Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Þorsteinn Ketilsson (1729-10-05)

SOGNEPRÆST ÞORSTEINN KETILSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Hrafnagile d. 5. Octobris Anno 1729.

Trykt efter orig. i AM. Access. 1. Beklager Københavns brand. Om vulkanudbruddet ved Mývatn. Forbrydelser og ulykkestilfælde. Har for A. M. samlet nogle skindblade, men holder dem tilbage indtil videre. Ønsker briller lejlighedsvis tilsendt.

Velædla og Hálærde Hr. Professor Arne Magnusson Minn háttvirdande elskulege Herra Allar heillaósker med þienustusamlegre heilsan!

Idar herradoms kiærkomed tilskrif dat. 5 July 1729 hefe eg medteked, ur hende Paals Christianssonar, hvert eg þenustusamlega þacka. Læt ydur vita (þad, eg veit þier geted heyrt), ad mier og minu huse lijdur bærelega fyrer vors góda gudz þolinmæde, sem situr hátt, enn lijtur þó i nád á sina lágu lijtilmagna. Gud vere lofadur ad eilifu af öllum fyrer allt. Hörmulegt er ad heira skada þann, sem falled hefur uppá Kaupenhavn, sá almáttuge Gud betre hann efter nád sinne og gefe fólkid athuge riettelega þvilijkar gudz handa tiltekter, sem vissulega ei skie án orsaka. Hans dómar eru þó ödruvise opt enn mannanna, þvi giörer hann þad opt af sinu rádrike, sem menn ecke kunna giöra rád fyrer. Hier hefur og nordanlandz i ár merkelegann skada giört jardelldurenn vid Mijvatn, so sem eg veit, ad ydur verdur i gódra vina brefum ánægielega fortaled. þesse elldur hefur nu eidelagt stadenn Reikiahlijd, so i þvi platße er nu graslaust brunahraun. Kyrkiann vard naumlega rifenn og burtflutter vider hennar, hraun komed uppi Mijvatn so mikid, ad frá Gröf (sem og so er nu afbrunnen) sást ei nema 3ie partur af Vindbelg, sem er eitt hátt fiall. Fagranes er og afbrunned ölldungis, Grimstader eidelagder, Vogar i háska. Og gud veit hvad mikid þesse elldur vill af sier giöra, grióted smeltest og rennur glóande sem copar, i lækium. Veidenn er burt ur vatnenu, eg meina öll, þvi elldurenn hefur giört þad i nockrum stödum vellande, so er þar nu hátt hraun, sem ádur var hildype, og margt annad er hier af undarlegt ad seigia, sem i ár mun grandgiæfelega uppteiknad verda, þó eg ei leinge þessar lijnur þar med. Þann 2. May i vor skede su óhæfa, ad madur nockur Jon Ingimundarson buande i Eidamanna þingá í Mulasyslu mirdte nabua sinn, er hiet Sigfus Eiriksson, af orsök ad Jon hafde ádur viliad eiga stulku, er Sigfus hafde þá nijkeipt. Sá veigne s. 277 fanst á háls skorenn med oddbrotnum siálfskeiding, mordingenn fángadur, dæmdur og aftekenn á alþinge. Þann 20. Juny var 13 vetra gamall pilltur, sonur sr. Jons Sæmundssonar, sendur ad leita kua, fannst ei aptur, þó leitad være i halfann mánud. Hans spor fundust, og voru þá 3 al. mille þeirra. Hann hafde hlauped yfer elldgiár, sem eingenn heilvita vogade sier efter ad fara, ei veit eg her umm meir ad seigia. Allt framm i July manud var hafys her á Eyafyrde, hindrade bæde siáfar afla og grasvoxt. Skiptapar hafa i ár her vid land nockrer sked, og nockrer menn i vötnum druknad. Sæll er sá, sem hólpenn er og heimkomenn. Gud hiálpe oss til himnarikis i Jesu nafne. Nu til annars.

Vel er þad, kiære Herra, hafe eg kunnad ad þocknast ydur med utvegun þeirra hluta sem gyrntust og eg kunne yferkomast, enn þad angrar mig, ad þad er nu til forgefins. Ad sönnu hafde eg enn samlad nockrum gömlum kalfskins blödum, enn slæ af ad senda þad i þetta sinn, þar til eg veit, hvert þessare ástundan skal frammhallda herefter. Sr. Eirekur i Saurbæ skrifar ydur nu siálfur til umm skulldaskipte sin vid sal. Þord Magnusson, og er eg þar med fra þvi sysle. Jeg vil ecke mæda med ad tala umm gleraugun framar. Annars er þad af sión minne ad seigia, ad eg sie dapurt fiærre og nærre mier, hefe eg augu tárfelld, sem ei þola vind, nie kullda, hita, nie reik. Öll þau gleraugu þena mier, sem nockud eru þyck i midiu, enn þunn utanmed, og tek eg til þacka, ef eg kann þau fá ad áre. Giarnan þæge eg og med tidinne ad fá til kaups Nucleum Latinitatis, ef ske kann. Virded nu, Veledla Herra þetta faordt vel fyrer mier. Vid Ingeb. m. heilsum ydur í ást og þenustuseme, med öllum heilla og farsælldar óskum. Vered æfinlega og eiliflega i gudßfride.

Ydar minn Veledla Herra þrb. el. v. og þenare
Þorsteinn Ketilsson.