Magnússon, Arní BREV TIL: Ásmundsson, Erlendur FRA: Magnússon, Arní (1704-02-16)

A[RNE] M[AGNUSSON] TIL ERLENDUR ÁSMUNDSSON. Skalhollte 16. februarii 1704.

Trykt efter koncept med skriverhånd i AM. 449, folio. Giver E. A. som Vigfús Gíslasons fuldmægtig en alvorlig advarsel om ikke at forurette bønderne på Reykir og deromkring ved opsigelse af fæstegårde, ulovlige pålæg og lign.

s. 38Ehrurike sæmdarmann Erlendur Asmundßon!

Ordsök til þeßa mins sedels er afspurn su, er eg hefe um eina og adra vidhöndlan vid bændurnar á Reinir og þar um kring, yfer hverium mier er sagt ad þier hafed umbod Monsr. Vigfusar Gislasonar, og jafnvel þótt eg ecke kunne ad so giördu fullann trunad á þeßar fretter ad leggia, þá samt sem ádur, med þvi Reinis eignarmadur er i fiarlægd, so eg hönum ecke so snart til skrifad get, hefur mier synst ydur hier um ad advara, ef ske mætte nockud være satt i þvi, sem um nefnt efne til min borest hefur, upp á þad slikt ecke skuli i frammtidinne koma Monsr. Vigfuse edur ydur til stærra forsvars.

I fyrstu eru fyrer mier nefnder Andres Biörnßon, buande á hálfum Hellum, og Arne Jónßon á Lækiarbacka, hverier nu nylegast hafe þeße sin byle nockrum sinnum af ydur heima falad, og eckert endelegt svar feinged, hvad ef so er, þa munde ydur i frammtidenne bágt verda þad ad forsvara. Mun ydur eige ókunnugt, ad kóngar vorer hafa fyrer löngu bannad nockurn bónda fra sinu byle ad hrekia, so leinge hann löglega á jördunni byr. Og sie þad ecke, þa eiga menn ad klaga bondann fyrer ólöglega ábud, fyrer riettum valdzmanne, en ecke giöra sig siálfa ad dómurum i málenu, þar sem menn eru ecke nema sakeigendur. Sier i lage hefur C 4., sem óefad vited, utgefed tvö bref um ábyle á kóngs jördum, ad bændurner þeß þeirra lifs tid niota skule, og kann hver einn ad þeinkia, ad ecke mune kongur lida bændum (jardanna eigendum) ad hafa þad i framme vid sina landzseta, sem hann kallar óriett á sinum (kóngsins) eignum. Sama hefur Magnusar kongs meining vered, sem siá kunned af bunadarbálks 2. cap., hvern ef þier med athygle yferlesed, þá mun ydur ad fullu skiliast, ad ecke sie löglegt ad láta einn bonda, sem heima falar, vera i ovißu framm under fardaga, og reka hann so ut sidan, ef hann þá ecke vill gánga under alla ókoste, sem uppá setter verda. Utbyggingar saker eins bónda eru, ad hann ecke gielldur sinar skullder edur nidur nider jördina, enn ecke, ad hann syniar ad ganga under nyiar qvader eda álögur, hvort helldur vera kynne ny uppfundenn dagsverk, hestlán ofan á hin fyrre, uppgiöí hálfs hlutar epter ródrar dreing, edur annad þvilikt. Og hveriu mundud þier edur adrer svara, ef adspurt yrde, hvada rett þier hefdud til soddan nyrra uppásetninga? Kannske þeßu, ad adrer umkring i hieradinu giöra þetta hid sama. Hier til svara eg ydur. Ef einn giörer óriett, þa meiged þier þó ecke, nema þier vilied verda honum samferda i straffenu, ef þar til kiæme. Eins litinn riett hafa s. 39menn til (so vitt eg veit) ad skipa landzsetum sinum ad róa þar, sem þeim er audsyneleg baga von, og er best menn þeinke, ad þeßer almuga bændur i einfelldne leigia jarder manna, en ecke selia sig i þrældóm, og þótt þeir so heimsker være, ad þad giörde, þá er þad a móte kongsens vilia, sem skipar, ad þeir skule giallda hußbændum alleina hvad riett er, og hußbændur þar á mót ecke ofþyngia þeim yfer lög framm i nockru. Þier munud af þeßu taka hvad ydur hentugast synest, enn þad seige eg ydur fyrer framm, ad ef nockur af þeßum Reinis bændum, edur ödrum, klagar fyrer mier framm veigis nockurn synelegann óriett sier giördann, þa mun eg ad visu so tilstilla, ad þeim, sem yferklagast, kostur á verde sinar giörder ad forsvara. Ad sidustu vil eg hier áminst hafa, ad so framt nockrer þeir, sem þier edur adrer kynnud (kann ske) um misþeinkia, ad þetta edur þvilikt munde mier til eyrna bored hafa, mæta af ydur edur ödrum nockru hördu i þvi nafne, þá mun eg, so mikid eg orka, þa til riettar stoda. Er mier ecke ókunnugt, ad menn her i lande hafa fyrrum róg kallad, þá almugenn (stundum fyrer nógar ordsaker, stundum i óframmsyne) hefur naudsyniar sinar frambored, fyrer þa, er hann meint hefur sier eiga og vilia lidsemd ad veita. Enn á hverium fótum þvilikt stande, skal eg med tid syna þeim, sem lyst kunna hafa til ad sakfella almugann fyrer þad, ad hann fyrer mier kvarte um þad, er hönum þiker sier þungt falla. Eg enda þenann sedel med hverskyns heill óskum. Verande ydur velviliadur A. M.