Danmarks Breve

BREV TIL: Arne Magnusson FRA: Eggert Jónsson (1704-07-15)

EGGERT JONSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Aukrurn d. 15. Julii Anno 1704.

Efter orig. i AM. 451, folio. Takker for udvist velvilje og for troskab mod hans afdøde fader, men beder om vejledning til efter A. M.s opfordring at rense faderens minde. Sender nogle diplomer.

I anledning af dette brev har A. M. på en i kopien 12/4 1704 indlagt seddel ladet notere »Eggert Jonßyne á Okrum d. 4. April 1705. Eg vona vid munum talast vid á Alþinge, og mun eg þá munnlega svara honum upp á hanns bref þad i fyrra«.

Edla og Hálærde Ar(c)hiv Secreterer og Professor Seigr. Arne Magnusson, tilstundande gunstuge fauteur þienustusamleg Salut!

Ydar góda tilskriff er mier vel til handa komed, og þacha eg aff öllum alhuga, bæde þá æru er mier overdum hier uti giöred, so og þá stóru og stöku trigda bevysing vid minn sáluga födur, hvad mier valla kemur nytt firir, saker ydar höyflegheita og trigda merkia ad samfundum ádur bevystra. Enn þar þier þeirra so minnest, er eg vaktur til ad bidia ydur velvirdingar á mynumm óhöyflegheytumm, er þó ad óvilia af mier framm komu. Nu er ad svara ydar stórdigda rykz brieffz ávarpe; eg hafde hugad mier til alþingiß ferdast, hefdu skip hier kominn verid, enn nu ydrar mig, ad þvi afsló, og sierdeiliß þad eg ei kann vid ydur conferera þann eina post umm landráda mála tractat saluga födurz mynz, hvorium eg ey þess vegna andsvara kann, ad mier er máled þad sama allt ókendt, enn nite eg ydar s. 229 adstödar(!), villde eg vyst ey sydur enn adrer myns fodurz respect sækia, so ey ræktarlaus synist. Enn þier gieted nærre, góde Herra, ad til þessara hluta er eg einstædings madur lytil huga, nema ef ydar til hlutan vysa ætte, hvoria eg med allre þóknan af þiena villde, og óska mig svo luchulegann, ad mier eitthvad þad tilseigia villdud, sem eg afkoma kinne. Objectiones mynar, sem innsetied, kann eg mier i málenu so resolveradar til allra þacha taka. Nu bid eg ydur Edla Herra, ad láta mig nióta þessarar ydar stóru digdar og giefa mier anleiding, hvorninn þessu skal framm fara, og effter hvoriu eg gánga meige. Jeg heff allt sendt ydur þaug brieff, sem heff (og mier var mögulegt ad copiera) firir kotumm mynumm. Enn 10 brieff bæde á membr. og pappyr sende eg eirninn, so siáed ad eg i under gefnasta máta vil þessu effter koma; þesse brieff á parte sende eg med Monsr. Jóne Eynarssine, enn hvad mier er hugur á ydur ad frnna, kann eg ei seigia. Skiöl firir Tungufialle, ef Sr. Eyrykur Magnusson i Vogs husumm nochur til ydar sendt hefur, þá er eg so diarfur ad bidia ydur góde Herra, þeim effter ad siá og mier utskrifftar af unna ad giefnum hentugleikumm. Þetta flióthripad bid eg firirgiefid, vil svo afbrióta, enn ydur guds godre vernd og varatekt truhiartannlegast befala umm öll ókominn æfe dægur og eylyfd alla. Hier til legst þienustuskilldug heilsan myn og minna til ydar med ósk og arnan allz gódz og gledelegs. Verande alltyd ydar reydubuenn skilldugur þienare

Eggert Jónsson.