Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Magnús Jónsson (1698)

MAGNUS JÓNSSON I VIGUR TIL ARNE MAGNUSSON. 1698.

Trykt efter A. M.s egh. brevuddrag i AM. 122 c, folio. Angår Sturlunga saga. Efter 2. uddrag refererer A. M. en udtalelse af M. J. fra 1699.

1. Magnus Jonsson i Vigur 1698.

Alldri hefr minn sæle fader Sr. Jon Arason i Vatzfirde Sturlungasögu skrifad med sinne hendi, enn skrifud var hun i ungdæmi minu þar i Vatnsfirde epter bok þeirre er M. Bryniolfr Sveinsson þangad liedi ur Skálahollte, og er mier okunnugt þar um ad minn sæle fader hafi tillagt neirn capitula i Arna bps. Sögu af sínu. Enn ei ber eg til baka M. Bryniolfs ord, hafi hann med eigen hendi nockud þessháttar skrifad. Var su saga Mag. Bryniolfs á pappír skrifud er eg umgat enn vísur þær er minn sæle fader sier til gamans giört hafdi aftan vid Sturlungasögu, edur ad endudum Arna bps. þætte hafda eg fyrrum á qveri — og sendi eg ydur þad þar af finn.

2. Magnus Jonsson i Vigur 1698.

Tilforna er eg var i Hollti vestur, hafdi eg til láns kalfskinns skrædu lánada ur Reykiarfirde vestur i Arnarfirde fra Gisla Sal. Jonssyne, er á var Sturlunga-Saga, vída máda og ei öllum læselega. Yfirleit eg hana enn ei liet eg efter skrifa, þar eg hafdi ödrum Sögum þann tíd ad giegna er mier fra Mag. Bryniulfi ur Skalhollti adbárust, og annarstadar. Slepte henni so aptur. Su skræda meina eg lendt hafe med ödrum arfi Gisla Sal. Jonssonar, i kuót Ingibiargar Jonsdóttur á Þingeyrum, kvinnu Hr. Þorleifs Kortssonar lögmanns, og er vel hafi hun ei tapast med ödrum antiqvitetum i hafinu er höfdaskip fórst þar Hannes Þorleifsson medsiglde. Gáta mín er þetta enn eingen viss vitund, um þessa skrædu, af þvi eg heyrt hefi ad Norrænar Sögur muni i þad skip med Hannesi fared hafa.

1699 skrifar Magnus mier ad þessa Sturlunga Sögu hafi til láns haft circa 1662. hafi hun vered illa skrifud og ei vel læs. Ei seigest hann hafa láted epter henne skrifa, enn lánad hana til ad bera siua þar saman vid, af hveriu þó ei ordid hafe.