Danmarks Breve

BREV TIL: Ísleifur Einarsson FRA: Arní Magnússon (1709-11-17)

ARNE MAGNUSSON TIL SYSSELMAND ÍSLEIFUR EINARSSON. Skalhollte þann 17. novembris 1709.

Trykt efter kopi med skriverhånd i AM. 448, folio. Opgørelse af hvad der tilkommer I. E. for det for A. M. udførte jordebogsarbejde og for A. M.s skrivers — Þórður þórðarson — vinterophold.

Kongl. Majts. valldzmann, Monsr. Isleifur Einarson, Mickilsvirdande ærurike vin,

Sidan eg i sumar hingad til landsins kom, hefe eg ad skilum friett, ad ydur og ydar huse vel og luckulega lide, hvad mier af hiarta kiært er, og óska ad þad meige leinge og vel vidhalldast. Svo þacka eg ydur vinsamliga fyrer ydar tilskrif dat. vid þiórsá þann 22. julii næstlidna, og sier i lage þacka eg ydur og ydar s. 122 kiærustu fyrer alla ágiætis adbud vid veturtaks mann ydar þórd þórdarson, svo vel sem fyrer góda utrietting i þvi, er jardabókenne vidkom; sie eg, ad hun er met athuga giörd. Annars hefe eg enn nu ecke stunder feinged hana ord epter ord i giegnum ad lesa. Þad skiedur vel einnhvern tima i vetur, og mun eg svo sidan communicera ydur þad sem mier kynne þar um inn ad falla, ef nockud verdur. Eg skyllde fyrer löngu hafa skrifad ydur tii, enn i sumar hefe eg haft hendurnar fullar af verkefnum, og sidan skipen sigldu, hafa eingar vissar ferder orded, fyrr enn nu ad bróder ydar þórleifur Einarson hingad lyckiuför giört hefur. Svo er nu ad tala um þad, sem eg ydur skylldugur ordenn er fyrer ydar ómak og kostnad, hestafódur og hvad annad i margvislegann máta. Hier upp i ætla eg fyrst til betalings þá 11 rxdlr, sem mier, af ydar anno 1708 frammsendum reikninge, skilst, ad hiá ydur óbetalader innestande af utsiglingar contributionenne, og skal eg þá af minu utleggia, þegar endelegann reikning giöre fyrer inntekt og utgift á nefndre contribution. Hier til skulud þier á næstkomanda alþinge frá mier von eiga 29 rixdala in specie, sem ydur edur þeim sem þier til þeirra medtöku skriflegt umbod gefed afhendast skulu, annadhvert af biskupinum Mag. Jone edur lögmannenum Pále Jonßyne, svo framt eg sialfur ecke á þingium verd, og meiged þier hier uppá byggia, þott nockra peninga utgift til alþings eindagada hafed. Sie hiá mier nockur misgáningur um þá 11 rxdle af contributionenne, þá erud þier svo gódur ad leidrietta þad med brefs orde einnhvern tima i vetur, ef ferder falla, og skal eg þá leidrietta þad, og fylla summuna svo 40 rxdler alls verde. Og med þvi i þetta sinn ecke annad sierlegra til brefs efnes fellur, svo ende eg hiermed, óskande af heilum hug ydur, ydar heidurs kvinnu og börnum hverskyns heilla og hamingiu um öll ókomen dægur, verande alltid

Monsieur Ydar þienustuviliugur þien.
Arne Magnusson.

På et indlagt kvartblad har Arne Magnusson noteret:

Jardabok(ar)innar uppskrift varade hier um 26 eda 27 daga.

Utgifter Isleifs á ferdinne reikna eg 6 Rdler

kost þordar i 8 mánude ongefer 8 Rdler

verd hestsens sem hann gaf mier 8 Rdler

hesteide Rdle

hestfodur annad 1 Rdl

hestaleigur hans og ómak 15 Rdler

40 Rdler

hia Isleifi standa af Contributionenne 11 Rdl 6 ß

lofad á Alþing 29 Rdlum

40 Rdler