Jónsson, Þórður BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Jónsson, Þórður (1710-04-07)

SOGNEPRÆST ÞÓRÐUR JÓNSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Stadastad d. 7. Apr. 1710.

Trykt efter orig. i AM. 451, folio. Besvarer brev af 14. april. Om udveksling af håndskrifter og lign. Imødegår hentydninger til venskabelig forbindelse med visse folk (O. Sigurdsson).

Mon tres honore frere.

Hanns kiærkomna tilskrif af dato næsllidna 14. April, er mier skilvislega i hönd komid, fyrer hvört, sem allt annad minnilegt agiæte, eg þacka af alhuga, og gled mig yfer Monfreres góda velstande, sem eg oska vidhalldest og vaxe æ meir og meir. s. 261Eg þacka Mfr. eirnenn fyrir skilsemena á Hvanneyrar skiölunumm og þad bref (yfir hvört hann hefur gefed rietta glossam) umm Oddgeirshóla, er þar med filgde, so og fagna eg yfir þvi i vonenne, sem hann af mynumm bokumm heitir ad á alþing komast skule i sumar, in primis ættartölubokinne; þær Monfreres bækur, sem eg hefe brukad, skulu á þingid komast, sosem hann fyrermæler, þott eg ei buest vid þar ad vera. þar Monfrere oskar ad eg vilie senda sier sirpuna ad Hvamine, þa geingur mier nu occasio til þess upp i hendurnar, þvi Monsr. Bödvar Palsson medtekur hana nu hier, og er hun þvi komenn i skilvisar hendur, eg oska Monfr. nióte hennar best manna. Nials sagann etc., su bok er enn nu ecke öldungis utskrifud, og higg eg þad ei kunne skie sumarleinges, enn ad áre þore eg ad lofa henne. Þad bref, sem Monfrere seiger eg hafe af sier feinged dat. 1583 vidvikiande stódhrossabeil i Kvikstadalande, man eg ecke ad til myn sie komed, finn þad og hvörge, þvi get eg ei sendt þess copiu; umm nefnt efne hefe eg eitt bref daterad 1552 (M. D. XL. z XII stendur i brefinu), hvar af er copie i þeim transcrifftarbrefumm sem hann hafde i vetur frá mier, þvi mun Monf. ecki hirda umm þad. Eg fornem, ad hann forþeinker mig ad nockru leite fyrer þad, ad eg hafe feingid i burt Gulaþingsbok i þann stad, sem hann nefner; satt er þad, ad hun er þangad komenn, enn þo med þeirre condition, ad eg annadhvört hana siálfa afftur feinge edur og hennar rigtuga utskrifft, og higg eg vicel. gilde einu, hvört hann af hende lætur, þegar hann alleinasta fær exemplar af bókenne. Enn hvörninn sem þad fer, þá gat eg ecke giskad uppá þad, ad mönnumm munde illa falla, þótt eg communicerade hana meinlausumm vin, iis temporibus, fyrir hans bænarstad, sierdeiles þar hann mier meddeila vilde afftur i mót, þad sem eg girnast vilde af sinumm bókumm. Enn ad hann munde so lánid betala, sem Monfr. áminnest, visse eg ecke fyrer. Mun og hiá fleirumm, eirnenn forsiglugre mönnumm mier, heima eiga þad Hallgrims vers, er hönumm behagar ad citera hier til, nam Fallitur augurio spes bona etc. sagde skallded; þad var hvörutveggia, ad alldrei vard þar so stór fortrolegheit millumm min og hanns, sem folk meint hefur, enda eru þaug nu so, ad þaug munu ei ödrumm öfundsverd. Hvad vidvykur þeirre hlifne vid Raudamelsfolk i Skalholltsveru Þordysar, sem hann ummskrifar, þá hefde eg ætlad, ad þar umm munde allareidu hafa vered nóg talad, þar su tilgata sinest heira til sama prædicamentum og kalfurenn, sem konunne var eignadur fordumm, og hingad mætte applicerast s. 262þad diverbium Italorum, Sospetlo licentia fide. Þetta skrifa eg i sama gamne og Monfrere seigest sitt skrifa, nam hanc veniam petimusqve damusqve vicissim. Hier fra vik eg til skilldugs þacklætes fyrir tilsendtar höfudpillur. Eg hefe enn nu ecke reint þær, enn giöre þad hid firsta. Monsr. Bodvar fortelur allt sem alment er hiedann, þvi geing eg þad fyrer by, annars sinest mier vort tilstand hier i sißlu mætte so definerast sem Galgacus sagde umm Britanniam apud Tacitum tuum: Libertatem qvotidie emimus, qvotidie pascimus. Ferenda sunt qvæ etc.

Hier hætte eg og bid forlats á þessu hastuga og litt vandada, hvört eg alickta med öllumm heillaoskumm til Monfr. er eg kinne fyrermæla þienustusamre heilsan minne og minna, og minu skilldugu þacklæte fyrir allann upprigtugann vinskap og velgiörninga.

Vale amicorum ocelle, nullo delebilis ævo, et porro fave Nobil T. studios.

Þórde Jónssine.

P. S. Feiginn villde eg finna Monfr. einhvörntyma i tóme ádur ur landenu reiste sed vereor ne eveniat. Encore adieu.