Danmarks Breve

BREV TIL: Bjarni Halldórsson FRA: Arní Magnússon (1729-06-09)

[ARNE MAGNUSSON] TIL SYSSELMAND BJARNI HALLDÓRSSON. Kaupenh. d. 9. juni a. 1729.

Efter uunderskreven kopi med skriverhånd i AM. 450, folio. Overskrift »Monsr Biarna Halldorssyne 1729 med Hofdaskipe«. Om afd. lagmand P. Vidalins gæld, kræver den betalt, men ønsker at arvingerne kan beholde Videdalstunge.

Monsieur, Mikelsvirdande góde vin.

Eg vil byria mitt bref med gratulation til ydar ahrærande syslumanns embætte i Hunavatns syslu, oskande ad ydar giörder i þessu embætte meige verda ydur til virdingar, og gódum mönnum i syslunne til adstodar og gagnsmuna. Þessu næst læt eg ydur vita, ad eg á næstlidna áre 1728 þann 10. julii medteked s. 179 hefe ydar vinsamlegt tilskrif, daterad sidarsta martii á nefndu áre. Þegar eg brefed medtók, voru öll kaupför hiedan til Islands sigld, gat eg so ecke þar uppá svarad. Sidan hefe eg med Höfdaskipe medteked annad ydar vinsamlegt tilskrif, daterad 6. octobris. Fyrer þesse tvö ydar tilskrif þacka eg vinsamlega, og oska jafnframt til lucku med ydar hiónaband med saluga lögmanns Widalins dóttur. I ydar fyrra brefe minnest þier á skulldaskipte saluga lögmanns Widalins og min, og osked, ad eg þar um reikninga senda vilie. Þad hafde eg óbedenn giört, ádur enn ydar góda bref mier i hendur kom, og sie eg af ydar sidara brefe, ad þeir sömu reikningar hafe ydur fyrer sióner komed frá syslumannenum Monsr. Orme Dadasyne. Þier undrest yfer i ydar brefe, ad eckert skule af þessara peninga summu i so margt aar betalad vera. Eg hefe og siálfur ár epter ár mátt mig þar yfer forundra, og munud þier (sáluga lögmannsens erfingiar) siá kunna af þeim brefum, sem eg þeim sáluga manne tilskrifad hefe, sierdeiles á þeim sijdustu arunum, ad eg ecke hefe alldeiles þolenmódur vered i þessare bidlund. Af reikningunum þeim i fyrra munud þier siá kunna, ad þar er eitt og annad innfært, sem eg ætla sá saluge madur ecke hefde bevísa kunnad, ad hiá mier innrunned være, og ætla eg þad skule reikninganna rigtugleika bevisa. Gud vardveite mig frá ad krefia skulldar þar sem eingenn være, edur ecke so stór, og er eg eidfær um, ad þesser reikningar, er eg i fyrra til Islands sende, eru ad minu vite, ölldunges rigtuger, ad þvi fráteknu, ad eg hefde rentuna med riettu hærra uppskrifa kunnad, enn hún uppskrifud er. Og er þad af mier med vilia giört. Þetta er ecke af mier skrifad i þeirre meiningu, ad eg ydar brefsord svo skilie, sem villdud þier þessa reikninga reingia, þvi þier skrifed þar um vel og skickanlega, enn þad eg hier um skrifa, er ecke nema mier til afsökunar.

Eg kann ecke vel ad vita hvad þeim sáluga manne geek til ad vera so seindrægur i ockar skulldaskiptum, og kann eg ecke miög ydur ad lá þad summan nu stor þyke. Er þad, sem ádur er sagt, ecke min skulld, helldur þess saluga manns, hvar um nu tiáer ecke ad tala. Hvad þvi vidvíkur, ad eg skule af rentunne eptergefa, þá siáed þier, ad þad er mier ofnærre geinged. Eg þykest reikningana hafa giört so moderat, sem eg hefe kunnad, og virdest mier þier siálfer þar ad hlynna i ydru brefe, þar þier seged, ad þeir sieu i billegasta máta uppsetter. Uppa þá ydar proposition ad hustrú Þorbiörg meige eiga lausn á Vydedalstúngu fyrer peninga edur adra fasta eign, get eg eingu ödru i s. 180 þetta sinn tilsvarad enn þvi, ad eg miklu helldur vil þad saluga lögmannsens erfmgiar verde stöduger eignarmenn ad fyrtiedre Wydedalstúngu enn eg, þvi ad safna fastaeign á Islande er ecke mitt verk, enn þá þegar eg var miklu yngre. Sá brijnste vegur til þessa skyllde vera, ad betala slijkt sem mögulegt være; þess fyrre, þess helldur, so verdur skullden þess minne, og hægra hierum ad tala. Rentan af peningunum vex og árlega, ef skullden skyllde standa, er þad bæde erfingiunum og mier til baga, sem siálfer siáed. Hvad peninga þier i sumar betala kynnud, villde eg hellst, ad leveradest til kaupmannsens vid Búder Monsr. Jonas Riis, þvi eg hefe i margt ár skipte haft vid hanns principal. Um bækur þær úr sterfbúe saluga lögmannsens, sem eg i fyrra umskrifade, er eg nú samasinnes sem þá. Kemst eg ecke til i þessu nauma tóme þad ad ítreka, enn læt mier allt vellynda þad sem syslumadurenn Ormur Dadason þar um vid yckur accorderar minna vegna, alleinasta ad taxtenn bærelegur verde. Þær bækur, sem eg þeim sáluga manne lánad hafde og eg i fyrra umskrifade, bid eg vinsamlega, ad mier meige nú i sumar sendast, og sæe eg helldur, ad þad ske kynne med Styckesholmsskipe enn nordanskipum. Og sama er ad segia um bækurnar, sem mier kynne selldar verda. Eg hefe gleimt, ad minnast á þetta i brefe minu til Monsr. Orms Dadasonar, og bid þvi ydur vinsamlega hönum þetta ad tilkynna, þvi nordanskipum tekur nockud ad hleckiast á nú um stunder.

Ydar göfugu teingdamódur hustru Þorbiargar supplicatiu leverade eg strax i cancellied, og legg eg hier innan i copiu af konglegre befaling, sem geingenn er til stiftbefalingsmannsens, og mun hann óefad giöra þá anstalt til sins fullmegtugs á Islande, ad þetta efne kome til godrar leidrettingar. Þier, Monsieur, munud vera so góder, ad láta mig i haust vita, hvad ur þessu verdur. Eg æstimerade alla daga saluga lögmannenn Widalin, og vil eg láta mina skylldu vera ad þiena hans örfum, hvar eg kann, epter hann lidenn. Eg man nú ecke fleira, sem naudsynlega skrifast þurfe, enda þvi med hverskyns heilla óskum til ydar og gofugrar kiærustu, ad tillagdre aludarsamlegre qvediusendingu til ydar og gofugrar kiærustu, ad tillagdre aludarsamlegre qvediusendingu til ydar godu vermódur hustru Þorbiargar Magnussdóttur med óskum bestu i Jesu nafne. Vere gud med yckur öllum. Þess oskar af alhuga Monsieur ydar etc.