönum er fært, eda hann kann umkominn vera. Þvi soddan vinskapur er i raun og sannleika so s. 588miklu verre enn opinber ovinskapur, sem hann blandar saman illsku og underferle, þar sem hatred ei med sier færer nema einunges illsku. Hier dettur mier i hug Flugumyrar prestastefna su i haust ed var, hverrar frekasta utrietting heyrest vered hafa underskrift vitnisburda lögmannsens Lauritz Christians sonar; Ecki er þad þar fyrer, ad eg hönum eda noekrum misunne sannleiks iatanar, þar á þvi rydur: helldur tek eg so sem til ad skygnast i, hvada opiniones menn firir nordan, sumer hverier, mune hafa um skarpleika vorn Sunnannmannanna, sem er, ad vær munum þá fyrst skilia hvad á ferdum er, þegar oss skiella höggenn i tönnunum, og ecki fyrr. So synest mier helldur enn ecki mannamunur giördur, ef þad er satt ad vicelögmannenum hafe fyrer nockru erfidt veitt ad fá vitnisburd um samtal sitt og Lauritz lögmanns hid fyrra áred á Alþinge, enn nu til ad giefa lögmanne þarfleysu attest voru noger promotores et operæ. hitt kiemur eigi mier vid ad prestar ur fiarlægum sveitum dragest i önnur herud til þessarra ólögmætra adferda, þad er gott nóg firir Þá sem vilia hlyda þeim, er låta sig bruka til procuratores i soddann efnum. Um þad einasta mætte eg frædast: hvada landsens gagn og besta mun þad vera, sem þesser testantes meina ad lögmadurenn mune so vel procurera utanlandz? Eg vil gieta i vonernar: þad, ad insultera Amtmannenum, ef skie kann, og stíga á hals ockur vicelögmannenum og Jóne Magnussyne. Þvi annad liggur nu eigi so brynt firir, hvad lögmadurenn mune til Danmerkur viliad hafa, nema ef vera kann um ad fá utsiglingartoll sinn þess stærre, ef landinu kann þar med nockud hialpad vera. Eg villde þier goder menn vissud, i hvada gillde slik obeþeinkt document eru hiá oss i Danmörk, og hvada reputation menn leggia sier inn med þeim, þier mundud spara tillögur ydrar, persvasiones, Supercilia, tima, kostnad, blek og pappir. I minum uppvexti lærdi eg Havamål, og hefi eg þessu enn nu þar ur behallded: vin sinum skal maþr vinr vera þeim oc þess vin etc. sidann hefi eg lesed: amicitiam violari, Si qvis cum hostibus amici Se conjungat. Enn eg kann trua, þad giörer hver sem girner. Hvad sem nu hier um kynni vera ad seigia, Þá true eg ecki ad þesser vitnesburder, mune daudrota oss, Og fleiri adhærentes munu menn Jmrfa ad conscribera firir lögmann Gottrup, adur enn vær i kyrd liggium under íl hönum. Um mig er þad sier i lage ad seigia, ad skyllde eg (sem þó kannskie eigi verdr) fyrer tilstille landzmanna minna (hverium eg epter skylldu godz eins ann, og epter eingu ödru stunda enn þeirra gagne) rida til ófallz, þá er eigi örvænt ad eg mundi gripa til handleggs. s. 589þeim er best væri fang á, til ad láta hann annadhvert hallda mier fra flugenu, eda hrapa medur mier, Er og eigi ovíst, ad einhver yrde sá nærstaddur, sem so hefdi átaksgodar ermar, ad handfesti tæke, hvad eg seige, so sem half kunnugur klæda snide sumra geistlegra firir Nordan. Hier um vil eg nu ad sinne ecki meira skrifa. I post Scripto á sinu brefi af 5. 7br-s óskar Monfrere af mier, ad eg þvi til leidar kome, ad su nya Norska lögbok mætte næsta ár i Islendsku þryckiast hier i lande. Eg spyr: hver á ad leggia hana ut i Islendsku, og til hvers á hun ad þiena þá prentud er? Ecki vil eg smída mier, ad Monfreres þanke sie, ad hun skylldi verda skipud hier firir lög in iisdem terminis sem hun er af þeim háloflega konge utgiefin. Þvi óefad sier hann, ad hverki accorderar hun, i vissum greinum, vid lands þessa háttalag, ecki helldur mundi hun liettbær verda, ef sekternar allar hielldi sier. So vantar og i hana margt þad, er naudsynlega munde standa verda i Iislendskre lögbók, firir utan margt annad, sem hier kynne um ad segiast. Eg tek mig aptur hier um, og læt mig nu ranka til, ad þad sem Monfrere kallar þá nyu Norsku lögbok i Islendsku, mun eiga ad vera þad Islendskra laga Concept sem lögmenn Sal. Magnus Jonsson og Sigurdr Biörnsson samantoku, og Monfrere hefer Copie af. Ef eg giet þessa riett, þá vil eg iafnframt skiemta mier vid monfrere, og láta þad ásannast ad hverigur ockur(!) á börn, þvi eingenn þeirra sem nockra Sobolem eiga, eda curam posteritatis hafa (partiska fratek eg eda þá sem líted skynia) munde epter beidast ad þad Concept yrde Islandz lög. Eg firir mína personu seige af alvöru, Gud láte ei þá villu yfer mig koma, ad eg auki þvi á allar adrar minar illgiörder mót hönum, ad ad eg visvítande leide þá ogiæfu yfer mitt födurland, ad so male sanum og perfunctoriè congestum opus, af minne tilstille yrde skipad hier firir lög, mörgum ófæddum og meinlausum manneskium til áþiánar. Hitt skal vera: komist eg lifande til Danmerkur, þá skal eg næst gudz hialp syna, hversu orímelega sumt sett er i sögdu Concepte, og i bland so, ad varla væri um ad efast, ad þeir sem þad giört hafa, hafe betur vitad. So vil eg nu af alvöru og Candidè Monfrere advaradann hafa, ad hann firir eingar persvasiones, promissiones, præmia, láte sig yfertala til ad þryckia sagt Concept, gáande ad þeim truskapseid er hann konge giört hefur, og athugande iafnframt Jura Majestatis sem eingum eiga ókunnig ad vera. Skyllde þetta mitt velmeint rád ecke koma i consideration, þá seige eg Monfrere firir framm, ad eg ecki þori þar yfir ad þeigia, helldur mun þad sama konginum notificera med öllum sinum kringumstædum, og er eg s. 590þá uggandi um, ad einrædi orki idranar. So sie eg og aungva verdung til, ad Alþings bækurnar verdi þryktar, og eigi skylldi eg þad giöra ef eg riedi firir prentsmidiunne, er þad mála sannast, ad þær hafa nu i nockur ár vered so alits, ad þad er landinu litill heidur ad exemplaria þar af multiplicerest, nema ef menn villdi þiena þar med Satyricis, so þess fleire giæti criticerad yfir riettsyne lögmanna, hvad mig mætti endilega gillda álíka. þó er þad hvergi i verölldu ad þvílík þingsacta prentest, og þore eg þó ad seigia, ad þau munu vídast iafnskynsamleg vera, sem mikill partur af þeim er hier i lande hafa þrykt vered. Eg þykist sia firir framm mier muni opponerad verda, ad þetta sie ei nytt, menn hafi tveggia ára þingbækur til forna þryktar. Eg iata þad satt: Enn þad er so margt sem giört hefur vered, ad þad er ei þar firir betra. Þad er virduglegt firir prentsmidiu ad þar ut ur komi godar uppbyggelegar bækur, enn ei þvilikar flestum mönnum onytsamlegar chartæ, qvarum editio typografiæ præfectis vituperia magis qvam honorem afferunt. Veit eg ad Sigurdi Biörnssyni lögmanne mun ei þetta synast sem mier, So kann og vera ad Monfrere þyke hans ratiocinia (vel si mavis opiniones) sterkare enn þad eg hier um seige. So kann eg þá trua, ad mier má vera þad stridlaust, alleinasta hefi eg giört þad einn ærlegur madur á ad giöra, sagt þad mier og flestum, sem eg hefi vid talad, þiker sannlegast vera. Sömuleidis eru marger ecke ölldungis fornægder med þá sídustu edition Hallgrims Psalma og Hugvekiu Psalma Sr. Sigurdar, sem eg þikest vita ad adrer Monfreres goder viner mune hönum firir laungu notificerad hafa. Ut ur þeim judiciis, er eg þar um heyrt hefi, tok eg mier firir, einn dag i vetur, ad hlaupa i giegnum þessa sömu bok: Sie eg þad er fleira enn eitt sem einn hótfyndinn giæte þar ástunged. Þad almennelegasta er, ad i allre bokinne er eckert y. hvad ed synest studio giört; og hafa menn ecki adgiætt hversu þvilík reformatio deformerar tungumaled, þar, uppa þann máta, verdur eitt og sama ord: fyrr (prius) og firr (remotius). bidr (petit) bydr (imperat). Skytr (iaculat) Skitr (cacat). Yta (propellere). ita (viros) og sexcenta ejus modi. So er og literatura yfer allt óvöndud, sumstadar ölldungis oriett: so sem: Stædstur, pro stærstur. þær citatiur er in margine Hallgrims Psalma standa, ætla eg hefdi, nockrar, vel mátt vera burtu; þvi vist er þad ad Hallgrimur hefur alldri þau loca Scripturæ i höfdi haft, sem þar i bland tilvendest. sum koma og (ad minne hyggiu) ölldungis eckert vid Hallgrims Sensum. hvar firir einn misviliadr snart kynne fá occasion til ad seigia ad þessar citationes være meir til ad syna hversu kostgiæfelega s. 591editores hefdi lesed Bibliuna, enn til ad dilucidera Hallgrims skalldskap. Þær umbreitingar er giördar eru i Hallgrims Psalmum þætti mier olídande ef eg være af nidium eda naungum Sr. Hallgrims. Eg vil ecki fá mier til orda, hvert Judæ peccatum hafe vered contra Spiritum Sanctum, (þvi þar um kynni vel málhvatur madur ad munnhöggvast langann tíma, hveria opinionem sem hann tæke ad forsvara): Hitt er víst, ad einginn mun til helvítes fara, þolt þad hielldi so ad hafa vered, Eru og vel fleire enn Hallgrimur, sem þad hafa statuerad, og castrera menn þar firir ecki bækur þeirra þaa þær de novo ederast, sem og aungum leyfist ad giöra nema errores ryde á so miklu ad þar vid sie ad óttast gudz stygd edur nidurbrot godra sida, sem hier er lángt frá. Og hefdi menn nu endilega viliad skafa þetta burt, um Judæ synd á mót helgum anda, þá hefdi þesse reformatio uppa allann annann máta kunnad ad skie laglegar enn giört er. þvi þar sem Hallgrimur sagde sína meining, er nu i stadenn þess innkomin lokleysa sem aungvann Sensum hefur: Sal og líf setti i vanda, Synd á mot helgum anda helld eg þar (hier þo ei ouf.l.) hafi skied. Nema þetta ætti ad vera refutatio alicuius, qvi ita judicasset, sem ecki kann ad vera, væri og satis ineptum, hoc unico loco. So er þá absurditas connexionis audsien, og kiemur eins vel vid præmissa Hallgrims, sem ef i stadinn hefdi sett vered: Sal og líf setti i vanda, selium þott höfud banda, hier hafi ei skadi skied. ɔ: þott Judas hafi ei syndgad á mót 6ta bodorde: Nær hefdi vered ad taka burt alla þessa Sententiam og slutta versed med þessu eda þvilíku: Sal og líf setti i vanda; send oss, O gud, þinn anda, so fordumst hvad hier er skied. Su önnur umbreyting: af (med ovf l.) i llum diöflum lyda má, er, ad vísu, betur tilfundinn, lyter og ei so miög opus Hallgrims, sem hin fyrr áminnsta. Samt munu flester hallda hana ónaudsynlega, þvi meira vardar um ad fordast helvite, enn ad criticera um, med hvert slag gud mune lata þá fordæmdu pínast. Audsied er og, ad gratia og emphasis Hallgrims er hier med burt teken, hvers concept er: ad þad sem endurlausnarenn leid hier, Um nætur tíma af mönnum. þad mune fordæmder Af diöflum lída verda um eylifd. Þvi hefdi nær vered, ad mínum þotta, ad notera hier in margine ad i þessarri meiningu Hallgrims væri þad ad remarquera, eda þad, helldr enn ad taka sier þann myndugleika yfir opere eins þiod-skalldz, framar enn nockur editor plagar ad giöra in alieno opere. Og eg spyr: Fyrst þesse reformatio var so naudsynleg i Hallgrims Psalmum hoc loco, og þetta hans Af diöflum matti eigi standa, hvad hlifde þá Sr. Sigurdi i Prestholum? i hvers s. 59250ta Psalme vers. 2. stendur enn nu óraskad: Brennebödlar þreytast ei þar (sc: i Helvíte). hvert þad, ad hann var Nordlendskur, eda ad menn gádu eigi ad þessu, eda og ad Gerhardus sialfur hefur eins til ordz tekid i originalnum, hvad mier hefdi þótt mátt noglega afsaka Hallgrim: sic duo cum faciunt idem, non est idem. Um Psalma Sr. Sigurdar i Prestholum er þad minn þanke, ad þeir aungvann veigenn forþienudu ad vera i sama bande med Hallgrims Psalmum. þvi so sem margnefnder Passiu Psalmar Sr. Hallgrims eru fremur flestum eda öllum saungliodum i Europæ Nyrdra parte (eg meina so mörgum i einne Collectione) so kunna aller hagmællter menn (um skalld vil eg ecki tala) ad siá, ad mikill þore Psalma Sr. Sigurdar er leirkast og ósmíde, hellst þegar á þá sæker, iafnvel þott þar inne og finnest þau vers mörg, sem fallega eru qvedin. Um efned þar í vil eg ecki margt tala, þó er hægt ad siá, ef nockur vill bera þá saman vid sialfar Gerhardi Hugvekiur, ad i þeim eru optlega ur lage færd verba Gerhardi, Undanfellt á stundum þad sem árydur, og innflickadur þvættingur þess á mille, sem eckert á skillt vid Gerhardum. þetta vil eg, sem sagt er, ecki fá mier til margyrda. Enn um dictionem nefndz Sr. Sigurdar vil eg leyfa mier nockru fleira ad ræda, og vil eg þó ecki taka nema þad sem er extantissimum. þvi ad mörgu mætti finna, hver sem villde til þess hafa sig og begiere eg ecki þá bestilling, helldur excusera giarnann þad sem excuserad verdur. Fyrst eru i nefndum Hugvekiu Psalmum þau bögumæli, sem eingum kiæmi til hugar i almenningstale ad hafa epter, so sem Bloss pro blossa Ps. II. vers. 4. öndu pro önd (accusat.) Ps. XXVI. v. 3. Dirdu pro dyrd (dativ.) Ps. XLV. v. 4. Scilicet poëtam hefur alika gillt hvad hann segde, þegar þad væri samstædt, meinandi ad einginn mundi þar epter þora eda kunna ad skygnast. Og ef þad frammtak nu væri i einhverium, þá mundi þad nóg, ad hann (Sr. Sigurdr) hefdi þad eda þad sagt, Item þad væri þo prentad og approberad af bestu mönnum. I annann máta eru hier ordleysur sem eckert eiga skillt vid Islendsk(!) mál, so sem hoop pro traust Ps. VI. v. 1. Ps. VIII. v. 10. tilflukt pro athvarf Ps. VIII. v. 5. Ps. XXV. v. 1. fatast pro vanta Ps. XII. v. 10. Gietura pro mater Ps. XXIX. v. 8. (qvale, qvæso, idioma?) ad brasta epter, pro desiderare Ps. XXXV. v. 2. Sama per, pro: eadem conditio Ps. XXXIX. v. 2 (vilissima vocula). Sumtidis, pro þess á milli, Ps. XL. v. 1. blessunar salle Ps. XLI. v. 9. (qvid significet ignoro) Her himins liknar sig saman, pro convolvitur (ni fallor, neqve non satis vocem intelligere possum) Ps. XLV. v. 4. Hue referri possunt: s. 593ad numa Ps. XV. 4. XLII. 3. XXIX. 7. af Utero XXXVIII. 4. Geise pro akefd, ut puto, Ps. XLI. 2. Ovina umfall Ps. XLII. v. 4. pro fall þad er eg hefi ad vænta mier af tilstille ovina minna. Veit eg, ad sumt af þessu yrdi á nockurn hátt med vefium afbatad, so þeir, helldur enn ecki, fornægder yrde sem lited eda ecke skilia af elegantiâ lingvæ nostræ. Enn eg villde, ef nockurs rád ælte, ad þeir qvædi ecki sem ei eru leingra komner in Scientia poëtices eda máls þess er þeir ætla i ad qveda, enn so, ad þeir verda ad bretta ordinn upp i endann, og aflaga málfæred, til þess ad gieta þar inne i samstædum bundet sína conceptus. Meira er enn nu epter: Ununar ardr stendur Ps. IX. 4. hna skeyti (ineptum epithetum) Ps. XIX. 8. hnár hiti, pro mikill Ps. XLIX. 2. Samvitskan níst Ps. XXXIII. 2. Sorgar gallar, pro hrygd, Ps. XLI. 7. hörpur sláande Ps. XLIIII. v. 9. mun eiga ad skiliast: hörpur sem slást, annars er meir proprium ad leika á hörpu enn slá, iafnvel þott hörpuslattur sie til, Item ad slá langspil heite, ad leika þad, med fingrum edur fiödurstaf. ad grafa vinþrugu pro torcular construere. Ps. XXIII. 4. ineptè admodum. þu, gud, munt mier eimya Ps XLV. 6. indignè, in re tam magnâ. Mya er, ad amast vid einum, inter pares vel ferè, ni fallor. Fleira nenne eg ei ad annotera, so vítt voces nudas ahrærer. Hvad Syntaxi vidvíkur, þá er hun eingu accuratior sumstadar enn hitt var. gnæfer allt, ɔ: yfir allt: stendur Ps VIII. 5. et simile XLVII. 2. gnæfer girnd vors hiarta, pro yfirgeingur. Ps. XLVII. vers. 3. gnæfer simplicitèr pro eminet XV. 7. XXXVII. 5. Fara þurda pro minui Ps. XV. v. 2. Ad giefa litillætisgaum pro astunda litillæti Ps. XXXIIII. vers. 1. Umferdarreisu hefur hier hæped þó næturtafenn Ps. XXXIIII. 1. Fá lifsstund pro faar stunder Ps. XXVIII. v. 1. insveta admodum locutio est. Vidar er Syntaxis i þann máta raung, enn hvergi þó aflagalegre enn Psalmo II. v. 12. Psalmo XI. versu 1. Um ineptas locutiones, sem i þessum Psalmum finnast, vil eg ecki fiölyrda, þó eru þær ecki allfáar, so sem: Einn murveggur þvi orka má ad óviner síst i höllu (höll atti þad ad heita in accusativo) ná. hier hefur Sr. Sigurdur ætlad til ad höllin skylldi standa vid tungardenn. I Psalmo XXXVII. versu 4. styngur refurinn med halanum. Psalmo XLI. 8. Riodur af ofurpin, hann bar og hvitann mialla, þvi hrakning etc er ineptissimè til ordz tekid, og contra mentem authoris. Margt er fleira þessu iafnvægt edur nærri, Sed id nunc non agimus. Enn hvad er þad sem stendur Psalmo XLIX. versu 4. ad i Helvíte sie eingenn gód von á heilsubrest? Eg meina ad vísu sie þar ad s. 594vona epter þeim stærsta heilsubrest. þetta og annad þvilikt meina eg nu, helldur hefdi þurft limam enn þau fyrrnefndu tvö loca i Hallgrims Psalmum, Og giet eg ei sied hvar í þad bestendur, ad þesse góde Sr. Sigurdur skule meritera comparation med Horatio (sem eg þó sie ad Monsr. Jon Einarson hefur lated sier fara um munn) þvi ecki munu bögumæle eda rangar Syntaxeis vocum finnast i Horatio, eins og i þessa Skalldz verka, Errata Marginaliorum so sem annoterad er sidast i bokinni, giet eg til misprentad sie, Secundum analogiam munde þad heita eiga: Marginalium. Sed hæc nullius sunt momenti, Saltem heic annotata, ut candorem meum ostendam. I Monfreres eigin formalum hefi eg hellst lited til þeirra þriggia orda: munnhörpu stycke, munnstyckes harpa og munnhörpu blístur. Eru þessar þriar glósur Iislendskar? Eg meina nei, og munu þær þá vera ur Dönsku lánadar. Sie þad so, þá veit eg óglögt hvert þær eiginlega koma vid þessa materiam. Þvi munnharpa (i Danmörk) heiter litilfiörlegt instrument, giört af litium iarnteine, hvert smádrenger festa á mille tanna sier, og sveigia so endann þann sem utstendur, so þar hrikter í nockud, álíka og þegar hliódlítel madkafluga karrar og helldur uppe á mille. Enn hier á rydur, kannske, lited, og giöre eg mier þetta til gamans vid Monfrere, fyrst eg þó, á annad bord, er setstur á þennann skrafstól. Framar þyker mier iskyggelegur Psalmur Sr. Magnusar Illugasonar (i Husavik) sem prentadur er bakvid Þanka Sr. Hallgrims, i þvi, ad hann kallar biskupana þá frómu landsens fedur Eg veit og iáta, ad þær personur, sem gud og kongur hafa so hátt sett, kirkiunni til stiornar og yfirráda, eiga so vel i ordum sem giördum i heidri ad hafast, og ecke án virdingartitla ad mentionnerast publicè, þar so ástendst. Annars man eg mig hvergi þann biskups titel (frome landsens fader) lesed hafa, nema hvad Sr. Sigurdur i Prestholum i Psalme einum aptan vid sina Hugvekiu Psalma prentada á Holum 1652. kallar Sal: Hr. Þorlak landsens födur, Og setur þad, i mínum þanka, aungva reglu. Hia oss i Danmörk þorum vær ecki nie vilium neinum þann titel tilleggia, nema konginum einum: Og uppa þad Monfrere ecki meine, hier under bue eitt hvad annad, og sie eigi so sem eg nu seige, þá finnur Hann i þeirre bæn, sem almennelega verdur lesen af öllum predikunar stólum i badum vors kongs rikium bænadag þann er helldst 4.a friadag epter Páska: Haf, o gud, altid et vaaget öje over landets fromme fader, Din Salvede, Voris allernaadigste arvekonge og Herre. I bókum almennelega fá eigi aller Principes þennann Patris Patriæ Titulum, s. 595helldur þeir sem framar ödrum hafa góder vered, so sem: Augustus. Trajanus, og adrer þvíliker; eda sosem vorer Danmerkurkongar, af hverium, nu, nærri i 200 ár, einn hefur vered ödrum betri (ef eg má giöra mig so diarfann, ad raisonnera hier yfer). þesser, seige eg, kallast med riettu Landsens fedur, enn ei biskupar, so miked eg enn nu sied hefi, Lærefedur landsens være, i mínum þanka nockru nær, og munde þó, kannskie nógu stort þikia hiá oss i Danmörk, ef hver biskup villdi sig so kalla láta. Ugger mig nockud, ad, ef þetta af illgiörnum interprete frammbored være i Danmörk, þad ecki mundi fá þar af öllum so favorable alit. Og iafnvel þott presturinn, af óframmsyne eda ókunnugleika (adulandi studium vil eg ecki drotta ad okunnugum manne mier) hefdi nu þetta so sett, þá ætla eg þad munde verda hallded sialfsagt, ad Monfrere (so sem custos typographiæ et censor imprimendorum) hefdi átt ad láta þvi umbreita. Ad vísu er eg so lítelsigldur, og voga so líted uppá luckuna edur þögn annarra, ad eg villdi ei þetta hefdi undan mínum handariadre prentad komed, þott einn villde giefa mier peninga þar firir, sem eg þó veit ad Monfrere hefur þad láted kauplaust þryckia. Ecki er þetta af mier skrifad i þeirre meiningu, so sem eg hier firir ætle nockurs bagamadur ad verda, þott kynne, sem ecki er enn þá víst, helldur skiedur þad til þess, ef Monfrere þiker þad meritera reflexion, ad menn þá sæe sig helldur fyrer i annad sinn, í vidlikum sökum. þó vil eg eige þad dissimulera, ad ecki villdi eg ad lögmadur Gottrup visse þvilik missmíde á giördum mínum, ecki helldur Monfrere (ut omnia effundam) medan yckar vinskapur er so fastur, sem mier skilst hann i haust vered hafe, og, ad líkindum, enn nu er. Þetta munu Monfrere þikia stóryrde, enn eg vil, ef eg má, hafa þad kalladann candorem. þad er ecki mín lund, ad simulera og dissimulera alla hlute, látast vera Neutral á stundum, enn veita so ad vörmu spore motgáng i þvi eg giæte eda þyrde, helldur vil eg annadhvert vera hrár eda sodinn, so vel i því ad seigia mína meiningu, etiam justé expostulando cum amicis, sem i ödru. Og su umgeingne mun flestum hreinlyndum mönnum þægust vera. Hier skal nu ende verda á þessum discours, kann ockur til hans laged verda framar, ef Monfrere til Alþingis kiemur, hvar eg þá fæ þá æru, ad tala vid hann. Imidlertid óska eg Monfrere, af einlægu þele, allra heilla, lucku og velgeingne, tilleggiande mína þienustusamlega aludar heilsan til Madame, Monfreres Vel Edla kiærustu, med ástarþacklæte firir veittar velgiörder, og frammbode s. 596minnar falslausrar þienustu, þar henne til vilia vera megna. I det öfrige er eg og forblif

VelEdla Velehruverduge Hr. Biskup Mins Mikilsvirdande

Brodur þienustuskylldugur þienare
Arne Magnusson.