Danmarks Breve

BREV TIL: Ormur Daðason FRA: Arní Magnússon (1728-05-28)

ARNE MAGNUSSON TIL SYSSELMAND O. DAÐASON. København 28. maj 1728.

I. Bøger, som A. M. har udlånt til afd. lagmand P. Vidalin, II. Bøger, som A. M. ønsker at købe i P. V.s dødsbo — trykt efter kopi med skriverhånd i AM. Access. 1 (indlæg til O. D.s brev til H. Gram 27/9 1731). Om A. M.s til P. V. udlånte bøger meddeler O. D. til Gram, at nr. 1 har han taget til sig fra en mand, til hvem den var udlånt, og tillader sig at beholde den vinteren over til konferering. Nr. 2—3 er af skifteretten overdraget P. V.s enke, fra hvem intet kan fås, uden at P. V.s revers forevises. Nr. 4 er overgivet lagmand Gottrup, men kan måske fås hos ham. Om nr. 5 kan intet oplyses. Nærmere specifikation af de pågældende dokumenter udbedes.

I. Þessar bækur á eg i lane hiá sal. lögmannenumm Pale Widalin.

10. Snorra Sturlasonar Noregs konúnga Sogur i folio med hende sra. Eyolfs Biornssonar og hafa i lanenu vered sydann 1709.

20. Bók i folio i fronsku bande hvar á er Svarfdæla, Eyrbiggia, Laxdæla, Vatnsdæla, Buasaga, Jökulz þattur, Kormaks saga.

30. Ønnur bók i folio i fronsku bande, þar á Sagann af Hrafne og Gunnlauge ormstungu, Gridasetning þorgilz Arasonar, Af Havarde Isfirding fragment. Af þorsteine Syduhallz syne fragment, Af Birne Hytdæla kappa ofullkomenn, Eigelz saga Skallagrymssonar, Hungurvaka, med Continuatione sra. Jons Eigelssonar. Uppá þessar 3 bækur hefe eg revers lögmannsenz sal:. Sie erfingiunmnm þægd i ad þessar bækur byde hiá þeim til ars, þá má þad svo vera. Annars bid eg syslumanenn Orm Dadason ad taka þær til sin og senda mier med Stickesholms skipe, ef þad so skie kann, nema so sie hann siálfur þær vetrar langt bruka vilie, þá stendur þad i hans valide.

40. 1712 sydast i julio lanade eg sal: lögmannenumm volumen in folio innbunded, þar á prentadar lögbækur svenskar, Landzlagen 1665, Stadzlagen 1665, Upplandzlagen 1665, Vestgotalagen 1663, Ostgothalagen 1665, Sudhermannalagen 1666, Vestmannalagen 1666, Helsingelagen 1665 etc.

50. 1712 lanade eg lögmannenumm sal: alpynges bok þickva i folio i svortu bande, og hefur hun sydann hia honumm vered. Var inlogd i 30 f(iordung)a kistu, ásamt odrumm documentum, sem eg hiá þeim goda manne effterskillde, þá á sogdu áre frá Islande reiste. Nefnda alþyngesbok bid og syslumannenn Orm til syn ad taka og geima, þar til eg annad rád fyrer bokenne giöre.

s. 95 60. Specification uppa documentenn, þau sem i næsta numero nefnd eru og i kistunne láu, fæ eg nu eckert tóm til ad giöra. Eg hefe sterka von til erfingia sal: lögmannsens ad þeir eckert late frá sier dreifast af hans documentum, pappirumm, dissertationibus juridicis, annotationibus, edur hvoriu odru nafne heita kann, þad sem sá saluge vitre madur hefur uppteiknad. Þegar þeir allt þetta grandvarlega i giegnumm sied hafa, so vil eg peningumm kaupa dyrra enn adrer, ef nockud vera kann, sem þeir missa vilia, og þetta bid eg þienustusamlega syslumannenn Orm Dadason erfingiunumm ad tilkinna; eg villde fyrer engann mun, ef til min stæde, ad sal: logmannsenz labores lide so under lok, ad eingumm þar ad gagn irde. Og þvy skrifa eg þetta so i tyma.

Havniæ 28 may 1728.

Arne Magnusson.

Framar må vera ad finna medal sal: logmannsenz boka Su nya danska logbok prentud i qvarto, sem er komenn frá Hvamme i Hvammssveit til sra. Jons þorarenssonar i Hiardarhollte og fra honumm til sal: lögmans Widalins. Original alpynges bók, 1648 i qvarto, átta eg i lane hià sal: logmannenumm Pale Vídalin, hvoria hann liede biskupenumm Hr. Steine i prentverks málenu, enn Herra Steirn honumm fyrer longu afftur skilad hefur, og er hun so i Wydedalstungu medal pappira lögmannsens. Hana þarf eg afftur ad hafa, þvy mynar þyngbækur eru þar defect, og original af so gamalle þyngbók er vanskillegt ad fá. Bid syslumanenn Monsr. Orm Dadason ad ummgangast, ad eg hana fa meige úr þessu lánga láne.

Arne Magnusson.

II. þessar eru þær sierlegustu bækur, sem eg kaupa villde ur sterfbue sál: logmannsenz Pals Widalin, ef falar være.

10. Prophetæ i Islendsku á kalfskinn komner frá Vigur, eru i stóru qvarto.

20. 30. Tvö slitur ur gomlumm gröllurumm Hr. Marteins, skrifud á pappir (ad eg higg).

40. Brefa edur giörnyngabok Hr. Gudbrandz i qvarto skrifud, og innsaumud, ef mig rett minner. Saluge logmadurenn eignadest hana hiá Sigurde Einarssyne (biskups).

50. þick dóma skræda, hvoria mest alia hefur skrifad sal. Magnus i Vigur. Henne hafde sál. logmadurenn lofad mier, enn gleimdest. Bókenn higg eg sie i qvarto.

60. Bók i qvarto, med hende sra. Magnùss Ketelssonar. Þar á er Nidurstigningar Historia Christi, Duggals leidsla, Bernhardi leidsla fragm, Formále til Ste. Margretar sögu, drauma rádningar, tungls alldrar, nockud ur Blöndu edur ryme vidvykiande, og fáein æfentyr. Bokenn er komenn frá Vigur.

7. Bók i qvarto, þar á sagann af Halfe konge og reckumm hanz, item af Stirbirne Svya kappa og hier umm 40 stutt æfentyr flest öll papisk, og sydast nockud umm prydeilur.

8. Bók i qvarto, hvar á eru: Krossrimur, Pilatus rimur, af Judith, Tobia, og nockur papisk kross kvæde.

9. Bok i qvarto, Rimur af Kára Kárassyne(!), qvednar af Biarna skállda, med hende Kulu-Ara.

10. Norsk logbok gömul i dönsku, skrifad á pappir i folio, med nockrum rettar botumm aptann vid; er sine capite et calce. Aptann vid bokena er jardabók Reinestada klausturs, edur þess inventarium.

s. 96 11 Gula þyngs (eda Eidsifia þyngs) bók, er sal: lögmannenumm giefed hafde vermóder hans Astrydur sal. Jónsdotter; veit ecke i hvada forme, enn mun oefad vera med almennelegre hende skrifud hier umm 1650, edur nockru sydar, og er ecke þesse bók af þeim gódu pappirs lögbokumm, sem sal: logmadurenn atte á pappir, hvoriar erfingiunumm kunna ad gagne ad verda, enn mier ecke, þvy eg hefe þær allar.

12. Gomul lögbók á kalfskinn in qvarto, vantar firsta bladed framann vid, er med gamallre gódre hende, enn næsta blöck og ólæseleg. Umm þessa bók gillder mig ályka, þott dyrt sie taxerud, þegar taxtenn er med nockru hófe, þvy bókenn er i sannleika væn, og henne villde eg naudigur sleppa, et erflngiarner villdu missa.

13. Sal: lögmadurenn atte fleire lögbækur á kalfskinn (8 edur fleire, fæstar af þeim edur øngvar merkelegar, og sumar skrifadar skömmu fyrer reformationem, og sumar epter reformationem. Vilie erfingiarner þær selia, þá gillder mig eins, þótt þær kaupe, jafnvel þott eg vite, ad fæstar af þeim sieu mier ad gagne. Jeg þikest vita ad adrer mune ecke miked fyrer þær giefa, og munar mig ecke umm eitt 10 aura virde, þótt eg þad til onytes utgiefe i þessumm sokumm; eg skillde gieta til ad sierhvör þessara bóka kinne ad seliast fyrer 3 edur 4 m&, og gillder mig þá eins, þott eg fiordunge meira fyrer sierhvoria giæfe. Þad er ad skilia qvittade i minne skulld.

14. Prentud lögbók in octavo gott exemplar. Stendur framann á henne 1578, enn aptann á (ef mig rett minner) 1580. Bokena fieck sál: logmadurenn á Slytandastödumm i Stadarsveit, og villde eg hana til min leisa, jafnvel þott dyr være.

15. Adra goda prentada logbok in octavo atte lögmadurenn sal: af sömu editione, nema þar er aptann á bókenne árs taled 1578, eins og framann á, þá bok vil eg kaupa, ef föl er, og jafnvel þótt þar være fleire exemplaria enn eitt af þeirre bók, med árstalenu 1578 aptann á, þá vil eg þau fyrer betaling eignast, ef erfingiarner missa vilia, þo ad þvy tilskilldu ad exemplaria sieu gód, þvy skiemdar bækur vil eg ey eiga.

16. Finnest epter sal: logmannenn gott exemplar af þeirre prentudu logbok, sem menn kalla Nupufellz bók, þá vil eg þad og kaupa. Merke á bokenne er, ad hun er med ohreinumm typis, og 31. cap. mannhelges stendur i þessare Nupufells bok: Konur þær allar, enn i þeim betre bokunumm, sem menn kalla Hóla bækur og arstaled er aptann á 1578 eda 80, biriast capitulenn, Nonur þær allar, og er þad misprentad. Eingenn titell á med riettu ad vera fyrer framann Nupufellsbok, þo finnast exemplaria med Holabókartitle 1578, enn aptann á bokenne er alldrei neitt arstal. Þetta skrifast so vitlöftigt, ad hvorke syslumadurenn Ormur Dadason nie erfingiarner take feil i bókunumm.

17. Bók i hálfbrotnu aflöngu folio: Af Saulus og Nicanor. Samsone fagra, Án bogsveyer, Katle hæng, og Ørvarodde. Item er þar aptann vid Bergbua þáttur, og fáeinar gamlar drauma vitraner, item af Bragda Perus og meistara Pále. Boken er med fliótaskriftar hende Magnusar sal. Jonssonar i Vigur. Vilie erfingiarner þetta bokartötur missa, þá kaupe eg hana vegna þeirra tveggia sidustu þáttanna.

18. Skyllde þar finnast fleire doma dröslur, copiubækur af gömlumm brefumm, edur annad þvylykt, sem syslumannenumm Orme þætte eignar verdt, og erfingiarner villdu missa, þá bid eg hann þetta allt ad kaupa og med sier táka. Smáar kistur, sem þurfa kinne til ad pakka þessar mijnar bækur i (ef þær so verda), bid eg syslumannenn ad kaupa og færa mier til reiknings. s. 97 Vilde eg so giarnann allar þessar bækur, sem hann i Wydedalztungu kauper, fá i haust, med Stichesholms skipe, ad þeim fráteknumm, sem hann siálfur vilde vetrarlangt bruka. Þær eru honumm heimilar, hvert margar verda edur faar. Alleinasta eg vita meige, hvoriar þær eru, sem hiá honumm epter verda. Generaliter er þad ad seigia umm allra ofannskrifadra bókakaup, ad mig ecke stort á rydur, þott taxtenn á bókunumm verde i stærra lage, allt so leinge þad ecke ur hófe geingur, og bid eg þienustusamlega syslumannenn Monsr. Orm Dadason so til ad siá, ad eg i sumar eignast mætte þær flestu af þessum bokumm, edur allar, ef af erfingiunumm falar eru, sem vona, þvij eg ætla þeir mune siá, ad þeir ecke kunna bókunumm betur ad veria, enn ad selia mier þær dyrara enn öllumm ödrumm, sier til skulldalukningar. Kunna þeir og af reikningunumm ad siá, ad eg hefe þá ecke i svellasta mata uppsett, og vona so, ad þeir i þessu ecke muue mijner meinsmenn verda, helldur lata þad allt i vinsemd afganga, svo vel umm þessar bækur sem annad. Hvad sysslumadurenn Ormur hier i minna vegna utretter, vil eg allt fyrer framm ratificerad hafa, so og fornægia honumm fyrer þann kostnad, sem hann hafa kann fyrer þessumm bokakaupumm og þeirra flutninge, eg meina þeirra bokanna, sem hann minna vegna kauper. Hafniæ 28. maii, anno 1728.

Arne Magnusson.

Þæssar prentadar bækur islendskar meina eg sieu i sterfbue sal. logmansens Widalins: Rim Hr. Gudbrandz i duodec. Novum Testam. Odds Gottskalkssonar in 80 1540. Psalma bokenn þricht 1589 in 80, Önur islendsk psalma bók, 1619. þessar bækur vilda eg kaupa ef þad væru god exemplaria.

Þar er og psalltare sra. Palz Biörnssonar i Selardal m: sc: in 4to. Item 1 drussla i 40, hvar á er eitt og anad annála rusl, item kver med hende Gyssla i Melrackadal, þar á er Nordraskuta, skaufhala balkar, og anad þvijlykt russl. Þetta vilde eg og kaupa, nema erfingiar vilie á þvy hallda. 1728.

Arne Magnusson.