Magnússon, Arní BREV TIL: Jónsson, Sigurður FRA: Magnússon, Arní (1710-10-07)

A[RNE] M[AGNUSSON] TIL [SYSSELMAND SIGURÐUR JONSSON]. Hvamme i Hvammssveit þann 7. octobris 1710.

Trykt efter kopi med skriverhånd i AM. 443, folio. Her også dansk oversættelse. Advarer mod at sende Jón Hreggviðsson, hvis sag er appelleret, ud af landet, men ønsker tilladelse for ham til at besøge A. M.

Monsieur Mikilsvirdande góde vin.

Fyrer nockrum tima skrifade eg Jone Hreggvidssyne sedel til sem þier munud sied hafa, hvers inntak var, ad med þvi hann þættest allaga borenn nu á næstlidna alþinge og hefdi frá þeim dóme appellerad sem þar yfer honum gieck, þá munde honum ei annad hentara enn tala vid mig um sitt mál, ádur skipen hiedan siglde. Nu efast eg ecke um, ad sedellenn muni til hans komenn, enn grunar (med þvi eg heyri hann sie á ydar heimile) ad þier munud kannskie ecke hirda ad láta hann svo langt fra augunum ad sinni, kannskie og ordur hafed, af þeim, sem kostgiæfne synast á ad leggia ad koma honum i olucku, ad hafa hann i vöklun, þar til þeir kunne ad bestilla honum far. Nu hvernig sem þessu kann varid vera, þa efast eg þo ei um, ad þier munud giæta Gudz og gódrar samvitsku, item ydar eigin embættis. Þier hafed Jons vegna appellerad sem mier og ödrum s. 250er kunnigt. Skylldud þier nu bak epter þessa appellation selia hann af hende til ad færast i eylift fangelse, svo hann alldrei giæti sinu mali under frekari riett hallded, þa munde þetta virdast ecki vel samanhanga, og næsta óvist, hversu hægt ydur yrde um forsvar þess i framtidene. Þvi þótt þier kynnud einhveriar þvilikar ordur ad hafa af hans ströngu dómurum, þa munu þær ydur litid stoda, þvi þier eiged (sem vited) ydar embættis skylldu ad giæta, hvad sem hver seger. Enn vid þad er ecke ad dyliast, ad eitthvad mun um þetta Jons Hreggvidssonar nyasta mál framar talad verda. Virded vel firir mier þesse vinsamlig diarfyrdi, sem ecki framkoma af neinne óvilld vid ydur, helldur alleina til nockurrar vidvörunar, ef ástofnad kynne ödruvis i þessu efne framm ad fara, en forsvaranlegt reyndest. Alika mun þessa gódu menn gillda, hver ydar hlute verdur i framtidenne, þegar þeir alleina fá sinn alvarliga vilia framm yfer þessum forsvarslausa vesalinge. Þar firir ef þier Jone nockurs godz unned, þá sended hann hid fyrsta til mín, til ad tala vid mig hier um. Kann hann svo med lest minne til ydar aptur ad fylgiast, sem innann halfs mánadar hiedan ferdast mun austur á leid. Enn synest ydur þetta ecke óhætt (eg sie þar eingann haska i), þa læt eg þar vid lenda, enn mun þó til Danmerkur um máled skrifa, allt hvad i þvi hingad til passerad er, og er eg svo ur öllu forsvare þar um, hefi og giört (ad mínum dóme) svo sem eingenn vondur madur, ad syna ydur hvad hier i munde hentugast vera, forsvarslausum ofsóktum manne til biargar. Fyrergefed hastugann sedel, og sieud, med göfugre qvinnu og öllum ástfólgnum, eylifum gude á hendur falder af mier, sem alltid er

Monsieur ydar viliugur þienare
A. M.