Þorsteinsson, Benedikt BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Þorsteinsson, Benedikt (1729-10-07)

LAGMAND BENEDIKT ÞORSTEINSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Raudu Skridu, d. 7. Octobris, Anno 1729.

Trykt efter egh. underskreven orig. i AM. Access. 1. Hertil A. M.s påtegning »Med Akreyrarskipe Sr. Søren Pedersen.« Den gensidige brevveksling har været afbrudt ved forlis af skibet fra Hofsós i fjor. Takker for en modtagen Grágás; sender en anvisning som betaling for Historia Norvegica. En del máldaga-afskrifter er forlist; sender nu Önnu saga, efter at have afskrevet den, og Artus kappa sagaerne. Lover afskrift af en ríma af þorði hreðu. Spørger — med beklagelse af Københavns brand — til sin Sturlunga saga og nogle lovede udlån. En til trykning bestemt, nedsendt beskrivelse af vulkanen Krabla med tegning er forlist, udbrudene vedvare og en senere beskrivelse påtænkes. Også Jökelså i Axarfjord har været urolig.

Vel Edla og Velbyrdige Hr. Assessor! Hattvirdande gunstige vin!

Jeg oska af alhuga, ad þetta mitt hastarlegt tilskrif hitte min Hr. rned Veledla fru i akiosanlegu velstande, sem mier skal altid kiært vera, ad med lucku og blessan leinge og vel vare. Jeg þacka gude, sem mig og mina án stormeina frammleider, s. 629annars hefe eg sidann hingad afftur kom fra Kaupenhafn, framar fyrre veniu, funded til nockurs veikleika af kölldu, þo er þad enn þá bærelegt, þacker sieu gude. Jeg skrifade minumm Hr. til i fyrra, og sende þad brief med Hofsosskipe, sokumm þess eg fieck ecke hanz tilskrif, fyrr enn skömmu adur enn Akureirar skip siglde, þvy gat eg omögulega, med þvi sama þar uppá afftur svarad; hvorsu sem þessu var vared, ummgat eg greinelega i minu firra briefe, sem var ad mins Hr. brief hafde á leidenne fra Akureyre og hingad af óadgiætne millereisenda ofleinge dvaled. Nu luckadest ei betur enn so fyrer mier, ad Hofsosskip, sem eg þetta brief, asamt morgumm ödrumm stór magt aliggiande documentum og tilskrifumm gódra vina (sål.), tapadest á heimsiglingunne, sem sumer meina hier allnærre lande, sem stor misser var ad á margar sydur, og þar minn Hr. fieck eige þad mitt tilskrif, mun þad orsök hafa vered til, ad eg eckert brief frá honum nú á þessu are feinged liefe; þvi endurnia eg hermed innehald ockar beggia sidurstu briefa.

Gragás medtók eg ásamt briefenu, hvarfyrer þienestusamlega þacka, og vil betala i þvi minn Hr. tilseiger. Enn hvad vidvykur Historia Norvegica, og betaling þar fyrer, hafda eg innlagt eina assignation, i mins Hr. brief, til Seigr. Jacobs Nielssonar, ad betala minna vegna, 6 rixdlr. 4 &, hvar umm eg hönumm med samma Hofsos skipe tilskrifade, hvad hann vissulega munde giört hafa, ef briefed hefde hönum i hendur komest, þvi vid höfumm nochur skiffte samann, enn alt for á eina leid, skiped og briefenn, og voru þaug þo minna verd enn hitt alt annad, sem fortapadest. Nu sende eg hier innlagda assignation in duplo til velnefnds Seigr. Jacobs, uppá 7 rixdalr courant, hvoria hann vissulega honorerar, nær hann hana sier, hvar umm eg honumm sialfumm tilskrifa med Akureyrar skipe, vona eg minn Hr. láte sier vellinda þennann betaling, þo seirn sie, sem orsakad hafa ummgietenn förföll. Jeg sende i briefe minu í fyrra nockrar utskriffter af þeim máldögumm, sem minn Hr. bad mig í sinum memorial yfer ad komast, lyka eirnenn skrifade eg til Seigr. Jone Magnussyne, og Monsr. Arna þorsteynssyne, ad utvega hvad þeir giæte af þvi tæge, sem eg visse ad þeir báder trulega frammkvæmdu, og ad Seigr. Jon þar umm skrifade med Hofsos skipe, so alt hefur fared á eina leid med þessa vora utretting. Gottskalks og Godsvins biskupa brief liefe eg hvörge funded, sidann skildumm, enn þaug voru þo í Bolstadarhlyd i minu ungdæme, og ætlade eg ad annad þeirra munde nordur med mier flækst hafa, enn eg finn þad ei ad helldur. Þad villde til hepnes, ad eg ecke sende Aunnu sogu ut i firra med Hofsos skipe, þvi þad s. 630var hennar fatum, ad eg var ecke buenn ad láta utskrifa hana, nu filger hun þessu briefe, og er betra seint, enn aldrei. Somuleides Artus kappa sogurnar, sem þo á ecke samann vid hennar andlega vysdóma, annars vantar i sogurnar, og tvila eg þær sieu hier i lande ad fa complet. Att-þættings rimu þorvallds Magnussonar af Þorde hredu sende eg eirnenn, ef eg giet láted skrifa hana ut, enn copier af maldogumm, sem í firra utsende, giet eg nu ecke þetta sinn ut sendt, þvi flester af þeim eru ei mier i höndumm, enda er eg kafenn so margfölldu annryke, ad mier er þad omögulegt i þetta sinn, skal eg vigilera þar fyrer med timanumm, ef minumm Hr. þoknast, spare gud ochur lifs og heila. Eingar copiur hefe eg af Artus kappa sogumm effter, og verdur þad so ad vera i þetta sinn, þvi eg vil nærst guds hiálp enda ord min vid sierhvorn mann, í öllu þvi eg giet.

Umm mina Sturlunga sogu, sem effter vard hiá minumm Hr. sidarst, þegar eg var i Kaupenhafn, og þá sem hann ætlade ad liá mier, eirnenn umm Eddu og Hungurvoku, sem eg hafde og god heitord fyrer, veit eg valla hvad seigia skal, sidann eg hefe spurt, hvorsu sa hrædelege eldsbrune hafe yfer geinged i nærstlidnumm Octobri þann goda Kaupenhafnar stad og ypparlegra manna gots og garda i osku lagt, og medal annara er mier sagt, ad minn Hr. sinn gard, þad utvalda Bibliotech, asamt odru fleira hafe i þeim elldsvfergange mist, hvor fáheirdur er í Europa, þad eg afveit, sem eg af hiarta condolera, og oska ad Gud allmattugur bæte ydur ollumm þann skada, sem honumm hefur þóknast med þessu þunga tilferle ydur uppa ad leggia. Enn være þessar bækur fra brunanum conserveradar, villda eg giarnann fá þær til lans, ad áre komande, umm nockurn tima, og skilda eg skila þeim afftur, þegar minn Hr. fyrer seiger; Sturlunga min bid eg eirnenn mætte medfilgia, eirnenn su sem minn Hr. hiet mier, hafe þær afkomest brunanum.

Descriptionem Kroblu, sem þa var sú nyasta eirnenn afrissing þar á og nálægumm platsumm, utsende eg minumm Hr. i firra med Hofsos skipe, og bad eg hann effter ockar undertale ad láta translatera hana uppá dönsku og þrickia under minu nafne, enn eg skillde betala allann kostnadenn, enn þad fór á somu leid og annad, ad þad tapadest med skipenu, og þo eg hafe utskrifft effter adra þar af og afrissingu enn þá, hirde eg nu ecke þad i þetta sinn ad utsenda, þvi sidann er hier meire olucka uppá fallenn, med soddann hætte, ad i nærstlidna Julio hefur skielfelegur jardeldur (effter sem eg meina) uppbrent old-unges bæien Reykiahlyd, med tune og lande, ad kirkiunne undann tekenne, sem þo var af mönnumm nidur rifenn og trien burt flutt, s. 631eirnenn tvo bæe þar nalægt med husumm og lande ollu uppbrent, þann þridia, sem heitir Grimstader, eidelagt, enn tuned og husatofternar ecke enn þá brent, og var þad ein min besta xx c iord, folket flude alt í burt af þessum bæjumm, og vered á reíke umm sveiternar, þar sem þad hefur gietad komed sier fyrer og þar sem ádur var gras og jord, er nu upkommed brunned hraun, vidlyka og er á sudurnesiumm, enn elldurenn geisar bæde dag og nótt, og er altid, meir og meir, ad færa sig ut, og þad sem furdanlegra er, ad hann er komenn í sialft Myvatn, og er þad eins ad brenna og þurt land, og med þeim eldgánge heirast storer brester og dinker, sem eg helld ad kome þar af, þegar þau tvo sterku elementa elldurenn og vatned stryda samann, þo elldurenn hafe þar allareidu yferhond feinged, og kiemur upp hraun i sialfu vatnenu, þar elldurenn yfergeisar, og þad brennheitt nærre elldenumm, enn annarstadar kaldara, so slik undur eru furdanleg og ecke vidbored, ad slikur elldur hafe bigdumm grandad her i lande, þad eg tilminnest ad lesed hafe, þad er meining manna, ad gange þesse elldur yfer Grimstadatun, þá sie ollu Mivatne, Laxardal og Reikiadal hætt, og mune ei stillast firr enn í sio lende. Gud væge oss fyrer forþientu straffe, og afvende frá oss slíkre iferhangande plágu, enn folk lifer hier i stærsta ótta vegna slikra hrædelegra adburda, sem ei er enn nu sied, hvar lenda mune. Jeg skal sammanntaka med timanumm eina fullkomna relation umm alt þetta, sem framar greiner þar umm, enn eg i þessumm haste giet skrifad, hvoria eg skal ad áre utsenda, ef eg giet þad ei giört med Hofdaskipe i haust, sem eg heire sidarst mune sigla af nordann skipunumm. Vidlikann ifergang, þo med odrumm hætte, hefur Jokulsá i Axarfirde haft á þessu áre, þar hun med storum yfergange og storhlaupumm hefur fordiarfad alt einge, sumstadar tun og miked af graslende i þremur sveitum, so þad horfer riett til eideleggingar, skuli hardende uppá falla, so þad lytur miög aumlega ut fyrer oss i þessu hierade, nema Gud giöre þar bot á.

Hvad annad til tidenda fellur hier a landi fær minn Hr. ad fregna med godra vina briefumm; kunne eg þiena minum Hr. hier í nochru giora (!) eg þad giarnann í þvi orka, enn eg recom-mendera mig til hans godrar gunstar og favoris.

Jeg verd nu hier vid ad hætta i þetta sinn, þvi skiped er ferdbued, sem briefed fer med, bidiande minn Hr. þetta i naumasta tóme, midur vandad enn vera skilde, á bestann hatt ad virda. Enda þad med oskum alls ens besta, og audmiukre heilsan til mins Hr. og hans veledla frur, fra minumm naungum i s. 632þessu huse og mier sem altid finst.

Veledla og Velbyrdigs Hr. Assessoris þienustuskilldugur og reidubuenn þienare

Benedix Thorsteinsson.