Björnsson, Sigurdur BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Björnsson, Sigurdur (1708-01-30)

FHV. LAGMAND SIGURÐUR BJÖRNSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Saurbæ 30. January A0 1708.

Trykt efter orig, i AM. 451, folio. Takker for behageligt samvær og udvist velvilje. Gør rede for gensidigt bogudlån og beklager ikke at kunne finde nogle af A. M. ønskede, ældre dokumenter.

Edla og Háachtbære Hr. Secreterer, Minn stóræruvirdandi vin og broder. Salut!

Blad þetta og fáar línur eiga Monfrere frá mier færa heillaósker og aludar þacklæti fyrir sydustu mier æskilega samfundi og alla elskulega humanitatem til mín og minna med umburdarlyndi yfir daufleik vorum. Hefdi mier audnast effter þad ad spyria Monfr. reysu heimleidis um Kiós, munda eg hafa borid vid ad setiast uppá hestinn ad ná enn eitt sinn samtali vid Monfr., enn þó mier láti allareidu reidinn lytt, nockud burdastirdum og ei vel heilbrigdum effter nockra vanheilsu i fyrra vetur. Item þacka eg Monfrere aludlega fyrir bródurlegt tilskrifid mier i hendi 28. hujus af Birne Jónssyni, hvör mier og trulega afhendti af sinum herdum þann annann tomum Hvitfelds, it. titularbók og prentada Eddu, og seige eg Monfr. kiærar þacker fyrir lánid og tilvonandi lydun til þess med skilum kunna afftur athendast; eg hlyt um sinn afhuga vera Sturlunga sögu. Af s. 82mínum qverum komu mier og med skilum þeir tveir partar historiæ lombardicæ, item ættartölu blödinn, hvörtveggia med nóg gódum umbunadi. Nu stíngur i stuf fyrir mier, ad eg get ei mögulega fullnægt Monfreres tilmæium um ávikinn bref tveggia fogeta fyrir þeim fordum Kongl. Majest, pörtum fyrir sunnan og vestann Hvitá, sem hr. lögmadurinn sál. i forlening hafdi; eg sem næsta hálfvingladur hefi iterum atqve iterum effter þeim leitad, þar mier hefur til hugar komid, enn fyrir vyst mynnir mig ad þau hafi hiá mier verid innfest ásamt ödrum brefum i samtinings bók i folio, enn hvörninn eda hvörium i hönd hafi frá mier farid, kann eg ei mynnast, nie helldur ad eg hafi þau vid önnur documenta samannbundid, og hefi eg i mörgum paqvetum ad þeim hiá mier leitad og þad forgefinz. Og ur þeirri bók, sem mig mynnir þau hafi verid innfest og Monfr. tilmynnir, hefi eg á imsum timum nockur documenta burt skorid, og nockur burtlánad og ei sum affturfeingid. Verda kann, ad syslumadurinn Jón Sigurdsson hafi þau hiá mier feingid, þó eg ei vel mynnist, og mun eg efftir þeim hiá hönum spyria; hann keyffti 1/8 part i Gufufit. Ei mun þau vera ad finna hiá erfingium Eyólfz heitinz á Áse, sem nockra partana fyrir sunnann Hvitá keyffti, þó vil eg þar um spyria, og enn betur vil eg hia mier leita; enn Biörn sendimadur lætur ei fallega, ad leingur sie fyrir hönum tafid; finnist þau bref, vil eg umþeinkia ad til Monfr. handa komist annadhvört siálf eda þeirra utskriffter, og endast so þetta stirdlegt pennafar undann hálfsiötugs karlz hendi, sem Monfr. treysti vel virda. Hönum guddómlegrar verndanar heilla og farsælldar af hiarttanz alvöru óskandi, hvar til mín kiærasta og börn seigia aludlegt og þacklátlegt amen. Lifandi og blifandi

VelEdla Hr. Secreterans mins stóræruvirdandi vinar
og bródurs þienustuskylld. vin og þienar
Sigurdur Biörnsson.