Einarsson, Magnús BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Einarsson, Magnús (1729-09-05)

MAGNÚS EINARSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Stóravatnshorne þann 5. Septembris A0 1729.

Trykt efter orig. i AM. Access. 1. Adr. »Arnas Magnussen, Geheime Archivarius« etc. Beklager den ved brev af 2/6 modtagne meddelelse om Københavns brand og beretter i tilslutning hertil om et vulkanudbrud ved Mývatn. Berører forskellige personalia og nedsender digtet Fjandafæla. Giver en udførlig beskrivelse af en ham påkommen sygdom med smerter i armen m. v., som har forhindret ham i at skrive, således at han ikke har kunnet gøre brug af de fra A. M. tilsendte 6 bøger papir. Hilser fra Jón Hákonarson, som er glad over, at en ham tilhørende bog er frelst fra branden, men længes efter at få den tilbage.

Hattvirdande Hiartans Herra

Min allshugar osk er su, ad ydar velgeingnishagur i alla stade mætte nu á nyann stofn florera og tiltaka, og vid magt halldast hier epter, æ so leinge Herrann ydur sparer. Ydar elskuligt tilskrif, dat. 2. junii 1729, medteked 23. augusti, er eg audmiukligast þackande, af hveriu eg fornam med hiartans glede s. 128vdar lif og heilbrigde. Hin önnur tidenndenn áhrærande þann ydar stóra elldzskada og misser er mier harmur, hrygd og böl, ofan á þad annad sem mier sialfum er til meins og ama; sá eine Gud, sem allt má, bæte ydur skadann, oska eg þess af heilum hug, eg megna ecke meira. Mikil og mynneßverd tidende eru þetta, og mun allvida þykia su ógnarliga elldzeidelegging Kaupenhafnar konstriku og stolltu bygginga, hverra lika vær Islendsker höfumm hier alldrei ad missa, þó samt synest mier eigi minne undrum giegna, þar sialft yfermeistarans smide, jördenn, er nu med jardellde ad smelltast og brenna hier hiá oss, nefneliga nordanlandz vid Myvötn, sem upp kom (nu umm skamt) fyrst næstlidenn vetur med jolaföstu nærre Reykiahlyd, og continuerade so þesse brune framm á utmánude, þverrade sidann i þeim sama stad og færdest leingra fra, til fialla, enn umm midsumar tók sig upp aptur i þvi fyrra platze, hefur eidelagt sömu Reykiahlyd og þriá adra bæe, folk allt burt flued, og presturenn, sem bió i Reykiahlyd, komenn til Skútustada. Kinhvern tima umm þetta skeid hvarf sonur hanns ur sæng umm nott, er eige aptur fundenn. Þar til horfenn annar madur nockrar kyr rekande, hverigt sidann siest, vel möguligt failed nidur umm þá brunnu jörd, þvi elldurenn skal hier og hvar óvísvegar uppgiósa. Ein brennande vatz æd, edur á, skal vera uppsprottenn i Reykiahlydarfialle, sem rennur ofan til Myvatna, og þau af þvi sama tilefne vörm edur volg orden, og ur þeim allur silungur. Sidast til spurdest, var elldurenn hvad ákafastur; þesse sannende sel so dyrt sem keypte, annars mun myked tilæfe.

Helga Eggertzd., eckia sal. Gud. i Brokey, andadest firir pasker, og fiell þar amptm. vorumm arfur, aller adrer betre menn lifs og heiler þad til veit.

Audmiukligast þacka eg minum Herra goda recommendation til syslumannsens Seigr. Orms, og var sligt hiegomligt firir mig ad begiera, og þarfleysa, enn eg veit þó samt, ur þvi sem komed er, ad ydar god ord og tillögur kunna mier alldrei skada giöra.

Sömuleides þacka eg hans mykla dygdaríke góda undertekt umm lidsinnes tilmæle min firir frænda minn sra. Jon Olafsson (nu ordenn), og er hanns hagur snuenn á þá leid: Hann vígdest i sumar til capellans sra. Lydz Magnussonar alldradz manns, sem leinge hefur þient Skardz þingumm á Skardzströnd; so nefndur sra. Jon hefur þar af sæmeligt upphellde, medann einhleypur er. Nu loksens sende eg hier med kvædesskríped Fiandafælu [af sumum köllud Diöfladilla], þo tregt veitte epter ad sækia, þó eg s. 129annars vel vite, ad ecke mune þier nu sem stendur um so fánýt fræde hyrda, samt læt eg þad fara fyrst feinged er. Umm druslu kver mitt þarf eg ecke ad gieta, þad er enn i Hytardal.

6 bækur papirs eru til min komnar med brefe ydar, og þotte mier þad þung sending, þar i slíkt efne er komed firir mier, sem eg hlyt nu ydur ad tiá, og mig sialfann snerter. Mier er tilfallenn þetta ár slór heilsubrestur, þannig ásigkomenn. Fyrst i fyrra sumar vard eg nockud máttvana i hægra handlegg, so eg þolde litt til hanns taka þad strite vid viek, enn umm hausted epter veturnætur tok sig upp verkur einmótligur i sama handlegg, frá þumalfingur greip, allt upp til aflboga, ofan á handleggnum, med sprickle, saman og sundurdrætte holldz og sina, so eg þolde naumliga af mier ad bera, hieltst þad so stödugliga vid med sama hætte framm i góulok; óx þá þesse verkur so ákafliga, ad eg hafde einga fró nie ró, hverke nott nie dag, lagde so verken upp i oxlena aptur i herdarnar og framm firir briosted, og þad allt hægra meigenn, so sem þar stæde píla i giegnumm mig, og mig tók allra sárast verkurenn sem lá i herdagrófenne, mille hryggsins og herdabladsens hægra, so eg þollde eige neinneigenn ad vera med frid, stundumm lá eg nockra daga i beit, stundumm á feile og á róle, þvi eg var þá heill til fóta. Liet eg sækia blódtöku menn lángar leider, og stungu þeir mier ædar á bádum örmumm, ecke villde þetta hrífa. Kringum bíldzbeniar og þar uti frá gulnade handleggurenn hægre, hinum framar, sem gulasta vax, sem umm sider frá leid, enn varade leinge, handleggurenn vard hverke bolgenn nie þrutenn, helldur dró ur hönum holld og mátt framm i fingur, hverier þrir þeir fyrstu, sem eg nu pennanum med styre, uppdofnudu, og urdu ad mestu mattlauser. Og þad meira er ad seigia, þó ótruligt þyke, og lygeligt sie ad fortelia, hollded i briostenu og sidunne þem meigenn kringumm og nedann herdarbladed, kipptest sifellt vid, og þad so hardt og tidt, vidlikt og madur villde snerta lifande silung edur þad hestzbak, sem meidsle hefur i herdum, þetta þotte öllum, sem sáu, ærid undarligt og óvenia, enn eg fiell sialfur ut ur þessu i stórt hugar víl, ángist og hrædslu, med þvi madurenn sialfur er eige hiartaprudare enn so af natturunne til. Allra bragda var vidleitad, sem vard, ad smyria handleggenn, enn vær erumm næsta medala litler Islendsker, megna og stundum litils þó til sieu. Þvilik var þesse min neid og pina, ad vid sialft lá, ad eg munde þa og þa slokna; berumm vard eg handleginum ad hallda nott sem dag. Snemma veturs sende mier profasturenn sr. Ormur B. s. ad ydar forlage 2 kalfskinns s. 130bref til utskriftar, þau bar eg mig ad pára, þo med veikann mátt, og sende hönumm sidann, þvi þá var verkurenn ecke ordenn fullmagna. Skömmu firir paska sende same sia. Ormur mier önnur nockur bref, þau skodade eg alldrei, og fóru þau so jafngód nordur til hanns aptur, þá var minn handleggur so ordenn máttvana og aumur, ad ecke þollde hönumm Ira sidunne lypta, helldur mátte hann med vinstre hendenne bera, hvert sem eg þurfte hönum ad vikia til hagrædingar. Orsök til þessarar pínu veit eigi neina, má vera forstoppelse blódz i ædumm, og er þad nog tilefne, æfenn þótte mier ærid löng og þyke. Sidann leid á sumared, hefur Gud láted þennann verk dvína smám samann, so eg þole nu vel vid i handleggnumm og herdum, einneigenn færest i hendena mátturenn nockurn part, so eg giet nu klædt mig og afklædt neidarlaust, ecke þole eg nie þore á hann neitt ad reina, ödru vís enn so, eg pára þetta blad i mestu hægd, vilie eg hrada mier, þá kienne til umm handlidenn. Þier vited maltæke vor, ad sialldann sie ein eimd einsömul, og mörg eru manna mein. [Marginal: Nær ein allda rís, þa er önnur vís.] Nu firir nockrum tima, sidann dró mesta verkenn ur handleggnumm, færdest óstyrkur og svidaverkur i badar minar fætur, allt upp under lif, so eg er nu ad seigia kararmadur, dreg mig samt optast á fætur stund ur deige, þetta er þó enn lof sie gude vel bæreligt, sierdeilis ef eg helld vid rumed, og hverke stend nie geing á fæturnar, og ecke sier á þeim bólgu nie bláma. Hver endir vill verda á þessu eimdarstande firir mier, þvi rade sá líknsame góde gud, og mun mier ecke tiá til annara ráda leita umm þennan veslingzhag, sem eg hefe nu ydur giörsamliga fortaled, er þvi best eg hætte þessare rauna rellu, sem bæde er löng og leidinleg firir ydur framm ad bera. Sitl hafa hverier ad kiæra.

Eg tek nu til máls aptur umm papirinn, sem eg kalla þunga sending, þviad eins mier þung, ad eg er so vanburda (sem adur er sagt) framm ad fylgia vilia minum i þvi ad þocknast ydar vilia, sem mier annars være vel skyllt ad stunda, þó læt eg papirenn hiá mier bida og ætla eg nu ad heita á ydar hamingiu, mier til heilla, ef mier batnar, ad láta þad litla ecki til vanta, sem kynne giöra ydur til þienustu. Eg er gódrar vonar, hafe eg uppesetumátt, mune mier i handleggnum so batna allt hvad lidur, epter sem eg á mier merke, ad eg giete nockud lited párad i hægd minne, enn verde þad ecke, þá skal papirinn vel forvarast, þar til hann á annann veg rádstafast. Jörfabrefenn med Ynglingatals utskiringu mun eg leitast vid ad pára, epter begiering.

s. 131Sidann i fyrra haust hefe eg sialfur hverge komest til neinna utriettinga, vill þvi veita nockud bagt, þo er þad þyngst alltid sem á sialfumm liggur, hefe eg nu sem stendur, þacker sie gude, nóg braud og biargræde, leggur dr. likn med þr. Mier datt i hug ein gömul baga, hliódar so, Fleire gáfur gledia mann, enn gull ed ur völld af seime, hver sem sinu uner og ann, er sá sæll i heime: Nu samstundes friette, þad mad urinn skal vera lifs aptur komenn, sem kyrnar rak, seigest dotted hafa nidur umm heila jörd, og under fótumm funded hardar grunder, og eitthvad i myrkre leinge áframm fálmad, hitte fyrer umm sider marga stalla, hveria hann uppgieck, og utkomst med þad sama; hvar hann nidur datt, og hvad leinge hann dvalde i þessu jardar fylsne, edur hvar hann uppkomst, er ecke greint, og ecke er þad satt, ad nautenn hafe med hönumm nidur hrapad. Eg á ad heilsa ydur kiærliga frá Monsr. Jone Hákonarsyne, hann afsakar sig, ad ecke giete hann ydur i þetta sinn tilskrifad, og vard hann harla gladur, ad bók hans er ur brunanumm leyst, hugde hana tapada, enn telur nu nockra von, ad fundum þeirra samann bere, þó langt þyke hönumm af ad þreia, enn af ummkvörtun hans hafe þier ecke meira enn heyred. Er eg nu þrotenn af þvi efne, sem eg man, verd þvi hætta, enn bid ydur forlátz á minne leidinlegre lángmælge, eg veit þier reinest mier alltid hinn same, og vil med ástundan þocknast ydar manndygdar góda giede, hvert eg kys mier medan life. Vid Helga kona min kvedium ydur so bæde af allre alud audmiukligast, med oskum allrar farsælldar. Vere Jesus ydar vegur allt inn i eylift lif. Þess oskar af hiarta

ydar Velburdugheita audmiukur og
þienustuskylldaste þienare
Magnus Einarsson.

P. S. Eg hefe lited epter Jörva brefunum hiá mier, og eru þau 8 elldre enn 1551. Þegar eg hafde afloked þessu blade, virdtest Monsr. Jone Hs. rádligra ydur til ad skrifa. Eg skil þad giegne ecke audrum, su ofbodzliga brenna K. h.r, enn þar hia er þad ad seigia, þvi meira sem eldzneyted er, þvi meire von er á bálenu.