Danmarks Breve

BREV TIL: Guðrún Hákonardóttir FRA: Arní Magnússon (1709-11-16)

ARNE MAGNUSSON TIL GUÐRÚN HÁKONARDÓTTIR. Skallhollte þann 16. novembris anno 1709.

Efter koncept med skriverhånd i AM. 449, folio. (Skriveren er den danskfødte H. Becker.) A. M. beder G. H. råde sin tjænestekarl til at gøre sysselmand O. Einarsson en undskyldning for sine fornærmelige ord.

Til Gudrunar Hokanardóttur(!).

Þetta mitt bref orsakast annars af misklid þeirre, sem eg spurt hefe, ad til mune standa mille syslumannsins Olafs Einarsonar og vistarmanns ydar Þorvards Arnasonar rísande af liotum ordum um hest. Veit eg nockra understödu um forna rót þessa s. 174 máls, og hverneg þvi firir nockrum árum var nidursleiged. Nu furdar mig, ad madurenn skyllde þetta efne aptur á lopt hefia, allra hellst med svo smánarligum ordum sem mier eru flutt, og er þad audsied, ad hann kann ecke skadlaust þar frá ad kema(!), ef þau eru svo sem sagt er. Svo þyker mier leidt, ad madurenn (sem þetta kannskie hafe i dryckeskapar vitleyse ruglad) skule komast i ólucku (þvi sitt er hvert, ad vera skulldseigur um hestverd, eda ad vera þiófur ad heste: eg herme annarra manna sagner) firir þad mál, sem ádur var uttalad, og mier þótte hann þá riettara hafa, og þetta er, sem sagt er, orsöken til þessa míns brefs. Nu er ecke von, ad syslumadurenn mune svo þetta setiast láta, ef hann hefur vitnen til reidu, og siáed þier þá siálfar, hver enderenn mune verda firir mannenum. Svo skyllde þá mitt rád vera, ad Þorvardur fære til syslumanns fyrst einslega, og medkiennde firir honum, ad þad hann talad hefde, hefde dryckiuskapar óvit vered, sem hann alldrei hefde hugad ódruckenn ad tala. Take syslumadur þessu vel og leidest til forlijkunar (ydar brefs ord med Þorvarde til syslumanns mundu og hier i nockru orka, þvi eg hefe alltid fornumed, ad hann ydur hlidhallur vered hefur), þá mun honum ecke þyckia minna vera meiga, enn ad þorvardur bidie hann firirgiefningar i manna náveru, og þar til vil eg Þorvarde ráda, ef hinn þar med vill fornægdur vera, þvi bettre er litil óvirding, enn stor smán þegar vid ödruhveriu er ad buast. Þier siáed, ad eg skrifa þetta af meinlausu giede, enn Þorvardur hefur hier af hvad hentast synest, og er mier liuft, ad þier láted hann þetta bref lesa. Annad fellur nu ei til brefsefnes i þetta sinn, enda þvi med hvers kyns heilla óskum til ydar, og alls ydar varnadar, verande alltid

Ydur þienustuviliugur
A. Magnussen.