Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Jón Halldórsson (1711-04)

PROVST JÓN HALLDÓRSSON TIL ARNE MAGNUSSON. in Aprili [1711].

Uddrag i J. H.s brevbog s. 391-92. Vicelagmand O. Sigurdsson har mistet næsten alle sine får ved vogterens forsømmelse. Provst Þórður Jónsson har måttet sagsøge en tvivlsom person Jón Sveinsson for injurier.

s. 189 Merkiligur peninga skadi heyrist óvijda á þessum vetre ordid hafe, utan hia Vicelogmanne Herra Odde S(igurds)s(yni), hver nockru fyrir iol mist hafdi nær þvi allt sitt saudfie ofan um sióar is fyrir athugaleyse þess vaktara, sem fied átti ad reka ur sióarholma nockrum, ádur enn siór fiell under veikann is i frostlinu vedri, enn doskadi, þar til ad var fallid, og rak so fied i þyrpingu á isinn, þar til biladi, enn fied kafnadi nær 1½ c. tals, enn afkomust fáeinir sauder, innann 20 ad sögn; þar meinast allt hefdi mátt af komast dreifft edur skickannliga rekid, edur ef kyrt hefdi mátt vera i holmanum. Kyrd og ró enn þa manna á milli, utan hvad örlar á máli millum profastsins Sira Þordar Jonssonar og Jons nochurs Sveinssonar, sem sagt er ad adfangakvöld iola hafi vered druckinn med oroa og dreingligum ordum og athofnum vid folk, hellst vid profastinn sialfann, so og liótum ordum til hans saluga födurs. Hier um þingad á Sydri Gördum af Vicelögmanni um fostukomuna, enn eckert til skyrslu geingid, utan framburdur votta uppskrifadur, þessi dreingur enn þa druckinn. Heyrist ad þinga skuli afftur hier um effter paska. Jon þessi er fyrir nockrum árum ad austan vikinn, hefur sijdan verid þenari profastsins, og gijfftist þar hid fyrra arid; mun ei i Al-þingis Bók Anno 1703 lýst ur Mulaþingi effter Jone nockrum S(veins)s(yni) burthlaupnum undan þiofnadar male? Vinátta folkz mun standa grunt ad so stoddu, og væri oskandi, ad eckert klandur af þessum dreing hlytist. Heyra má eg eirninn stijf fyrirheit, enn um hvad fæ ei ad vita: sed minacem Cuspium non est qvod metuam, cum nullius peccati in illum hactenus mihi conscius sim, sed qvantum potest mihi incommodare non omittit etc.