Halldórsson, Jón BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Halldórsson, Jón (1727-10-10)

PROVST JÓN HALLDÓRSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Husafelle i Hytardal þann 10. Octobris Anno 1727.

Trykt efter egh. underskr. orig. i AM. 1058 V, 4to. Hertil A. M.s påtegning »Medteked med Budaskipe 1728, 10. Julii (Skiped lá i Islande i vetur ed var)«. Takker for tilsendelsen af Laxdæla, som han er glad over foreløbig at kunne beholde, og for den sønnen Finn viste velvilje, ligeså for den ifjor tilsendte Flateyjar annal. Har tilsendt A. M. en Margretar saga og nogle, desværre dårlige, afskrifter af Helgafells skjöl. Skal eftersøge en kopibog af sådanne, som har tilhørt den afd. præst Gudm. Jonsson, ligeså håndskrifter fra Odd Sigurdsson og s. 191Vigfus på Leirá. Takker for oplysning om tienden på Vestmanøerne. Sender A. M. til bedømmelse en udsigt over abbederne på Munkatværå. Har besørget et brev til Odd Sigurdsson. — Redegør for, hvorledes arven efter Jón þorsteinsson nu er bleven udbetalt (dette sidste forbigået i nærv. udg.).

VelEdla og Hálærde Arne Magnusson,

Minn jafnann stór æruvirdandi fautor og velgiorare. Eg oska af alhuga, ad blad þetta korne ydar gofugh. heilbrygdum, og i æskelegu velstandi til handa, hvört eg seinast sannfretta af ydar elskulegu tilskrife i sumar dat. 27. Juny, enn skilvyslega mier i Budakaupstad afhendtu þann 14. Aug. med ærusamlegre, þægelegre sendingu (Laxdælu), hvad mig ofann á sierhvöria undannfarna gódvilld, trufeste og ærugiörder, bæde mier, og barne minu Finne veittar, skulldbinda, ydar gofugh. elska, þiena og þocknast, i þvi sem eg kann og má. Er mier, og jafnann skal vera, glede ydar heilbrygde og velfarnan ad heira, og oska af heilum huga ad bædi vel og leinge vidhalldest. Ei kann eg ad fullþacka vorum góda gudi fyrer slisalausa farnan og bærelega heilbrygde myn og minna, og jafnvel betre enn i fyrra sumar, þo nálægest meir og meir alldurdomßins fylgiarar, þreita, burdahrörnun og ei syst sióndepra, tiáer hverke nie vil i móte mæla. Þar næst þacka eg kiærlega ecke einasta sendinguna i sumar (Laxdælu), helldur og giöfina á Flateyar annal i fyrra tilsendum, var eg þa bædi so athuga og rænulytill, ad eg fann ecke firr enn i vetur under jól, þegar um nockra stund hafdi effter commissions jastred setst um kirt, ydar ærusamlegt oped bref, sem dulist hafde fremst i bokenne, hvad einasta olle þá mynu oþacklæte; þægd er mier á þvi ad meiga behallda Laxdælu ydar so leinge, sökum þess sa kann falla, ad lyta þurfe i hana; enn veit eckert exemplar hier i nand, nema slæmt og oeffterriettanlegt.

Margretar saga med henne fylgiande hiatruarfullum papiskum bænum sendest hier med ydar gofugh. til nockrar þocknunar og fullkomenar eignar. Þvi er midur, ad einginn Helgafells klausturs skiöl hefe under höndum hafft, enn nockur excerpta rangt skrifud, á rotnum, funum, og ad mestu leite sundurlausum pappyrsblödum, bárust mier fyrer fáum árum. Utskrift af þeim (ef so ma kalla) af vidvæning klórud, þo samannlesen vid þad sem eg hefe, sendist og hier med, sem eg bid ydar reinda manndygd ecke misvirda. Skömmu fyrer bólu var eg nætur giestur hia sr. Gudmunde heit. Jonssyne i Breckubæ vid Hellna, bar þar fyrer mig snögg sinnis skrifud bók, vel innbundinn, mig minner i litlu folio eda storu 4to, ei miög þick; flette eg henne upp um s. 192stund, voru þar a gamler domar, bref, og ymsra giördningar, med sæmelegre hende, ránkar mig ei betur vid, enn þar yrde fyrer mier eitthvad af þeim brefum um Helgafellsklausturs jarder, ur hvörium þesse excerpta være dreiginn; talade sr. Gudmundur vel um þad, ad lia mier bokina sydar nockra stund, drost þad so undann, fyrer þa skulld fundum ockar bar skialldnar samann, effter þad hann kom ad Helgafelle, sló hann þvi til einu sinne, ad hun være annarstadar i láne, tvystradest og flest fyrer hönum, effter þad mist hafde syna firre konu, þvi madurinn var laushentur. Strax ad hönum fráföllnum, og sydann allt til þessa, hefe eg lagt mig effter ad upp spyria bokena, hvar sem kinne, og eckert getad snefiad, hvad af henne hafe orded; ecke fanst hun i sterfboenu strax effter hann um vored; hefur og falled mier i þanka, ad hun kinne ydar gofugh. hafa borest i hendur, þo med friálsu, og være hun þa kominn i vissa höfn. Maske Oddur S. s. hafe nád til hennar, ad hinum lifanda, eda hun dylst einhvers stadar under láns title. Ecke hafa skulldunautar Odds, sydann inn kom afftur i landed, enn þa lagt hendur á lausagots hanns þad hier atte, þad eg af veit, sem hellst vera mun i gamla kaupmanns husenu i Rife, hvort effter syslumanns Gottorps forlage forsiglad var strax i vor, og stendur so enn nu; meinast, ad Oddur hafe vinsad ur þeim bókum og dröslum þegar i firra og hitt id firra þad gagnlegasta og hafft med sier, og mun ydar göfugh. gruna, hvar lendt hafe, enn reina vil eg til (lofe gud) ad snefiast effter, hvört nockud þessháttar sie til baka, og leggia þaug drög fyrer sem vidkomed fæ. Þvi mun midur, ad tvystrad hygg i ymsa og ovissa stade þad sem a Leiraa hefur kunnad ad vera þesshattar, og jafnvel ad Vigfusa sal. lifanda, þar liggia matte (ad annara sögn) a almanna fære faranda og komanda, hann þar med gódviliadur ad liá vinum og kunningium, enn ei efftergángsamur afftur ad kalla, sem bródur syne hanns Monsr. Magnuse Gyslasyne mun ei okunnugt. Vyst mun sr. Hannes broder minn hafa effter breflegre bon Finns frænda i sumar sem og tillögum minum i heimför frá alþynge spurst effter þessu, meinte þo til lytils koma. Fyrer uppfrædslu og góda informationem um tyundena af Vestmanna eyum þacka eg astsamlega, og giarnann þigg eg, ad Finnur, ef lifer, mætte med ydar leife skrifa copie af þvi brefe sal. Arna biskups. Nu þar eg svyfst ecke vid ad leida fyrer augu ydar gofugh. minum stóræruvirdanda velgiörara, bæde fávisku mina og dyrfsku, þa dregur mig þar til bæde ydar margreind þolinnmæde og gódgyrne i uppfrædslunne, áræd þvi ad láta hier med fylgia informem s. 193et mancum, imo monstrosum foetum inprimis ob monstrosè corrupta et depravata exemplaria et eorundem defectum. Er þetta otydugur, og ovinsadur samtyningur um Mukaþveraar klausturs abota, sem funded hefe, og bid eg þar med audmiuklega, ad ei late ydar göfugh. synum augum ofbióda soddann omynd og afskræme, helldur leifa Finne syne minum, ef lyfs er, heilbrygdur, og ei ofmiög af sier broted hefur ydar gott gied til syn og favorem, ad afsnyda effter ydar gódre tilvysan membra monstrosa, enn reformera og uppfylla manca et mutila; hvörke þetta, og þo enn sydur um abota á hinum klaustrunum, var so nidur sett, ad liete adfylgiast, eru þar so marger hyatus et lacunæ, ad vyda toller ecke samann, hellst á priora og systra claustrum. Samtyning mínn um Hr. Gyssur hefe eg öngvum viliad nie vogad enn þa syna, þvi lifde i þeirre von, ad nockurn studning fá kinne af fragmento hanns brefabokar, nær ydar gofugh. hefde ei leingur á henne hallded. Enn hvad offt annalar vorer og ættartölur slá feil, verdur ei frásagt, og viller hvorttveggia fyrer mier glámskygnum, sierdeilis þar ei fæst annar leidarvyser eda lagfæring vor á medal. Bref til Odds S. s., er fylgdi ydar brefe til myn, afhendte eg hanns gódu módur i heimför frá Budum, so þad fór ecke annara manna i mille. - - Þessu framar bid eg minn storæruvirdanda fauteur enn nu sem firrum, ad sonur minn Finnur mætte hans favoris, lidsinnis, og godra orda, asamt ráda framveigis niota, i þvi sem hann vid þyrffte og leitadi, sem eg oska, hvörugur ockar af sier bryte.

Hvörninn tilstand jakaholma vors hrakast nidur, er hvorke tyd nie tækefære um ad tala. Eg bædi bid og forlæt mig uppa, ad margreind manndygd ydar gofugh. virde á betra veg þennann hiegoma, ad hvors endingu eg befala hann, med veledla kiærustu, gudz födurlegre vernd og stiórn til alls gódz med minne og minna aludar heilsan.

Og vil ætyd finnast myns veledla storæruvirdanda

fauteurs reidubuenn þienare
Jon Halldorsson.