Hákonarson, Páll BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Hákonarson, Páll (1713)

[PÁLL HÁKONARSON TIL ARNE MAGNUSSON.] [1713.]

Efter uunderskreven orig. i AM. 267, 8vo (bl. 159). Memorial over udførelsen af det beretteren (P. H.), Þórður Þórðarson, Magnus Einarsson, Jason West og Styr þorvaldsson i efteråret 1712 foresatte skriverarbejde.

s. 176Verkefne, sem rádzmannenum Þórde Þórdarsyne var ætlad umm hausted 1712.

Ad conferera Postulasögunnar frá Skarde. Ad uppskrifa accurate Audunar biskupz máldaga. Auk þessa skyllde hann uppskrifa Skálhollt, og medtók þar til matriculæ formam. Allt þetta hefur hann absolverad og rigtuglega mier aptur afhendt, enn máldagana hefur hann ecke confererad, nei helldur þau norsku Nidaross bref (sem ummtalad var sídast ad skilnade) vegna eins og annars annríkis.

Magnuse Einarssyne feinged þetta ad skrifa 21. Septembris Anno 1712. Kálfskinnsbref 20, pappirs bref 63, öll þesse lögmannsens Widalin, i einum stock. Øgursbrefen öll i einum stock, á kálfskinni 10, enn á pappir 1. Enn þá medtók Magnus einn stock lítenn fullann med gömul bref til ad skrifa, þann sama sem Minn Herra epterskilde hiá mínum verkefnum á hillunne i badstofunne, og eg skyllde honum afhenda. Item Mariu soguna, allt þetta er klárt og mier skilvíslega aptur afhendt. Hier ad auke hefur Magnus afrissad i vor 28 innsigle under Nidarossbrefum þeim sem Þordur Þ. s. skyllde conferera og liggia i ferkantada stóra stocknum, i hvítu litlu kistunne laungu, þeirre sem eg hafde likelenn ad. Ecke þottest Magnus siá nein merkeleg innsigle under brefum þeim sem hann skyllde skrifa firir utan þad eina sem þier vid hann nefndud, þó skal sídar betur epter þvi siást.

Mín eigen verkefne áhrærande. Vallaness-, Valþiófstadar- og Einholltz-bref eru af mier accuratè confererud, enn þurfa þó aptur ad siást uppá eitt og annad, bída þau nu so á sig komen.

Oddabref öll þau fánytare hefe eg skrifad, sem óskrifud voru, confererad og sídan prófastenum sendt, enn hin gömlu bída, so sem þier firirsögdud, og lætur prófastur allt þetta so vera. Annálabók Oddz á Fitium er af mier klár giörd, og sídan afhend syne hanns Einare, i Skálhollte þann 7. Januarii Anno 1713.

Jómsvíkinga-, Gísla Súrssonar-, Hrafns Sveinbiarnarsonar-, Olafs digurbeins- og Dynus drambláta-sögur eru allar confereradar vid þá stóru bók i folio med hende sr. Jóns i Villingahollte, allt eins og þier mier fyrersögdud, so accurate sem vard (virdtest mier þetta ecki vera áhlaupaverk).

Sagan af Ragnare lodbrók, ydar exemplar i folio, og Trojumanna saga ydar i 4to med ödru fleira aptantil í bókinne er accuratè confererad vid exemplar Sigurdar Biörnssonar i 4to, þarf þetta þó aptur ad skodast.

Bessastadabrefin med hende Stirs og hin med hende Jons Torfasonar (eg meina ecke Videyensia), item bref sr. Biarna Jonssonar, s. 177sem og eru med hende Jóns Torfasonar, eru öll confererud vid Bessastada bókina i 4to og bída so.

Þad sem oskrifad var i Hólastadar rekaskrá, skrifade eg og confererade hana sídan alla literalitèr ed besta eg gat; sídan afhendte eg hana biskupenum Hr. Steine epter þessum póste i brefe ydar til födur míns: Af gömlum documentum sem hiá mier eru, leverar hann (Páll) eingen, nema Hóla rekaskrána, hin bida öll minna atkvæda etc: Hefde hier nu staded, eins og i ydar sídara brefe til mín med Monsr. Braem: ef hun heimt er, þá munde hun enn þá kirr seted hafa, og eg mier ecke ferd giört epter henne einungis heim af alþinge, þvi eige visse biskup, hvar hun var nidurkomen, og kunne þvi ecki hana ad heimta, enn vard þó bókinne næsta feigenn, þá eg hana leverade mot qviteringu.

Af máldögum Jóns biskups, Olafs biskups og Peturs biskups hefe ec ecki miked enn þá confererad.

Sturlunga saga er ad mestu hálf samanlesen vid exemplar sr. Þórdar. Skal þetta hverutveggia bætast, giefe Gud mier líf og heilsu.

Sr. Þordur minntist á vid mig umm bækur sínar, þó fátt og líted, svarade eg honum þá, so sem þier höfdud firir mig lagt i brefe ydar og liet hann so þar umm hliótt.

Máldaga bókena afhendta og Monsr. Jason West á næstlidna hauste 1712 til uppskriftar, med þvi eg sparade pappirenn i tíma; lagde hann þó siálfur 1½bók til auk þess sem eg honum fieck, og gat hann so med þvi móte afskrifad Wilkins maldagann med settaskriftenne; Hinn partur bókarennar bídur vetrar. Pappirenn hefe eg Monsr. West aptur leverad.

Verkefne, sem Stir Þorvalldzsyne var ætlad, hefur ecke Þórdur rádzmadur honum leverad, med þvi pappirenn kom ecki i haust, enn i sumar hefur Stir ecki tima þar til og óvíst hann giete þad frammveiges, so hefur þá Þordur hier firir afhendt mier þetta aptur, og skal eg eitthvad ur þvi ráda ef giet.

Þingbækurnar hefe ec medteked af Bryniolfe Þórdarsyne og hinar honum aptur leverad, sem fra ydurkomu, mot qviteringu.

Bókin, sem þier mier sendud af skipfiöl i fyrra med skólameistaranum, liggur vel forvorud i einne packkistunne, sem eg hefe ummgaungu umm.

Brefen, sem skólameistarenn ydur synde á skipfiöl i fyrra og hann ockur Magnuse liede epter ydar bón, eru afskrifud og confererud, Magnus rissade af under þeim innsiglen og afhendte eg þau so skólameistaranum.

s. 178Hier af kann minn Herra ad siá, hvad eg hefe lauslegt af Hanz bókum under hendinne, án þeirra sem specialitèr registreradar eru, og giet ec ecki þar umm distinctius skrifad enn so. Hólmzbókena afhendta ec födur m. strax epter ad þier vorud siglder, enn hann sende hana brodur sínum Arna sama hausted, hefur ecki sidan til hennar spurst; blöden innan ur henne (ydar copiur) liggia ordine samanbundin. Eg skal i hægdum eptir henne spyria og vita, hvört ecki fæst.