Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Finnur Jónsson (1729-10-03)

CAND. THEOL. FINNUR JÓNSSON (SENERE BISKOP) TIL ARNE MAGNUSSON. Hitardal d. 3. Octobris 1729.

Trykt efter egh. orig. i AM. Access. 1. Meddeler sin lykkelige hjemrejse og nogle nyheder fra Island, deriblandt om Mývatn-vulkanerne. Lovrevisionen antages nu tilendebragt, og arbejdet skal til vinter oversættes. F. J. har gjort et forgæves forsøg på at blive hører i Skalholt. — Fra A. M. til F. J. foreligger nedenaftrykte promemoria (AM. 454, folio, koncept med skriverhånd), hvorved hans fader præsten Jón Halldórsson anmodes om forskellige litterære tilsendelser.

Veledla og Velbyrdige Hr. Assessor

Ydar margar og stórar ærugiörder mier audsyndar, þann tima eg var i Kaupmannahöfn, þacka eg audmiúklegast, játande mina siálfsagda skylldu ydar velburdigheitum til þienustu og þocknunar reidubuen ad finnast i þvi litlu megnugur vera kynne. Eg kann ecki minum gude ad fullþacka fyrer bærelega heilsu og luckulega reisu hingad til landsens, hver ed ecki varade yfer 17 daga. Aller nafnkiender menn lifa med bærelegre farnan þad eg minnest, fyrir utan Helgu Eggertsdottur i Brokey sem andast hafde i vor umm Páskaleite, og sr. Teit Pálsson á Skutulsfiardar eire, sem drucknad hafde med ollum skipverium sinum i fyrra haust, i strandaferd effter rekavid. Ógn er ad heira þær sogur sem fara af elldgangenum vid Myvötn, fiórer bæer skulu þar eidder vera, medal hverra er prestssetred Reykiahlíd. I vötnunum sialfum þar sem til forna sagt er ad vered hafe 14 a 15 fadma diup, skal nu ei vera dypra enn manne under höndur, og jafnvel sumstadar teked til ad ydda á hraunklettum upp ur vatnenu, so sagt er ad liósast sie su sveit mune aldeilis eideleggiast. Nordanskip eru ecki fyrer laungu komen uppá sinar hafner, mun þaug mest hindrad hafa hafys er hier lá leinge vid landed framm effter sumrenu, enn til sydara Eirarbachaskips frettest enn ecke, gud láte þad gott hindra. Báder vorer gódu Hr. byskupar og logmadur Benedix vóru til samans i Kalmanstungu um nockurn tima i sumar fyrer alþing ad fullkomna þar hid vigtuga logmálsgiördar verk, enn Monsr. Kier forfalladest so ecki gat komed, meinast þó ad verked hafe til lykta geinged, ætlar logmadur Benedix, ad sitia i vetur i Nese vid Seltiörn, til ad s. 238 translatera þar uppa dönsku asamt sinum Hr. Collega, þesse lög, og mun þad án efa verda vel giört effter þvi þeir gódu herrar eru so samlinder og samtaka i ad binda endahnuten á þad. Monsr. Jon Þorkelsson var i vetur og mun frammvegis verda skólameistare i Skálhollte, liklegast er hann mune hier i lande sier stadar nema, enn Monsr. Arne biskupsson var heirare hvad hann i vor þá skólanum var uppsagt qvitterade med liúfum vilia sins herra födurs, Og þá eg heirde ad þad være lidugt kom ad mier su freistne, ad spyria Hr. biskupen, hvert ecki mætte þess frammveigis nióta? hvar uppa eg fieck, nádugt afsvar, þar Monsr. Erlende Nikolassyne (Einarssonar frá Reinestad) mátte ecki frábægiast, og sannade eg þá hid danska ordsproked ad gott være ad eiga biskupenn fyrer módurbródur, enn gude sie lof ad eg var ecki þar fyrer naudstaddur, þvi forelldrar miner hafa bæde efne og vilia til ad giefa mier föt og fæde enn hitt er þad, Semper ille puer est qvi domi est.

Þá peninga sem veledla Hr. Assessor lanade mier i vór hefe eg beded bródur m. Wigfus ad betala, og þacka eg audmiuklega fyrer láned a þeim. Inlagdur sedell til mins góda Stubs, bid eg audmiuklega ad nióta mætte godrar fyrergreidslu, hveria mina dyrfsku bón og óvandad skyndeblad þetta eg bid ydar velbyrdigheit ecki ad misvirda hvert eg enda med bestu blessunar óskum, audmiuku þacklæte og flittigustu heilsan, viliande ætid finnast veledla og velbyrdige Hr. Assessor

ydar Audmiúkur þenare
Finnur Jonsson.

Pro memoria Monsr. Finns Jonssonar.

1. Ad profasturenn fader hanns villde i sumar láta minna vegna uppskrifa, og mier senda med skipunum i haust: 1. hans Dissertationem de Episcopis Schalholtensibus seculi 15. med þeim documentis probantibus, sem þar til heyra; 2. Þær fáar animadversiones, sem eg sialfur giördt hafde yfer þessa hanns dissertation, og hönum sendt fyrer nockrum arum; [Overstreget: 3. Hanns Seriem Abbatum Munkathveraaensium med nöfnum þeirra abóta, hverra locum hann ecki finna þóttest, sem þar aptan vid stódu. 4. Helgafells Documenta Extracta, hver hann mier fyrrum sendt hefur, voru nockur ork i qvarto.] 3. Relationes um Vigastyr, eins og þad sem hann mier fyrrum sendt hefur. Þetta er hiá mier uppbrunned og eydelagt, ásamt mörgu ödru, sem eg frá velnefndum prófastenum fyrrum feinged hefe.

2. Eg kemst ecke til ad skrifa prófastenum til i þetta sinn, s. 239 enn ætla þad ad giöra med sidara Búda skipe, og bid hann þad ecke ad misvirda, enn eg teikna þetta, sem adur er sagt, til þess, ad tijmenn yrde þess rymre.

1729.
A. M.