Danmarks Breve

BREV TIL: Jón Halldórsson FRA: Arní Magnússon (1711-10-15)

ARNE MAGNUSSON TIL PROVST JÓN HALLDÓRSSON. Skalhollti 15. oct. 1711.

s. 185 Trykt efter uddrag i J. H.s brevbog (Islands landsarkiv), Hítardal 1701—20 s. 401—2. Oversender tre bispesagaer: Torlaks, Pauls og Laurentius, og giver sin dom over håndskrifter; nævner i spøgende form Jons og Gudmunds, som ikke kan medfølge. Udbeder sig i P. S. nogle attester.

Effter tilmælum ydar og loforde mijnu sijdarst, þa þier giördud so vel ad besækia mig i sumar, sende eg ydur nu hier med þriár Byskupa Sögur, hvar af hin 1a Þorlaks Biskups Saga er skrifud effter nyrre kalfskinnsbók, sem rita hefur látid Herra Þorlakur Skulason biskup. Eg hefi ad sönnu slitur ur þessare sögu á kalfskinn, enn med þvi ad þad ecke er fullkomid, þa vil eg helldur þessa senda, samt kann eg ecki i borgun fyrir vera, ad kalfskinnsbókin sie allstadar riett, enn henni er þetta Exemplar samhlióda ad ordunum; um literaturam hefi eg ecki hirdt ad conferera, þvi hun er óryktug bædi i þessu Exemplari og kalfsskinns bókinne. 2ur Sagan er Páls Biskups, hveria eg ecki á á pergament og ecki annad betra exemplar enn þetta, er þo audsynilega hier og hvar misskrifad, og verdur þar ecki vidgiort. Hin 3ia Sagan er Laurentii Hola Biskups. Þetta exemplar hefi eg ecki miög ransakad, enn allar þær Laurentii Sögur, sem vær höfum, eru misskrifadar og eins endasleppar og þessi; pergamentid, sem þær eru ur skrifadar, hefur verid vitiosa et recentior membrana, og á eg nockud ur þeirri sömu pergamentisbok. Þessa sending verdid þier i þetta sinn vel ad virda, þurfid og ecki miog so ad hrapa ad brukununne, þvi þetta rusl má um stund eins vel hiá ydur geymt vera og mier. Eg er i soddan vinfeinge hia þessum heilögu monnum, ad eg vona þeir mune mier ecki gleyma, þott ecki dagliga þeirra sögur lese, hellst þegar eg communicera þeirra dyrd odrum cultoribus, so sem eg nu giori. Jons Sogu Hola Byskups og hins goda Gudmundar giet eg ecki i þetta sinn sent, treyste og uppa, ad Hitdælir munu fyrirgefa, þott þier ecki vetrarlangt ur þeim predikid, etc.

Post scriptum.

Eg bid ydur ecki ad gleyma umbode þeirra kvenna i Hnappadalssyslu edur Stadarsveit, sem eru arfar Jons saluga þorsteinssonar, ad eg þad fá mætti einhverntijma í vetur. So þyrffte og þessar konur vitnisburde, ad minimum prestsinns, ad þær væri Jone Þorsteinssyne svo skylldar sem þær seigia og skilgetnar, og börn þeirra skilgetin, hverra mædur daudar eru, og þyrffte eg sömuleidis þesse attestata ad hafa. Eg hefi i ár hier um til Kaupinhafnar skrifad og so gott sem lofad þessu etc.