Danmarks Breve

BREV TIL: Ormur Daðason FRA: Arní Magnússon (1729-06-02)

[ARNE MAGNUSSON TIL SYSSELMAND O. DAÐASON.] Kaupenhafn d. 2. Junii 1729.

Trykt efter skriverkopi i AM. Access. 1. Beretter om den A. M. ved Københavns brand 1728 overgåede skade (denne del af brevet er, med enkelte udeladelser, trykt i det islandske månedsskrift »Sunnanfari« VII, 82 - 83, Bkv. 1898), og giver anvisning på indkrævningen af sin fordring på sysselmand Ari Þorkelsson for de udlæg A. M. har gjort ang. sønnen Magnus Arasons datter Anna Magdalena, samt sit tilgodehavende i afd. lagmand P. Vidalins bo. Hertil er knyttet afskrift af et kort brev af 31/5, hvori A. M. indskærper at tage kavtion for restbeløbet, selv om Ari Þorkelsson nu delvis afbetaler sin gæld — med efterfg. egenhændige påtegning af A. M.: »Þetta bref fór in duplo med Vatneyrar og Styckesholms skipum. Item þar innani memorial ad Ormr Dadason villde senda mier i sumar Copiur af Videdals Reikningunum uppa skulldena. Minar Copiur eru annadhvert brunnar eda forlagdar, enn eg þarf pó slikt til eftersionar. Item Copiu af Memorialunum uppá bækurnar sem eg falade i Videdalstungu«.

Mikilsvirdande elskulege náfrænde!

Gud láte þetta bref finna ydur i æskelegu velstande, sem leinge vidhallde hiá ydur og öllum ydar. Af mínum hogum er þad ad segia. ad eg life med heilbrygde, annars kann eg vel ad sanna þad forna máltæke, ad margar verda mannsæfer. I fyrra þegar eg skrifade ydur til, leid mier vel, og var þá næsta fornægdur med minn bag, sidan er þetta uppáfalled: I næstlidna octobri kom hier elldur upp i litlu oþocka húse i stadnum, hver elldur strax færdest i önnur hús og kunne sidan ecke ad slöckvast. Er þar skiotast af ad segia, ad þesse vodaelldur brende á nockud meir enn 4 dægrum nærre hálfann þennann góda stad, og ad visu hanns hinn besta hluta. I bálenu forgeingu 5 stórar kirkiur, academied med öllum residentiis professorum, þar á medal mitt hús med mörgu fiemætu, sem þar inne var. Sier i lage geingur mier til hiarta sú eydelegging, sem kom yfer minar prentudu bækur, hveriar ed voru bæde margar og gódar, so ad eg ætla langt mune verda til, ad jafngott bibliothec i minu studio mune hier safnast. Eg hafde vered um yfer 30 ár ad safna þessu, og brann þad á einum hálfum tima allt i ösku. Eg reikna þessar prentudu bækur mune mig kostad hafa á mille 5- og 6000 rixd., og er þeim peningum vel vared, enn vær siáum ecke þetta fyrer framm. Hier vid mátte þó ecke þetta standa. Þar brann og til ösku hiá mier miked og margt af minum skrifudu bókum. Allt þad eg hafde colligerad de historia literaria Islandiæ, vitis doctiorum Islandiæ, de episcopis Islandiæ, præcipuè veteribus, um hirdstióra, lögmenn, poëtas, og annad Þvilikt s. 99 otelianlegt, jafnvel þott margt af þessu være ecke fullkomed. þier erud minn vottur ad fornu fare med hverre kostgiæfne og hve smásmuglega eg þessu safnade, enn þad er nú allt fyrer gyg unned. Sierdeiles fatalitet er þad, ad þær mörgu copiur, sem eg á Islande skrifa liet af gömlum brefum úr ymsum lands hornum, eru allar eydelagdar, þær sem elldre voru enn 1550, ad fráteknum þeim copium, sem eg frá ydur fieck hitt áred, þær eru casu salveradar, so eru og eodem casu salveradar þær copiur, sem eg hafde af kirkna brefum, enn hitt allt er orded ad reyk, sem ádur er sagt. Af gömlum dönskum, norskum, svenskum documentum og þeirra copium er oteliande þad sem eg mist hefe. Man eg og ecke þad allt. Eg átte þær bestu copiu bækur af fornum islendskum brefum, item alþingesbækur og máldagabækur, so vel sem margar adrar merkelegar underrettingar um Island. Eg atte og, sem vited, bestu exemplaria af fornra Noregskonga rettarbótum, þeirra nyrre Danakonga forordningum, og annad þvilikt fleira. þetta er allt ölldunges eydelagt, og er þad, þad sem mier geingur mest til hiarta, þvi þad verdur alldrei apturfeinged margthvad, hverke á Islande nie annarstadar. So beklaga eg þá stórlega mina vanlucku, ad þad sem eg so kostgiæfelega samanlesed hafde úr öllum áttum, i þeirre meiningu, ad þióna þar med epterkomendunum, skyllde þvilikann afgáng fá. Enn hvad er hier vid ad giöra? Þad verdur ad vera, sem orded er, og á eg þad gude ad þacka, ad eg til baka hefe subsidia vitæ, so ad eg ecke skort hefe á þvi sem til upphelldes naudsynlega þienar, og þess vona eg, ad þad mune ecke þrióta þessa stuttu stund, sem eg mun hafa ad lifa i. Eg læt allt þad koma uppá guds forsión. Meste partur af þvi, sem mier var til glede og gamans, er burtu, er so ecke annad til baka enn búa sig til gódrar heimferdar og leitast vid ad gleima þessum veralldarhiegóma, þvi allt þetta er revera ecke annad, þegar menn fá stunder ad giæta þar ad.

Sleppe eg so þessum harmasögum.

Nú hversu baglega sem þetta er orded, þá vil eg ydur þó umbeded hafa, ad þar sem ydur kunna i hendur ad falla gomul bref, elldre enn 1550, ad þier þá vilied þau minna vegna uppskrifa láta, jafnvel þótt þier á original-brefunum audsynelega siáed, ad þau mier i höndum vered hafe. Mæle eg þetta hellst til Stadarhoolsbrefanna og Skards-brefanna, sem nú verda nærre ydur, þvi eg hefe ecke eitt blad salverad af þeim copium, sem þadan eru, hvad ed þó var geise margt og miked. Kome ydur og fyrer sióner gömul bref, eda document, daterud á mille 1550 s. 100 og 1560, þá bid eg ydur og þau útskrifa láta, nema þier á originalbrefunum siáed, ad eg þesse 10 ara bref i höndum haft hafe, þá þarf þessa ecke med, þvi flestar þessar 10 ára copiur eru híá mier salveradar, sem ádur er á minst. Skyllde og i hendur falla copiubækur af documentum, elldre enn 1560, þá bid eg og þau gömlu brefenn þar úr uppskrifa láta, og senda mier so árlega svo leinge sem þier spyried mig á life, og ætla eg alldrei optar ydur um þetta ad skrifa, helldur láta þad vera generalem petitionem, sem nær so langt sem hún kann. þvi hefe eg gleimt, ad flestar af minum islendsku sagnabokum eru úr fyrskrifudum elldsloga salveradar; so eru og salveradar flestar af minum gömlu godu islendsku lögbókum, jafnvel þótt og nockud af þessu sieu under lok lided. Þvi hefe eg og gleimt, ad hier var eitt stórt bibliothec ofan á einne kirkiu, þar i bland voru geise mörg væn dönsk document og fornar bækur, item islendskar bækur á kalfskinn, eige allfáar. þetta er allt eydelagt, so ad grátlegt er til ad huxa. Sed transeant ista. — Hvad brefaskriftunum vidvíkur, þá mun Monsr. Magnus Einarson á Vatnshorne hiálpa under baggann i þvi efne, ef þier hann þar um bidied, og mun eg senda hönum pappir þar til, annadhvert med Styckesholms skipe, ef þad so leinge bídur, edur med sijdara Búdaskipe. Eg fæ ecke stunder ad sysla framar um þesse efne, þvi tijmenn er ordenn naumur, enn eg hefe vered i nockra daga yfer fluttninge frá einu húse til annars, og hefur þad spillt tijdenne. Þad er og einn af vorum mótgange hier, ad þad er torvelldt ad fá húsrúm i þeim hluta stadarens, sem obrendur er, og þótt menn húsnæde fáe, þá er þad opt i ohaganlegasta máta, og so þraungt ad madur sier valla snúed getur, og heiter þad nú so, ad vær, sem fyrre biuggum á höfudbólum, erum nú komner i kot, jafnvel þott þad sie og bót i mále, ad meste partur af vorum utensilibus domesticis er uppbrendur, so ad vær vel getum nægst med minna húsrúm enn til forna. — Þetta mitt bref verdur æred confusum i þetta sinn vegna margra ohendtugleika. Hier frá vík eg til minna peninga efna á Islande, sem mier liggia nú nockru nær enn til forna, þá allt mitt var óbrunned, jafnvel þótt eg og ecke skattere alla mina velferd ad depandera af þeim efnum.

10. Þykest eg bísna skulld eiga hiá Haga fólke vegna þess barns, sem sal: capitainn Magnús Arason lockade mig til ad leggia peninga út fyrer; idrast eg stórlega þeirrar minnar gódvilldar, ad eg þad nockurntijma ad mier tók, enn eg kunne þá ecke fyrer framm ad vita, þad Magnús Arason so fliótlega deya skyllde. Ad visu sende Are þorkelsson mier hitt áred caution s. 101 uppa 200 rixd. vegna sins sonar, enn eg þykest ecke ölldunges ohulltur vera med þessa caution, og þyker so sem vel mætte ske, ad eg þyrfte i frammtijdenne fyrer þessum peningum process ad hafa, hvad mier óhendtugt være. Eg læt þessu brefe fylgia bref til Monsr. Ara þorkelssonar og set hönum þetta fyrer sióner og bid hann hafa bod til ydar, og accordera vid ydur hier um, med ödru fleira sem þad bref innehelldur, hvers copiu eg þessu brefe fylgia læt, enn innsiglada brefenu til Monsr. Ara þorkelssonar bid eg ydur fyrer ad koma, sæe hellst, ad þier þad siálfer afhendtud, so þetta mætte á einhvern hátt skilrijklega afgiörast nú i sumar. Hier fylger og med reikningur þeirra útlögdu peninga, eins og eg hann fylgia læt brefe til Ara þorkelssonar; item fylger hier med uppkast til pantsetningar um jörd, sem svara kynne þeim 200 rixdölum, sem cautionenn uppá hliódar, og sende eg sama formular Monsr. Ara þorkelssyne, innlagdt i hanns bref. Þetta negotium vil eg ydur sierdeiles recommenderad hafa, þvi mier synest, ad eg sie i nockurre vök þar um, hellst vegna þess, ad Are og hanns kvinna eru á fallanda fót komenn, hver ef nú daud være, þá er eg rádalaus, og bid eg ydur þá á einhvern hátt ráda úr þvi sem komed er vid erfmgiana. Systui capitainsens skrifudu mier til i fyrra, og sie eg ad þær eru viliugar til ad hiálpa barnenu, epter sinum efnum, enn hversu Sra. Birne yrde um þetta gefed, er vant til ad geta. Um Teit vil eg ecke tala. Þær Halldórur villdu, ad barned skyllde til Islands sendast, enn þad være omögulegt, hver munde abyrgiast vilia so úngt barn yfer sióenn? þad være og synd, þvi barned lærer hier nockud, hvar med þad kann um 5—6 ár ad útvega sier braud, enn hvad munde þad á Islande læra? jafnvel þótt mier þad ecke stórum vidkome, in summa: giöred vel, ef geted, ad hiálpa mier út úr þessu efne, hvar i eg er alleina komenn fyrer godvilld mina, sem mier er optar skied. Eg ætla þier á flutningum ydar i sumar munud, ydur ad bagalitlu, kunna ad koma til Haga og á þeirre reisu eitthvad giört geta vid þetta intricat efne, hvar um eg ecke framar sie, ad eg i þetta sinn skrifa kunne.

20. Nú kem eg til Vydedals-tungu skuldarennar. Eg þacka ydur kiærlega fyrer allt þad sem þier þar um i fyrra syslad hafed. Er og lióst ad siá, ad Magnus Palsson hefur sier i þessu efne hreinlega fara láted, og skal eg hönum eingann ohagnad giöra, þar sem eg get hiá komest. Hann skrifade mier til i fyria skickanlegt bref, og mælest til, ad eg af höndum vid sig láte þridiúngenn i Vydedalstúngu og take þar á móte vid ödrum s. 102 jardarparte, sem sambióda kynne þeim þridiúnge; þetta voga eg ecke ad giöra, þvi eg veit ecke hvad um hina tvo þridiúngana verda kynne. Mier virdest af svare Biarna Halldorssonar, sem hann nockud á frest sláe um sinn part lukningarennar, hleypur þar so rentann upp, og ovijst hvad i adra hönd verde ad fá, fyrer utan hanns þridiúng i Vydedalstúngu. Hvad hr. Steins þánkar sieu um allt þetta vegna sins dotturbarns, kann eg ecke til ad geta, þvi eg feck eckert bref frá hönum i fyrra, med þvi Hofsoss-skip ecke heimkom, hvert sem þad nú hefur i Islande i vetur leiged eda er socked. Annars er mier so sagt frá medhöndlan sterfbúesens i Vydedalstungu, ad þad mune bágt verda hier epter fyrer erfingiana ad afsaka sig i frammtijdenne um lukning skullda sal. lögmannsens, og verda, sem mier skilst, erfingiarner faster vid hinn minsta skillding, eins af módurgótsenu sem födur, þegar hústru þorbiörg er daud, so sem þier sialfer siáed, ad lögenn utvijsa um erfingia, sem svo diarflega höndla med arfa. Enn hvad sem hier um er, þá vona eg þetta leidest til einingar, svo eg þurfe ecke á þessu ad hallda, nie neinn minna vegna, so helld eg þá rádlegast, ad þier i þessa mina skulld taked þad sem tækt er af lausafiám, so miked sem hver vill tilláta, og sended mier þad med ödrum skipum enn nordanskipum. Peningarner kunna ad leverast til Búdakaupmanns i reidarans commercieraad Bierings reikning, og þar uppá kaupmannsens revers takast in duplo edur triplo. Bækur þær, er eg i fyrra umskrifade, tek eg og i godann betaling, epter ydar accorde vid erfingiana, eins og eg i fyrra skrifade; vil eg þar i aungva umbreiting giöra, ad evitandam confusionem, jafnvel þott eg nú miklu minna hirde um flestar þær bækur, enn eg i fyrra hirdte (orsökena skilied þier af upphafe brefsens), og þvi bid eg ydur nú til ad siá, ad taxte þeirra hæfelegur verde. Enn hvad allareidu kann accorderad vera á mille yckar blífur stödugt.

Um virding á Vydedalstungu, hvernen verda skyllde, skil eg ecke vel. Þegar menn skulu betala peninga med jördu, sie eg ecke ad þær jarder kunne dyrara ad metast, enn adrer vilia fyrer þær gefa. Virdest mier so, ad Vydedalstúnga munde ecke miög so dyr verda á þessum peningalausu-tijdum, og þvi ætla eg ecke sú vordering yrde erfingianna gagn, enn eg vil ecke þeirra skada, nema sem minnstann. Ætla eg þvi þeir giöre best ad betala med peningum af summunne slikt sem þeim mögulegt verdur, fá þeir so ad sijdustu Vydedalstúngu fyrer gott kaup, þegar svo nærre er allt loked. Þvi eg sie ecke, ad eg kunne minn pant i Vydedalstúngu úr höndum koma láta, fyr enn allt s. 103 er betalad, og þad geta ecke erfingiarner forþeinkt. Eg á og ecke (med rettu) þriskiptann skulldarstad ad þessum erfingium, helldur er skullden inne i heila arfenurn, og áttu menn þess ad giæta, ádur enn so husbóndalega höndlad var med arfenn, þvi ecke geta erfingiarner frágeinged þeirre vitund, ad eg ætte þar inne stóra skulld. Þetta skrifa eg ydur til þess, ad þier geted láted erfingiana þad skilia, enn ecke til þess, ad þad skule so i hámæle hafast ad svo giördu. Ydur mun hálfu kunugra enn mier, hversu löglega höndlad hafe vered med þá innanstocks fiemune, sem sáluge lögmadurenn epter sig liet. Hefe eg þar um nockud misjafnar fretter heyrt, sem ad sönnu kunna auknar ad vera, enn likast þó, ad nockud sie tilhæfed. Hier vil eg þvi ecke gleimt hafa, ad madur kann hæglega prettadur ad verda á Islande á gömlu smídudu silfre, þad er skialldan gott, og optast ecke so mikils verdt, sem þad vegur til. Hvert þad sie nú so genged med þad silfur, sem þier skrifed, ad Monsr. Magnús Pálsson ydur levera vilie, edur leverad hafe, kann eg ecke ad segia fyr enn þad sie. — Eg ítreka hier, þad sem eg fyrre skrifad hefe um Hagaskulldena, nefnelega ad eg bid ydur ad giöra hier vid hvad giörast kann, sem eg er hræddur um lijted verde i sumar, so miked sem vidvikur Monsr. Biarna Halldorssyne.

Eg fæ ecke stunder þetta bref framar ad leingia, þvi þad á ad fara in duplo med Patrixfiardar og Styckeshólmsskipum, so giöre eg þá þess ender, oskande ydur, samt ydar gódu kiærustu, og kiærum börnum guds verndar og allskyns farsælldar um tijma og eylifd, verande af hug og hiarta.

Ydar (Navn mgl.).

I AM. Access. 1 foreligger med skriverhånd uddrag af Arne Magnussons svar på 7 breve fra Ormur Daðason af år 1728 — ifølge A. M.s egenhændige påtegning afsendt »1729 med Styckesholms skipe«, men kan dog ikke være ovenstående brev —, samt delvis egenhændigt referat af et brev afsendt »Med sidarsta Budaskipe 23 Jun. 1729«.

Som indledning bemærkes »Bref ydar med Patrixfiardarskipe kom ei framm, þvi skiped söck undir Norege«.

1. O. D.s brev af 28/7 (intet referat).

2. Til brev dat. Svefneyum 9. sept., som ikke er bevaret. Arven efter Vigfus Jonsson på Leirulæk (A. M.s farbroder) bør tilkomme O. D., som i så mange år har haft udgifter af ham, og sin ret i gården overdrager A. M. til O. D., men vil ingen gæld påtage sig; arven efter þórður Magnússon (A. M.s brodersøn) forslår ikke til at dække A. M.s udgifter, men A. M. indrømmer O. D. løsegodset.

3. Til brev dat. Hvalgr(öfum) 18. sept. Angående Videdalstunge-gælden vil A. M. være skånsom overfor Magnus Pálsson, som kan bo på A. M.s part i gården.

s. 104 4. Til brev dat. Hvalgr. 20. sept. Odd Sigurdssons forsømmelighed er skyld i, at hans sag endnu ikke er kommen for højesteret.

5. Til et ikke bevaret brev, ligesom forrige dat. Hvalgr. 20. sept. (et frgm. heraf indlagt i foreg.). »Um Postula sögurnar á Skarde má blifa sem er, þar um vil eg ecke framar sysla«. Nogle forespørgsler ang. islandske forordninger kan ikke besvares, da brevene er brændte. Brynjólfur þórðarson skal være stiftamtmand Gyldencrones fuldmægtig.

6. Til brev af 25/9 dat. Styckesh. (som beg. defekt). I år kan A. M. ikke nå at udfærdige noget brev til O. D. om fæste for Fagredal, men O. D. kan uden fare flytte ind, kan heller ikke nu afgøre noget om gårdens salg. Magnus Magnusson har handlet overilet ved at pantsætte en del af Ásgeirsá, som endnu ikke var hans (angår arven efter þórður Magnússon). Nogle O. D. tilhørende sølvskeer er brændt i A. M.s hus »sumt soddann er i jord nidur hlauped, sumt stoled«.

7. Til et ikke bevaret brev, dat. Dagverdarnese 28. sept. Angår Magnus Magnussons anliggender. »Hefur alldrei minum radum frammfared og á þvi eingva skulld á mig«. Har afgivet et misligt ægteskabsløfte, og sagen er kommen for retten, men burde helst forliges, »eru mier faer peningar hier til ósarer, enn ecke vil eg til þessa opt þurfa ad taka. Sturlunga Saga ydar er hiá mier uppbrunnenn, epter þad eg hafde lated hana forbetra. Kannske eg gete lated hann fa adra jafngoda med tydenne. Gragasar blodenn fra Saurbæ, somuleides af mier forbetrud, foru sömu leid; ad þeim er litell söknudur, þvi þau eru tekenn ur þeirre Grag. sem stendur i Kongsens Biblioth. og þier hafed copiu af fra mier i 4to med hendi Asgeirs«.

[8. afsendt 23/6.] Har indeholdt referat af Br. Þórðarsons fuldmagt fra stiftamtmanden. Om et af O. D. påtænkt køb af jordegods. Om regnskabet ang. Fagredal (som muligvis er brændt hos A. M.). Kopier af Brokey-brevene ønskes, »sierdeiles einu Magnuss bps«. »Talad um, ad best være ad eiga eingann illann þátt i kirkiumálgreienu Snæbiarnar Paalssonar«.