Magnússon, Arní BREV TIL: Jónsson, Brandur FRA: Magnússon, Arní (1707-04-19)

ARNE MAGNUSSON TIL BRANDUR JÓNSSON. Skrifad i Skálhollte þann 19. aprilis 1707.

Trykt efter kopi med skriverhånd i AM. 441, folio. Besvarer forespørgsel af 24/11 1706 om bortdød lejekvæg. Erklærer, med henvisning til brev til M. Jónsson, at heraf skal afgift ikke betales.

Ehrlege sæmdarmann Brandur Jonsson.

I nærstlidnum februario kom mier til handa ydar tilskrif daterad á Tumabrecku þann 24. novembris 1706, hvar af eg fornem þad kugillda mál er þier á næsta hauste i staded hafed þar nyrdra. Er mier ecke synelegt, ad hverium lögum þad kunne á ydur ad gánga, ef þvi er svo hattad, sem þier mier fraskired. Þad meira er, eg ætla þier meigid ugglauser þar um vera. Eg kemst eige til ad skrifa ydur skilmerkelega rök þau, er eg hafa kynni til ad hughreysta ydur hier i, sokum naums tima. Þad sierlegasta, sem ætla þar i segiast mega, hefe eg sett i bref Magnusar Jonssonar á Liótstödum og beded hann giöra ydur i kunnleika þad sem eg honum tilskrifad hefe um þvilik utdaud kugillde og leignaheimtur epter þau, vona eg hann muni þvi gegna og slikt firir ydur ecke dylia. Bere af þvi, sem þo ecki mun verda, þá er meininginn stuttlega, ad ieg skil ecke nockur skylldist til ad giallda leigur epter kugilldi sem firir mörgum árum eru utdaud, og ecke sie eg, hverneg slikar kugillda nefnur kunna ad koma i röd med leigu kugilldum, fyrr enn þær med sannsynelegre uppbót (annad hvert þeirre sem um semur, eda þeirre sem domur dæmer) eru giördar ad riettum leigukugilldum. Þá fyrst eiga, ad minum skilninge, loglegar leigur þar af ad gánga, og ecke veit eg neitt, sem hier á móte verdi sagt, þar sem riettvise og skynseme gillder. Svo get eg ecke helldur leidt mier i hug, ad nockur muni med valldi af ydur hafa vilia leigur epter þesse þrætu kugillde, innann þess tíma ad med dóme til fullnadar reynt er, hverneg á malenu stendst. þad er vist, ad ecke er þad utbyggingar sök, ad madur ecke betale þá skulld, sem hverke hann nie sækiande veit, hvert lukast á edur eige, svo framt sem madur i odrum greinum löglega og forsvarannlega á jördunne seted hefur, þvi þegar svo er ábued jördu, þá er ecke nóg fyrer husbondann ad skipa leigulidanum i burtu, helldur vill þar dómur til, ef leigulidinn svo s. 227framarlega stendur uppá sinn riett. Enn þad ber opt vid, ef satt skal segia, ad misiöfn er ábudinn, og er þá verra fyrer allt ad mæla; og óhendtugt næsta firir bondann, þegar svo er ástatt, ad þræta vid husbondann. Svo á hier og þess á mille stad hid fornkvedna, ad þeim, sem einn vill heingia, verdur eitthvad til snöru. Hier hafid þier nu mitt svar uppa ydar bref, ad hvers endingu eg ydur gude befel og gódz óska.