Danmarks Breve

BREV TIL: Jón Halldórsson FRA: Arní Magnússon (1708-01-12)

ARNE MAGNUSSON TIL PROVST JÓN HALLDÓRSSON. Skalhollte 12. jan. 1708.

Trykt efter kopi i provst J. H.s brevbog, Hítardal 1701—20, s. 295—96, nu i Islands landsarkiv. Sender Torfæi Series regum til gave, samt Bjarnar saga Hítdælakappa, som ved gennemlæsningen bedes rettet og oplyst ved chorografisk kommentar.

Ehruverduge miog vel lærde Domine Præposite, mikelsvirdande gode vin.

Fyrer allann vinskap, fornann og nyann, þacka eg aludlega, sierilage fyrer agiæta vidtekt og adbud i sumar, samt tilskrifed i haust, er mier i hond kom ad Stadarhraune. Min þienusta er ydur til reidu, þar svo astandast kinne, ad hun nyt være. Þessu brefe filger effter umtale ockar Series Regum Torfæi, sem af mier ætlud er ydur til eignar. Svo filger hier og med Biarnarsaga Hi[t]dælakappa, su besta og versta sem eg sied hefe, og mun ecki effter nockurri annari ad spyria. Þessi saga má hia ydur dveliast, þar til hana ad fullu brukad hafed, og er mier liufft þó hennar dvöl hia ydur misserum skiffte. Eins vil eg hier hia óska, sem er, ad þar sem þier siáed manifesta vitia codicis annadhvort in nominibus propriis edur annarz, ad slikt þá villdud emendera in margine, og hlijfast ecke vid þad, þvi þess betre helld eg codicem sidan. I ödru lage bid eg ydur ad gefa mier Commentarium chorographicum yfer þessa sogu, þvij þar er margt i, bæde nomina locorum og veiger, sem eg ecke finn mig i, þar ecke er svo grandkunnugur platzinu, ex: gr: um veg þann, er Þorsteirn Kuggason reid, um Husafell (er hann tilætlade) hvar staded hafe, et similia. Er mier þess þægara sem þesse Commentarius verdur skilianlegri, og villda eg helldur kiósa, ad þad stæde þar inne, sem eg til forna veit, enn ad þad være utelatid, sem eg ecke veit, jafnvel þott ödrum kynne kunnugt ad vera og i þann máta alment þikia. Eg hefe eitt og annad fleira ad skrifa, enn kemst nu ecke þar til; verda hiedann ad halfsmánadar fresti ferder vestur, og mun eg þá þar med skrifa þad sem nu undanfella verd. Til endalicktar i þetta sinn vil eg ydur med kiærustu og varnade öllum af alhuga befaladann hafa allsvolldugum Gudi til umönnunar nu og um alla tijma effterkomande, verande framvegis

ydar alltid þienustuviliugur
Arne Magnusson.