Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Jón Halldórsson (1729-09-30)

PROVST J. HALLDÓRSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Husafelle i Hytardal d. 30. Septembr. Anno 1729.

Trykt efter egh. underskr. orig. i AM. Access. 1. Takker for den sønnerne Vigfus og særlig Finnur viste velvilje. Udtaler sin deltagelse i anledning af Københavns brand, som han har erfaret af sønnen F. og ved brev fra A. M. af 22/6. Besvarer A. M.s anmodninger om fornyet indsamling og afskrivning af ældre litteratur og oplyser om sine egne samlinger. Islandsk udskrift.

s. 194 VelEdla og Hálærde Hr. Assessor,
jafnan æruvirdande trufaste Fauteur.

Aludlega þacka eg ydar Göfugh. margreinda elsku, trufeste og ærugiörder ad fornu og nyu tiedar, ecke einasta mier, helldur og sonum minum Finne og Wigfuse, þo nefnelega Finne, med hugarlátlegu atlæte i adskilianlegann máta, og ad sydustu elskuligt tilskrif af dato 22. Junii næstlidins medteked 28. Augusti, hvad allt mig skulldbindur ydar Göfugh. ad elska, virda og þiena, ef i nockru kynne edur nytur være.

Ydar lyf, heilbrigde og velstand ad sannfrietta var mier stór glede, og óska af alhuga, ad vel og leinge vidhalldest. Enn bæde þesse og önnur glede tydinde frá Kaupenhafn til vor blöndudust med beiskum hörmungar friettum af þeim hrædelega ellds skada, sem á fyrerfaranda hauste fiell uppá þann Kongl. Residentz stad, hvörium ieg gat ecke truad, fyrr enn siónarvotturinn Finnur sonur minn sagde mier þar af greinelega, sló mier þá i þögn, og soddann þánka, ad eckert rád, eingenn vitska, vörn edur vidurbuningur duger á móte Drottinns hönd edur dóme, og offt á eg sydan skamt til ad gráta med siálfum mier af ihugan þess óbætanliga og ómetanliga skada, ei so af barnaglede, sem margur má meina, sem af nockre medaumkun yfer tióne sam-christins náunga mier riettlátara af áminningu til lifnadarins betrunar, enn Gud náde ávöxtenn, af foreidslu ypparlegustu kyrkna, rádhussins, academiesins, scholans, collegiorum academiesins, garda hinna skrautlegustu, kyrknanna ornamentorum og dyrgripa, þetta saklaust allt liggur i ösku og eyde vegna syndastraffs mannanna, og kynne þó á nockurn veg bætast afftur med frammtydinne, sed maxime deploro miserandam conditionem et irreparabile damnum juventutis et posteritatis literatæ interitu tot locupletissimarum Bibliothecarum et præsertim librorum Manuscriptorum, sem eingen von er til affturfáest, hvar uti Antiqvitatum Septemtrionalium studiosis má vera mestur söknudur ad þeim grátlega bókaskada myns Göfuga Fautoris, og siálfs hanns ágiæta(!) skrifa, hvörra von og effterþreyan hiá mörgum, proh dolor! nu synest endud og ute, sed ferendum est, qvod mutari non potest, og er þad stór guds gáfa og H. anda stiórnan, ad hann þennann óbætanlega skada setur ecke ofmiög firir sig, so og hiellt nockru effter, qvo aliqvatenus lenire posset dolorem et dispendium amissorum, verdur þvi ad una vid þad sem effter er, enn hinu þvi tapada ad gleima, hversu miked ervide og ómak sem þad hefur kostad, fyrst ómögulegt var þvi ad biarga, og sá drottinns dómur geck yfer so marga, ad fáer sem aungvir gátu s. 195 hann um flued, og hvad er þvi annaa enn undertaka med Alberto Marchione Brandenburgensi Verde ætyd hvad vill minn Gud etc. Enn einfölldum þessum fortölum hætte eg, og bid ad minn æruvirdandi Fauteur þeim ecke reidest. Andæffte þvi stuttlega hanns elskul. tilskrife. 1. Þvi er midur, ad ærid fátt hefe af þeim gömlu brefum, sem elldri eru enn Anno 1560, og þaug þó misjafnt riettskrifud, saman-snöpud edur snykt (sit venia verbo) ur ymsum stödum, sine ordine et judicio upphripud effter þvi sem borest hafa, enn hvad hanns Göfugh. kallar kyrkna bref, hvört máldaga kyrkna i Skálhollts styffte, edur önnur document þeim vidvykiande? vil eg frædast um; Skálhollts bref edur þaug, sem þar liggia i styfftkistunne so kalladre, hefe eg nærre þvi eingenn fullskrifud; fáeinar copiur af nordanklaustranna og Videyar og Skriduklaustra brefum hafa mier borest, enn af Helgafells, Þickvabæar og Kyrkiubæar klaustra eingar, fáar utskriffter af Hólabrefum, enn vitiosè scriptas. Hvad minn Hr. Fautor gyrner af þessu vel(!) eg med guds hiálp óglatad vera láta, enn skrifara hier i nánd bágt ad fá, utan vidvæninga. 2. Sögu regestrum hefe eg eckert, fyrer utan þad sem er in Serie Regum Daniæ Torfæi. Eg hefe og ecke skyfft mier af utlendskum sögum fabulosis aut commentitiis edur rymum, sem nu eru hier vydast forlagdar, sosem fleira, sem annars þienar til lærdoms edur skiemtunar. 3. þad fór illa um þær gódu Sæmundar Eddur ydar, enn til er exemplar illa klórad hia mier, effter ydar exemplari, enn þvi er midur um Magnus Einarsson á Vatnshorne, ad hann er hindradur frá bókaskrife, feck á utmánudum i vetur ókiennelegann og ólydanlegann verk i handlegginn og fram i höndina, so sagt var báglega edur ecke giæte skrifad nafn sitt, og ad ligge offtast gagnlaus sier og ödrum, og stundum vix sui compos (þar yndislyted hiónaband, og möguleg mága ást). Þar fyrer hefe eg hönum ecke skrifad hier um, enn bæde kvered og papyrinn skal til reidu, ef friette hönum batnade. Odæ hinar adrar, sem feinged hefe ur ymsum stödum, eru stórum afbakadar, so varla sieu nockrum synande, sem eru 1. Gullkars Liód, 2. Hyndlu Liód, 3. Hyndlu Liód hin gömlu, 4. Getspeke Heidreks kongs, 5. Gróu Liód, 6. Vegtams kvida, 7. Sólar Liód, 8. Fiolsvinns mál, 9. Hrafnagalldur Odins, enn hvört hiá mier liggur su stittre Völuspá effter kvere födurz myns sál. veit eg ecke, hun skal ei glatast, ef eg finn hana. Sæmundar Eddu veit eg nu öngva hier i nánd, enn fyrer austann kynne hellst landþíngs-skrifarenn Monsr. Magnus Gislason ad spyriast effter, hvört þar være nockur effter med hende Þorsteins heit. Eyolfssonar. s. 196 Gud náde, hvörsu dodnud er og jafnvel ölldungis daud ydkun, ástundan edur vitneskia um fyrre tyder hiá vel flestum medal vor, so miked þiker, þá leingra til vita enn af afa og ömmu sinne. Þreittur er eg ad sollicitera framar þá mága i V:tungu um kver edur skrif til yferskodunar, fæ gód loford, cætera nihil, vysar hvör frá sier, sie annarstadar i láne etc. 4. Stór söknudur sem ödru fleira var ad misser vitæ sál: M: Bryniólfs og sr. Arngríms Jonssonar, so sem og þeim gódu Annalum, sem upptelied i ydar brefe, hvörier flester munu hier nu interciderader, og þo dyliast meige, samt corrumperader et vitiosé scripti, nema hvad vera kann Annall Biörns á Skardsá, sosem algeingnastur. Formála Biörns fyrer framann hann hefe eg ecke sied, hvörn Torfæus þo citerar in Serie. Stutt ágrip af Annal Peturs Einarssonar á Ballará yfer hanns æfe, sosem uppá 3 örk, hefe eg, hvört leingre hefur vered veit eg ecke. Odds Eyrekssonar syrpa var hiá mier einn vetur, ur henne excerperade eg med flyter þad sem Annala snerte og markverdast þockte frá A0 1643 til hanns dauda A0 1719, enn hina Annalana hefe eg ecke sied. Annala bók su i fyrra frá Raudamel, er nefndud i brefe ydar i fyrra og eg bad hallda mætte þar til excerperad hafde hid sierlegasta ur henne, er nu af mier heimt þadan sine dubio af instinctu O., þvi móder hans þikest hana eiga, samur er hann enn. Pápisku kvæden eru fá og fányt, skulu þó ei misfarast med vilia. Hamingian má ráda, hvörnenn gánga mune ad fá utskrifter af gömlum brefum hiá Vagnmanne, þó nockur hafe med arfenum feinged, sem ábættest enn i ár, fiarlægd stór hier i mille, eingenn medalgángare mier so kunnugur þar i nánd, ad utriettad giæte, enn gód loford gleimast offt fyrer þeim margt hafa ad dryfa. 5. Fyrer Arna biskups bref þacka eg ástsamlega, samt leidriettingu um nockra ábóta, sem eg var i efa um hvar vered hafa. Enn fyrerverd eg mig fyrer samtyning minn um Munkaþverár abóta þann i fyrra, ad taka á móte soddan hróse, sem ydar Gofugh. hönum giefur, þvi eg efadest um med siálfum mier, hvort voga skyllde þann Fætum abortivum i liós ad leida, alleinasta i þvi trauste, ad margreindrar nobilissimæ humanitatis vestræ obstetricantes manus villde afsnyda membra vitiosa, enn reformera manca et mutila, og i sama trauste áræd eg enn ad níu fyrer ydar sióner koma láta annad vidlykt afskræme um þyngeyra klausturs abóta, med sömu ummlydingar og leidriettingar bón sem hid fyrra. Samtyningurinn um hin klaustren er þessum afskræmelegre og óverdugre fyrer gódra manna sióner ad koma, nema med leife, og nakvæmar Æsculapii manus firir s. 197 hitte. Hier fylger med til synis fragmentum af Odda Annalum so kölludum, sem mier hafa borist, ölldungis overduger i mynum þánka ad bera fyrer sig nafn Sæmundar prests fróda. 6. Dröslur af Brefabók Gyssurar biskups eru best komnar under höndum myns Göfuga Fautoris, mig vardar ecke ura þær annad, enn ad þær yfer-fara mætte um stund til ad samanbera og leidrietta þad colligerad hefe um vitam Hr. Gyssurar, og ad þvi giördu skylldu afftur til baka sendast ydar Göfugh., enn eg hefe miklu meire þörf ad bidia, þad ei reidest mier vegna Olafs sögu helga, ad henne i trauste ydar helld enn þá, þvi Finnur fr. hefur i rade, ad exscribera i vetur, lofe gud, þad ei höfum af henne.

7. Þó eg sende nu ei collectanea myn um Skálhollts biskupa Seculi 15ti edur pestar alldarinnar, bid eg minn herra ecke mier ad reidast; orsök þar til er su, ad funded hefe nockud sydan þeim til umbóta, enn occupationes domesticæ, reisur og addrætter taka i burt allann sumar tyman fyrer þeim, sem þryfast vilia á þessu orduga plátze, so varia giefast nockrar hiáverka stunder, eg vil þó tilsiá, ad til verde ad áre (lofe gud) med ydar animadversionibus, enn relationes um Vyga Styr eru þess ei verdugar, þó eru þær ecke undanteliande og skulu medfylgia; eg vil ei helldur gleima extracte af Helgafells Documentis, ef farenn eru, þo corrupta sieu.

8. Ad sydustu tek eg til þess sem undan ödru bar ad gánga, ad eg aludlega og audmiuklega þacka ydar Göfugh. allar ærurykar gódgiörder, trufeste og heilræde Wigfuse syne mynum veittar, og vil af hiarta hann framveigis hafa födurlegum rádum og patrocinio myns jafnan stóræruvirdanda Fautoris til alls góds recommenderadann, i hvöriu sem hann þyrfte hanns ad leita, hvörs eg vil þacknæmelega jafnan endurminnast, afftur þocknast og þienustuviliugur finnast i þvi sem eg kynne og mætte. Enda eg so blad þetta med umlydingar bón og bestu farsælldar óskum fyrer sál og lyf, samt ockar Sigrydar konu minnar ástar heilsan til ydar Göfugleika. Og vil ætyd finnast myns veledla og jafnan stóræruvirdanda Hr. Fautoris einn og hinn same reidubúenn einlægur þienare

Jon Halldorsson.