Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Jón Hákonarson (1729-09-17)

JÓN HAKONARSON TIL ARNE MAGNUSSON. Stóra-Vatnshorne d. 17. Septembris 1729.

Trykt efter egh. underskreven orig. i AM. Access. 1. Kræver meget bestemt en til A. M. for 20 år siden udlånt sagabog tilbage.

Vel-Edla Hr. Assessor, þienustu skylldug heilsan.

Eg oska þesse fáorde sedell finne Hans Velbyrdigheit i ákiósanlegu velstande sem oska continuere. Mier tekur nu næsta ad leingiast epter sögubók minne, sem i láne vered hefur 20 ár, nær þetta sem yferstendur er lided. Vel veit eg, hefde nockud vered i henne eptersiár verdt, mætte i so langann tima uppteiknad vera, og iafnvel þó bókenn til enda uppskrifud vered hefde, optar enn eitt sinn. Eg hefe nefnda bók keipt fyrer 4 rixdale, og vilie Hanns Velbyrdigh. hana fyrer sagda peninga innleysa, læt eg hönum þad epter, annars være mier nær skape bókenne behallda og mier ad áre komande sendest, lofe gud; fiölyrde hier um eige framar i þetta sinn, hvad eg bid hann vel virda, befel so Hanns Velbyrdigh. under vernd þess allra hædsta gudz umm tima og eylifd.

Forblif Hans Velbyr(d)igh. þienustuskylldugur þienare
Jón Hakonarson.

A. M.s egh. uddrag (fra AM. 116, 8vo) af et brev (til ham?) fra Jón Hákonarson, 1698, er aftrykt i den AM.ske katalog II, s. 400.