Magnússon, Arní BREV TIL: Jónsson, Sigurður FRA: Magnússon, Arní (1710-10-26)

[ARNE MAGNUSSON TIL SYSSELMAND SIGURÐUR JONSSON]. Hvamrai i Hvammssveit i skyndi þann 26. octobris a. 1710.

Trykt efter kopi med skriverhånd i AM. 443, folio. Her også dansk oversættelse. Advarer mod at udlevere Jón Hreggviðsson til fængsel på Bessastad, men anbefaler snarere, at han holdes i forvaring hos brevmodtageren. J. H. ønsker en »leiðmót«-udskrift.

Monsieur Mikilsvirdande gode vin.

Næst bestu heilla óskum og þacklæte firir allt vinsamligt vitid, ad hier kom nu loksens Jon Hreggvidsson og bad mig um ad utvega sier hædsta riettar stefnu yfer dómínum þeim i sumar, frá hverium þier hans vegna appellerudud, hveriu eg honum heitid hefe, svo framt sem vor dönsku skip vel hiedan heimkomast, sem gud giefe ad verde. Mier þyker nu likast, ad ecke muni hann vetrarlangt á Bremerhólm gista. Annars heyrest s. 252mier hann nockud svo uggandi um, ad sitt logement kynne ad verda i vinnumanna skálanum á Bessastödum, þar i kistunni. Eg hefe vid hann tilgieted, ad ecke mundud þier adráda ad taka hann fastann til ad afhendast i utan syslu fangelse, einna minnst þad sem mótpartar hans firir riede, fra hverra dómi þier sialfer hans vegna appellerad hefdud; enn hitt þætti mier nockru likligra, hefe eg sagt honum, ad ef þier efudust um trumennsku hanns i ad hlaupast ecke um, þa mundud þier kannskie vilia láta hann vera á ydar heimile, hvar þier jafnan giætud til hans sied, og ecke munde hann gieta med riettu þar undann skorast, ef þier endeliga villdud svo vera láta, þvi hann være ydar syslu innbyggiari og mundi þvi helldur hia ydur enn ödrum i vöktun vera eiga, ef þörf krefdi. Hann þyrfti hiá ydur ad fá rigtuga utskrift af öllu þvi sem um hann passeradi á leidmóti vid Laxá i Leyrársveit i næstlidna junio, og vonar ad þier svo sem hanns yfervalld honum þar til hiálpa munud; hefe eg vid hann tilgieted, ad þar i mundud þier honum assistera, svo vel sem odru þvi er ydar embættis skyllda utheimti. Virded vel fáordann sedel, og vered ad endingu hanns, med göfugre kvinnu, og öllum ödrum astfólgnum eylifs gudz vernd og varatekt trulega befalader af mier sem alltid er

Monsieur.

Ifg. kopi med skriverhånd i AM. 443, folio giver A. M. 14. nov. 1710 »ad Hvitarvöllum« sysselmand Sigurður Jónsson i Borgarfjord syssel kvittering for modtagelsen af 5 aktstykker i Jón Hreggviðssons sag.