Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Guðmundur Jónsson (1706-11-24)

GUÐMUNDUR JÓNSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Midfelle i Ytra(h)repp dag 24. Novembr. Anno 1706.

s. 240 Trykt efter orig. i AM. 451, folio. Vænter ikke at komme sig af den tunge landfarsot. Beder A. M. betale hans kone 2 rdl. for en i foder antagen hest og hjælpe hende og børnene. Til de 2 rdl. A. M.s påtegning »þeir sender henne med Sr. Eirike« hvortil senere er føjet »og sidann 1 Rdlur pá hesturenn var soktur«.

Edla velehruverduge og Hálærde Hr. Archivsecreter, minn stórgunstuge og æruvirdande Patron Herra Arne Magnusson Audmiúk heilsan!

Hier med er eg audmiuklega og af hiarta þackande ydar velehruverdugh. margfalldt ágiæte og velgiörder er mier audsijnt hafed, hvad eg bid gud almáttugann ydar Herrad. leingst og best endurgiallda med stundlegumm og eilyfumm blessunarlaunumm. Hann hinn same miskunsemdanna herra virdest ydur leinge og vel ad spara og bevara, synu hablessada nafne til dyrdar, enn mörgumm til gagns og góda.

Og effter þvi minn elskul. Herra, ad mier seiger so hugur umm, ad mier mune ecke framar audnast i þessu lyfe ydur ad siá, edur saman vid ydur tala, þar drottenn minn hefur nu myn heimvitiad med þúngre landfarsótt; þá dirfer mig ydar Herrad. ádurreind giedgiæska, ad eg meige nú under myna sydustu frammför ydur ávarpa med þessumm fáumm brieflynumm, hvorra efne er innefaled i audmiúkre ósk og bón til ydar, ad þier villdud vera so góder, ef drottenn mig hiedan burtkallar úr þessare sótt (so sem eg firerbyst ad verda mune), og hiálpa ecktakonu minne Gudlaugu Erasmusdóttur um tvo rixdale, sem koma mættu i medgiöf med heste ydar, er hiá mier eiged, hvorn eg hefe tilsagt henne ad láta sæmilega alenn vera (ef myn vidmisser). Þar nærst, og sierdeilislega, innflij eg ydar fátækur þienare til ydar Hd. med myna audmiúka, og innelega bón, ad þier i nafne drottens vilied láta myna fátæka konuskepnu og munadarlaus börn, effter mig andadann, adnióta ydar herralegrar stóru manndygdar, i þvi ad tilleggia ydar gód og mikelsvæg ord, þeim til adstodar i eirn edur annann máta, þvi eg veit, ad þaug kinne þeim ad meira athvarfe ad verda enn marger penijngar; enn barnafuglar myner eru bæde únger og marger, og þvi fleire sem eru, sie eg sydur veg til ad rádstafast kunne konu minne til hægdar, þar eg á öngvann ættmann mier nákomenn, sem einu barnenu kinne á henni ad lietta; ecki helldur hún, ad undanteknumm Sigurde Magnussyne á Sandholaferiu, hvor ad er hennar módurbróder. Eg hef þad traust á mynumm góda gude, sem lofad hefur ad vera fader födurlausra og forsvar ecknanna, ad hann mune ydar Hd. rijkuglega ummbuna, i hvoriu hellst sem myner naudstadder kinne ydar gódra orda adniótande verda. s. 241 Enn þó mier hafe eitt edur annad mátt i gied falla umm rádstöfun tveggia edur þriggia barna minna, veit eg ei ad hvoriu athvarfe verda mune; þó hef eg ummbeded minn sóknarprest Sr. Eyrek Oddsson (ad feingnu leife) þar umm vid ydar Hd. munnlega tala, þvi eg vil ei framar hier umm fiölyrda ydur til uppehallds edur þvyngunar, bidiande audmiúklega firergefnijngar á mynumm öllumm ávirdyngumm, sömuleidis á þessumm diörfumm tilmælumm. Og hier med byd eg ydur nu i Jesu nafne, minn elskul. Herra, þær sydustu gódar nætur, já alla daga og nætur gódar og gledilegar, med allzkonar blessudumm sálar og lyfs fararheillumm, sem ydur filgie til himnarijkis. Hier med filger mitt hiartans þacklæte til ydar fyrer allar herralegar dygder og liúflinde, er mier audsynt hafed. Sitie þier nú og sieud, heillumm öllumm vafder, i fride og fadme Jesú Christi, á sálu og lyfe margþúsund sinnum blessader

Forbl, ydar Hd: skilld. og reidubúenn
þienare medan lifer.
Gudmundur Jónsson.