Danmarks Breve

BREV TIL: Magnús Jónsson FRA: Arní Magnússon (1691-05-25)

ARNE MAGNUSSON TIL [MAGNÚS JÓNSSON] I VIGUR. Kaupenhafn d. 25. Maii 1691.

Trykt efter egh. orig. i AM. 410, folio. Modtageren er utvivlsomt storbonden M. J. († 1702); en afskrift i Ny kgl. sml. 2064, 4to henfører brevet til sysselmand Marcus Bergsson (f. 1689)! Glæder sig ved den påbegyndte korrespondances fortsættelse, giver oylysning om sagalitteratur og beder undskyldt, at omfanget af det tilsendte ikke er større, forespørger sig om sagaer og lign.

Ehrugöfuge Höfdingsmann Mikilsvirdande vin

Ydar tilskrif af Dato Vigur 26 Julii 1690 er mier i firra sumar vel til handa komid, gledst þar af ad fornema idar velgeingne, sem mier alltid skal vere hin kiærasta. Eg þacka gude sem mig án slisa framleider. Sierdeilis þаска eg idur Elskulege s. 242 vin firer idar trigd i ockar uppteknu correspondence (sem eg skal astunda ad forskullda med sama mote) sem og firer mier senda söguþætte. Ecki er til at taka ad hier nockursstadar fást kunne þad Biarnar Sögu Hitd. kappa abrestur, þvi eg meina hana hvörge nu finnast nema hia Þormode Torfasine i Noregi, og ockur badum, villdi bidia þier mier avisa villdud ef hana annarstadar uppspurt gietid, sama er ad seigia um þad i einar og adrar sögur vantar sem ockar a mille fared hafa, þad er hvörge ad fa so eg vite, kiemur þad so til ad minne higgiu, þessar sögur eru i firstu skrifadar effter pergamentzbokum sem hafa vantad blöd i, enn ecki til vered nema eitt exemplar. Ad idar Elskusemi þikist i ockar vidskiptum um arkafıölda varhluta verda, kann eg ei annad til ad svara enn so, hier eru aungvir sem skrifa kunna nie vilia, enn þegar menn þa þar til kaupa kunna verda menn þad meir enn tvöfallt ad betala, og i sannleika hafa þær sögur er eg idar vinsemd sendt hefi kostad mig meir enn þier kannskie trua kinnud, firer utan þad ad sögurnar eru hia hinum og þessum, sem madur skal firer credentzera adur madur þær fáe, og bregdast titt manna loford þar uti so ad ef eg idar kiærleika nente þar um vitlöfftigt ad skrifa so sem þad i mörgum stödum firer mier skied er, skilldud þier med mier vitna ad soddan utriettingar eru omaks oc kostnadarminne a Islande enn hier. Elskulege vin, nu i sumar bid eg idur til þacka ad taka þessa hier innlagda söguþætte, þad eina bladid hefi eg fundid i fragmenti ur Vigaskutasögu, og vantadi þar framan vid, so þar er þo eingin visdomur i, Heidarvíga og Vigastirs sögur hefi eg ei enn feingid fra Svíum, ecki helldur Virgilii sögu hins vidfræga sem mier hefur og af godum vin lofad vered, so fer þad firer mier a stundum. Nu bid eg idar kiærleika mier i sumar unna ef mögulegt er Sögu af Ingvari vidförla (Eg hefi til forna litid sticke afftan af henne) Item rímur af þore Hálegg ef þær höndla um annad, eda frekar enn um Þore seiger i Ans sögu, enn sieu þær qvednar utaf Ans sögu og náe ei leingra, þa skeite eg ei um þær. Eg þæge underrietting af idur, hvad inntak sie i Sögu Hialmtírs og Ölvers. Item i Trönuþætti, Klerkarímum, Alftarrímum, Skickiurímu sem og hvört Ormars rimur mune vera qvednar eftter þeirre Dönsku fornqvædabok, eda hvört þær eru henne aldeilis samhlioda, ellegar fillre. Eg villde giarnan hafa 3 eda 4 erende ur þeim einhvörsstadar i midiunne þar sem um efned talar ad eg þar af sia kinne hvad gamlar þær eru, kinne eg og fa, fa ein erende midt ur Þrimlum, være mier kiært. Hvad almennelegar frietier ahrærer s. 243 kann kaupmadurenn Hans Munck idar kiærleika at tilkinna, Um biskupskosning til Hola, sem og utanstefningar Þordar Jonssonar veit eg nu er ordid bigdarfleigt a Iislandi, hvar firer þar um ecki fiölirde. Enda so þenna sedil med allzkins heilla og velferdaroskum til idar Ehrugöfugheit oc allra kiærtkominna i Jesu nafne! forblivende

Ydar Ehrugöfugh. reidubunaste þienare
Arne Magnusson.

PS. Nær sem hellst idar vinsemd aflast nockrar sögur bid eg mier alltiafnt effter hendinne tilkinned. Adieu.