Danmarks Breve

BREV TIL: Ásmundur Ketilsson FRA: Arní Magnússon (1704-01-28)

ARNE MAGNUSSON TIL ÁSMUNDUR KETILSSON. Skalhollte þann 28. Januarii 1704.

Trykt efter egh. rettet koncept med skriverhånd i AM. 449, folio. Giver råd i en ejendomstvist. Tilråder fasthed mod overmægtig modpart, vil støtte de svage. Spørger efter gamle dokumenter og skindblade.

Ehrupryddi sæmdannan Asmundur Ketelsson!

Næst heilsan og gódum óskum sie ydur vitanlegt, ad mier i hönd komed er ydar bref skrifad á Fiallaskaga þann 10. 9bris næstlidna ars 1703, hvar inne þier gieted um þa akiæru, sem profasturenn sra. Sigurdur Jonsson og Eggert Sæmundsson til ydar hafa vilia fyrer þá kaupgiörninga, sem frammfared hafa millum ydar og Jons Torfasonar, hveriar þeirra akiærur bygdar munu uppá tvenn kongs bref, þad eina utgiefed 1622 (sem vonlega sialfer vited) hliódande, ad sa, sem ótilbodna fastaeign kauper, skule missa sitt godtz og þar fyrer utan sekiast epter laganna innehalde. Þad annad kongs brefed er daterad 1646, skipande ad sá jardagotz vill selia, skule þad uppbióda þeim, sem hönum i fyrsta og annan lid skyllder eru. So siaed þier sialfer, ad su brigd, er sra. Sigurdur bored hefur á Alvidru partenn, hefur sinar ástædur, enn ad þier hafed af þeim peningumm, er þier þar fyrer gáfud, nockud ur hende rakna láted, var ad minu vite þarfleysa. Þvi ei get eg ödruvis skilid kongs briefed, þar þad talar um ad missa sitt godtz, enn so, ad kauped skule laust vera. Og hvad þær sekter ahrærer, sem kongs brefed s. 271 framar umgetur, þá er mier ólióst, hvar i löguin þær nidurskordadar eru. Ydar mótpartar munu segia, ad ei sie griplande hende hier epter ad leita, þesse sekt sie 8 merkur fyrer brefabrot. Eg kann ecke ad spá, hversu háer þier mundud i lögum verda ef hier um ætte framar ad tala, fyrer þeim dómendum sem nu hafa lögbókena i höndunum hier i landi; hitt er vist, ad ecke helld eg brefabrotz sekt hier heima eiga, og ecke þætte mier su sekt þar löglega álögd, fyrr enn kongurenn þad dæmde. Enn hvernen sem þessu öllu er vared, þa kann eg trua þier munud hlióta ad blifa vid þa forlikun, sem þier vid sra. Sigurd giört hafed, einkum ef hun skrifleg er, iafnvel þó mier sie sagt, ad margt hafe sierlega tilgeinged i þessu efne. Mier skilst af ydar briefe, ad þier munud Alvidru partenn sr. Sigurde alla reidu i hendur feingid hafa, og þo ei hinn mesta part af andvirdinu uppborid. Sie þad so, þa er þad naudsynialaus tillátsemi af ydar hende, edur riettara ad segia, oframmsyne. Eingenn riettur er til ad minum skilninge, epter hverium profasturenn jördena taka kynne ad óloknu andvirdinu. Þad Fiallaskaga partinum og Eggertz Sæmundzsonar þar um byriudu stefnumále vid vikur, þá munud þier sialfer vita, ad hann fyrer sina personu þar á ongva lausn á, helldur vegna konu sinnar þetta mál sæker. So á hann fyrst ad bevisa, ad konann eige so mikid lausa fe i hans gard, sem partinum nemur, hvad ad visu so mun vera.

Ad þvi giördu sie eg ecke, sem fyrr sagt er, hversu þier kunned hardara af ad komast enn ad missa partenn og þar á mót af Eggert fá so marga og so góda peninga, sem þier bevisad getet, ydur þar fyrer gefed hafa, og synest mier ydur hæltulitid þessu til streitu ad hallda, ef syslumadur hardare dóm á ydur fellde; gillder mig og hid sama, þott þier láted á ydur heyra, ad eg mune, epter þeirre skylldu sem mier á höndum liggur, i frammtidenne þvi adhlynna, ad hverke þier nie adrer kongsens þegnar hier i lande verde af sier meire mönnum aflaga fyrer bord borner, so miklu sem þad kann ad nema. Er þad sa beinaste vegur til ad ná riette sinum fyrer þá, sem vid sier rikare ágangs menn eiga málum ad skipta, ad hrædast ecke þeirra hótaner, helldur standa fast á sinurn riette og láta laga svör enn eingenn stór edur illyrde þeirra stóryrdum mæta. Þier kunned mier i sumar á alþing brieflega tilkynna, hvad ur öllu þessu verdur, og villdi ieg ad þvi sama ydar brefe fylgdi riett og læselega ritud utskrifft. af þeim gamla vitnisburde, daterudum 1400, um Fiallaskaga, er þier skrifid hiá ydur vera. Eg spyrst s. 272 og vidast epter þvilikum gömlum brefum, sem og einstaka blödun ur gömlum islendskum kalfskinns bókum, hvar af, ef þier nockud frekara hafed edur þar kringum ydur utvega kunned, þá bid eg ydur mier þess ad uuna, i þad minsta til láns, ef ei ödruvis missast kann.

Uppá þad, sem þier skrifed um kugillden á parte Þuridar Arnadottur og þeirra uppbót, kann eg ydur ecke ödru ad svara enn þessu, ad jafnvel þott mier oriett synest ad skilia á nockurn bonda þvilika kugilldauppbót, þá þiker mier ecki örvænt, epter þvi sem lög hafa nu tog hier i landi, ad so framt bevisad verdur, ad þier slikre uppbót lofad liafed, þier þá mundud skyllduger dæmast til ad ynna hana af höndum, og hvad betaling þeirra kugillda, er á hördum árum af biargleysi deya, áhrærer, þá sie eg sialfur ecke, hvornen leigulidenn sig undan þeirra betaling skora kann, þar kugilldenn eiga alltid ad vetrarfódre borgenn ad vera. Um þad vogrek, sem þier aminnest, kann eg öngvu ad svara, med þvi þess máls kringumstædur mier ölldungis ókunnugar eru. Þad er annars vist, ad öllum þeim, sem þviliku skipbrotnu gotze riettelega hialpa og sidan þar med frómlega höndla, bera biarglaun fyrer sitt ómak. Þvi gleymde eg fyrre, ad sa mismunur, sem er a mille Fiallaskaga og þess, er Eggert i stefnu sinne nefner ad Fialle á Skaga, rydur ecke á þvi, ad þar um lögvörn smidest til spillingar stefnu Eggertz, jafnvel þótt eg vite, ad margur hafe hier i lande sier vid þvilikt hiálpad.

Kann madur optsinnis med þvilikum flækium gódu mále ad spilla og dómarann sier afundinn giöra, sem annars kannskie hefde löglega hlidhallur verid. Þetta er nu allt þad, sem eg upp á ydar bref ad þessu sinne svara kann, enda so med óskum alls góds, verande

Ydur velviliadur
Arne Magnusson.