Magnússon, Arní BREV TIL: Torfæus, Thormod FRA: Magnússon, Arní (1698-04-09)

ARNE MAGNUSSON TIL TORFÆUS. København 9. april 1698. Access. 8. Egenh. Rødt laksegl. T.s påtegning: »aff A° 98 d. 9. April, bekommit d. 3. Maii fra Seign Arne Magnusson«.

Den længe væntede skipper er nu ankommen og bragte på én gang T.s breve af 28/9 (bevaret i uddrag), 18/10, 21/10, 11/11 (mgl. alle 3), samt Egils saga, Landnama og Sturlunga-compendiet. Senere har A. M. fået T.s 3 breve af 1., 6. og 11. marts (mgl. alle 3). A. M. vil nu besvare brevene, efterhånden som han læser dem [det tidligere omtalte forbigås i nærv. referat]: Meier skal ikke på nogen sendefærd og har lige så megen indflydelse som før. Plessen er kommen hjem, men skal efter sigende snart sendes til England. Sekretær Didriksen hos Høj-Excellence (U. F. Gyldenløve) er død og har testamenteret sine bøger til universitetet. Bevilling til testamente uden angivelse af, hvorledes det lyder, koster mere end dobbelt så meget som for et sædvanligt. Indholdet af Ásas (T.s søster) testamente skal A. M. ved lejlighed meddele. Advarer T. meget mod at tage sig af Erik Sigurdsson, som kun vil skaffe ham fortræd. Bogtrykker Lorentzen har vanskeligheder med sin forgængers enke og kan næppe påtage sig noget større arbejde, heller ikke koste noget på trykfejlene til Orcades; Snorre Sturluson har L. fået fra Sverrig og vil sende til T. T.s bøger (o: indbundne håndskrifter) er afsendte med en skipper, og Ásgeir Jónsson rejste kort efter. A. M. gør rede for sit manuskript- og bog-mellemværende med T Alle T.s islandske manuskripter er leverede til Ásgeir undtagen 6, for hvis tilbageholdelse A. M. gør rede — en afskrift af beretningen om Tormod Kolbruneskjald efter Flateyjarbók har A. M. beholdt, for at ingen ukyndig skulde tro, at en sådan saga havde været til. A. M.s udlæg for T. er foreløbig afgjort med Ásgeir. »Nu står jeg op og går op og ned ad gulvet og tænker på nyheder, da alt i brevene er besvaret« — aviserne vil dog bringe alt nævneværdigt. For spøgs skyld vil han fortælle, at han har haft et sammenstød med den samme bogtrykker, som i sin tid har voldt T. besvær. A. M. havde korrigeret nogle islandske ver's, som skulde trykkes, men bogtrykkeren tog ikke hensyn til rettelserne, hvorfor A. M. klagede, med den virkning, at vedkommende ikke alene fik en irettesættelse, men måtte på egen bekostning trykke dem om — og således så han, at også en Islænder kunde volde ham besvær.

Monfrere!

I hinni vikunni kom loksins heim skipherrann Svend Torsen oc bragte mier Monfreres bref af 28. 7bris, 18. VIIIbris, 24. Octobr. oc 11. Novembris, samt þriar bækur i 4to: Eiglu etc., Landnamu og Sturlungasögu compendium. Sidan hefe eg feinged Monfreres af datis 1., 6. oc 11. Martii. Ætladi eg ad svara á Laugardagenn var, enn hindradist. Nu svara eg smámsaman, epter þvi sem eg brefin les: Eckert er um, ad Slattumadur skuli neinstadar fara i sendiför, hann er i sama gillde og vannt er; Sigurdur hinn rike er nu heim kominn, oc stírer þad öngri umbreiting so eg viti, meinast og strax muni burt fara i sendi för til Enskra. Jöfur seigia sumir muni vilia um par vikna-tíd reisa ad Oldenborg,s. 215sumir bera þad aptur. Secretaire Didriksen hia Hans Höi Excellence er daudur og begrafinn, gaf sinar bækur til Academiesins. Um mig veit eg eckert nærmere, Slattumadr hefr lofad mínum höfudsmanni godu þar um nýlega, og mun þad kannske hröckva, manus manum lavat. Víst er ad Hans Vilhialmsson hefur so betalad firir testamented, sem eg skrifadi, og einginn fær þaug ödruvís; oc permission firirframm testament ad giöra epter sinum vilia (ad oánef[n]du hvörnin madr þad hafa vill) kostar meir enn tvöfallt, sem eg til forna skrifad hefi. Copie af testamentinu Asu, eda ad minnsta kosti contenta, skal Monfrere fá einnhverntima i sumar. Um Eirik Sigurdson hefi eg tilforna skrifad. Ecki á hann nu eitt iardarhundrad a Fróni, enn um Gudbrands þorlakssonar giöf er ennu lígelegra, hann hefr i margt ár öreigi vered, og fra skulldum alleina med undanbrögdum komiz sem mier er sagt. Hvörninn mál Eiriks á Islandi underbued er, kann eg lited af ad seigia; satl mun þad vera, sem Monfrere seiger, ad ei sie allt stafriett i modo procedendi. Enn firir utan þad þá eru eigi þaug illirdi, er biskup Biörn honum kienner, einasta hans ohródrar efni á Islandi; hann hefr ad sögnum íleirum skickanlegum mönnum eins eda verr begiegnad, hvar um eg vitnisburdi sied hefi. Med fáum ordum: Eingenn virding forþienast vid ad hafa miked med hann ad giöra. Um fiölmæli er eg á Monfreres meiningu, enn restitutio kostar 44 Rixdle. Brefed til Amtmanns levera eg nu ecki firir ofanskrifadar orsaker, þar Monfrere mier þar uti ad dispensera býdur 1. Best mun ad giefa Eiriki par dalers penge og láta hann so komast uppa eirn Hollender og fara so uppa sín æfintir, þvi ei mun hann kunna hiedan af Islands skipum ná. Er hann og so kinntur hier, ad ovist, hversu skiprums rift honum verdur. Eru og noger slíker á Islandi. Eg er og viss, ad Monfrere af honum fortræd hlítur, ef lángvistum hia hönum dvelst. Um forleggiara til hans skriffta skal eg alltid hafa og hefi i þancka, enn um Monsr. Lorentzen hefur ennu vitlöftig udseende; hann stendur i stikabraki vid Bockenhoffers eckiu, og syniz sem hann i firstu tvö ár ei muni fær verda firir storum kostnadi. Annars skal eg i tómi vid hann frammslá um Seriem. Enn um Errata til Orcades grunar mig liann munis. 216ser hia víkia; mun þickiaz lítenn abata ennu af sinu forlagi haft hafa, þar hann klagar þessar bækur gange eigi af. Um Valdemar Flitz er eg radalaus; Eg hefi nockrum sinnum skrifad honum til og krafid hann, eckert svar aptur feinged. Er nu ei til baka nema ad làta stefna honum og senda einhverium i Christiania hans bevís. Bid Monfrere mier þar um ordur giefi. Monsr. Lorentzen hefur feinged fra Sviariki Snorra Sturluson, so mikid sem þar af er þrickt, nemlig til Magnusar góda, og þad mun hann til Monfrere senda. Adrar bækur hefur hann ad mínu vite eigi feinged. I midri hinni vikunni for einn Skipherra ved nafn Oluf Lauritzen hiedan til Biörgvinar. Vissum vid Asgeir eigi af hans ferdalagi, firr enn um dagenn adur enn hann fór um morguninn. Til lucku hafdi eg leverad Asgeiri Monfreres bækur og hann þær innpackad, og komust þær med hönum, enn Asgeir kunni ei so fliotur ad verda. Seinast i þeirri sömu viku reiste Asgeir hier fra (þar fra Svium eingenn bod komu) ad Holbeck, hvar eitt skip til Biörgvinar ferdugt là, og mun hann fyrr til Monfreres koma enn þetta bref; hefur hann og tilforna Monfrere skrifad ad koma ætladi, so eg fullviss er, ad hans platz ei mun ennu seted vera; hann er og raunar Monfrere hentugri enn framandi. Med Asgeiri fór ein af þeim skrifudu bókum, sem eptir vard, þá hinar leveradi. Item minn Hector Boethius, sem Monfrere til lans begierti, þar hinn á auctioninne ogeymiliga dýr vard. I so màta helld eg nu inne med ad làta þrickia þaug Errata til Orcades, þangad til Monfrere mier i einu lage sender þad allt sem til á ad leggiast, mig grunar þad muni verda nockur örk. Kunni eg um þessa tractatuli forlag nockud ad formà vid Johan Lorentzen, skal eg öllum árum þar ad róa. Boethium þigg eg aptur i sumar, ef so fliótt brukast kann, annars er vel þó hann i vetur venie sig vid ad tala Norsku 1. I Monfreres bækur liet eg innbinda Sögu Skallda Haralldz kongs, sem og Upphafed af Biarnar Sögu Hitdælakappa, er eg ur einni Olafs Sögu Helga fra Islandi uppskrifa liet. Af Monfreres operibus Latinis hefi eg aldeilis eckert nema Partis Iæ Rerum Norveg. librum III, sem er de Rebus Ante-Monarchicis, teked ur Hrolfs Kraka, Sturlaugs etc. sögum, hvar aptan vid ad er Confutatio Johannis Magni, sem á ad koma aptan vid Seriem,s. 217enn eg hefi gleymt ad láta þad uppskrifa i vetur, fyrr enn nu ad Asgeir reiste, þá þad var obued. Mun og Monfrere þesse min negligentia skadlaus, þar hann sama part ölldungis allteins þar uppi hia sier hefur; hvern eg hia honum hier sá og confereradi. Med skipum skal hann i sumar uppkoma. Haralldz harfagra historia med hendi Asgeirs samt relatio de primis Islandiæ occupatoribus fór víst nock til baka med Monfrere og má endelega þar vera. Eg hafdi hana mier i höndum, þá innpöckudum á Hans Camerse. Sama er um þaug Islendsku Manuscripta. Öll hefi eg þaug Asgeiri leverad firer utan þesse effterskrifud: 1°. Thomas Sögu Erkibiskups, 2°. Sverris og Hakonar Sögur, 3°. Snorra Sturluson, 4°. Gragas, 5°. Eigils Sögu Skallagr. sonar, 6°. Sögu þormodar Kolbrunarsk[alds]. Num. 1° Þar af gaf Monfrere mier adur hann reiste, No. 2 tek eg i hans trausti, þar þær badar Sögur ennu einusinni þar uppi hia sier hefur med hendi Asgeirs, Num. 3° oc Num. 4° voru ei ennu innbundner, skulu sendast med skipum, Num. 5° hefur Monfrere einusinni i sinum bókum, Þó hirdi eg ei storum um þvi ad behallda, ef Monfrere þad endilega hafa vill, Num. 6 er öll verbum de verbo excerperud ur Olafs Sögu Helga i Flateyiar boc. Liet eg hana med vilia uti blifa ur bókunum, ne forte confusionem gignat, si libri illi in aliorum manus perveniant, þvi hun er ödrum ólík og i þann mata liett kann ad villa ófroda, eins og soddan exemplar þar af hefdi nockurntima til vered. Ecki er hun Monfrere ad gagni, þar hann hana i Olafs Sögu alla hefur, og ei er hun helldur mier, þvi eg hefi sömu sögu nærri sanni góda. Hier ad auke hefi eg copie af nockurum brefum fra Stavangri og Gronlandiam Sr. Arngrims 4to. Þad skal eg og lata innbinda og senda med hinum. Nu er allt upptaled. Þad Monfrere mig umbad ur Olafs Sögu Tryggvasonar er hia Asgeiri; hann hafdi begynt hier firir mig sömu sögu ad uppskrifa, enn vantadi so mikid sem par örk eda 4, þad tók hann med sier og lofadi ferdugt ad giöra, ad eigi yrdu tvær hendur á bókinni. Bid Monfrere þar uppa ei fortryde, þó hann sig so miked tefie i Monfreres þiónustu. Firer Monfrere hefi eg til dato utlagt 21 Rxdler 2 & 6β þá sömu peninga hefur Asgeir vid mig qvittad, og er hann þvi hinna medtökumadur, þá uppkiemur; hvar til þeir af mier utgefner sieu, hefi eg uppskrifad og Asgeiri leverad. Þå peninga fra Benedix hefe eg ennu ei feinged, ei helldur fra Gvöndi Ketelssyni. Fáes. 218eg þetta, geingur nockud þar af til ad innbinda resten af bokunum, og hitt annad giöri eg reikning firir. Fyrer þær mier med Skipherranum sendu bækur þacka eg aludlega, eg gleimdi þvi fyrre i brefinu. Ecki lieyri eg ennu neitt til þeirrar ordru ad levera Kongsins bækur, þær munu þó vid mig honum tilsendast, og skal þá Copien af reversinu fylgia. Nu stend eg upp oc geing um golf, þeinkiandi mig um fretter, þvi allt, hvad i Monfreres brefum var, er nu fullsvarad, eda og alla reidu tilforna. Eg man aungar nyiungar, sem Monfrere muni um hirda ad vita, þvi aviserne berast eins fliott þangad upp og þetta bref, og hiedan er eckert mier vitanlega, nema hvad vera kann þad stora merkilega stríd mille mín og þess göfuga prentara, er Monfrere til forna alti i höggi vid; hann atti ad prenta nockur Iislendsk vers, sem eg nockud i corrigerad hafdi (þvi eg las þaug i giegnum, adur prentast kinne). Madurinn tok mig ei firir fullann og prentadi, sem honum leitst, og giördi allt ferdugt. Eg klagadi, og feck hann stærstu oþöck og vard firir eckert ad prenta upp aptur. So sá hann þó, ad Snælendingar og kunna honum ad olide ad verda. þetta skrifast til ad hlæia ad. Nu enda eg loksins þetta langorda bref med öllum heilla óskum til Monfrere samt skylldustu forplikt alltid ad vera

Monfrere
oprigtige broder og tienstvilligste tiener
A. Magnussen.

Hafn. d. 9. April
1698.

A Monsieur
Monsr. Thormod Torfvesen
Historique du Roy
a
Stangeland i Carmsund.