Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Jón Magnússon (1729-10-13)

JÓN MAGNÚSSON (A. Ms BRODER) TIL ARNE MAGNUSSON. Solheimum 13. Octobris Anno 1729.

Trykt efter orig. i AM. Access. 1. Begyndelsen, indtil »mest etc.« (s. 303 38) er gentagelse af et brev af 24/8, som også foreligger i Access. 1, og hvis slutning optages af nogle i nærv. brev blandt bilag givne oplysninger. — Indh.: Privatforhold, brevkopiering (det med Hofsós skib ifjor nedsendte er forlist), vulkanudbrud, litteratur-meddelelse; beder om aflagt kjole og paryk. Som bilag medfølger de tre nedenaftrykte stykker, a. Om Sturlunga saga m. v., b. Om J. M.s samlinger til Fornyrði etc., c. Om det nye lovudkast; endv. de to under nr. 399 nævnte ejendomsoverdragelser til A. M. 1709—10.

Fra J. M. til eksekutorerne i A. M.s bo, justitsråd Th. Bartholin og assessor H. Gram, foreligger i AM. 1058 v, 4to et udførligt brev af 19/9 1730 (med en efterskrift af 4. »Septembr«!), hvori han takker for den ved to skrivelser givne meddelelse om A. M.s død; han finder sig gærne i hans testamentariske bestemmelser og nedsender efter begæring til samlingen nogle for A. M. bestemte afskrifter m. v. (1. Bp. Bjørns og O. Sigurdssons register over stiftskisten, 2. Bp. Bjørns register over en brev-kopibog, 3. Bp. Torlak Skulasons register over domkirkens dokumenter, 4. Dokumenter om arven efter Solveig Bjørnsdatter, 5. A. M.s vita af J. M. Þå islandsk, 6. Juridiske dissertationer af J. M., 7. C. 70 brevkopier. Takker for modtagen klædning og parykker. Beder herrerne tale hans sag i den nu svævende 3dje lejermålssag, som ifg. loven vil koste ham livet. Nedsender 2 gamle membraner (ubenævnte). — Indlagt i Access. 1 er efterstående anvisning (med skriverhånd) fra A. M. til J. M. ang. afskrivning efter Hola kopibog: »þesse epterskrifud bref bid eg bródur minn Jón Magnússon minna vegna upp ad skrifa úr þeirre Hóla-dómkirkiu copiu bók, hverrar registur hann mier sende i fyrra 1727. Hvert eitt brefed skrifast sier í lage, more meo, og ecke miög þiett, helldur nockud gised. Um literaturam bókarennar hirde eg eckert, þvi hun mun eige merkeleg vera; enn ordriett verdur allt ad vera« — hvorefter opføres i alt 22 numre.

Mon frere.

Jeg skrifade þier til i sumar, af dato 24. Augusti so látande. Jeg skrifa þetta, til ad láta þig vita, ad vid Christin m: lifum s. 303 so aframm vid sama stand, smáhrörnande af alldurdóme, og slisalaus, ad ödru. Erum kyrr hier i Solheimum, nema hvad eg, sidann i vor, þegar mier so hagar, er kippum saman á Reinestad, hiá syslumanne Spendrup, þvi þaug hiónenn fluttust þángad i vor, og seigia mig þar velkomenn, nær sem eg vilie helldur þar vera enn hier heima. Eckert Danskt skip er enn komed i neina höfn hier nordann lands, so eg med skilum vite, er þó annarsstadar frá sagt, ad þeirra sie von. Epter Dönskum er sagt, ad eckert sie friett til Hofsoß skips þeß i fyrra, er þvi almennelega hallded þad mune, med eitthvert slag, hafa i sió fared. Á þvi skrifade eg þier til i fyrra, og hverge annarsstadar, so eg mune, enn nu hef eg ecke stund ad itreka hier, þad sem eg þar skrifade eda med sende af documentum og ödru fleyra, þad vil eg i surnar giöra, ef get, so framt skipenn koma einhvern tíma hier nyrdra. Jeg heyre ógladur þad ólucku tilfelle, sem á undannförnu áre skiede i Kaupenhavn, af elldenum, og þinn (medal annarra) skada þar utaf. Er þad mier sárast, sem þig þar uti snerter, þar er og minn skade hiá, sem þu vel veitst, og er hann fyrer sig, nefnelega, ad þu geter ecke mier hiálpad, hilt angrar mig meira, ad þu skuler, þar af, neina þreinging hafa, gud blessadur veite þier þá hialp, sem hönum þoknast, og giöre þier nu gott aptur fyrer undannfarnar bródurlegar velgiörder vid mig. Jeg ætla, ef get, ad koma þessu brefe i Stickisholm og láta þar med fylgia nockrar brefa-copiur, nockud minna enn 70 ad tölu: frá Hofe i Valnsdal, þaug sende mier sr. Ormur á Melstad, epter þinne bón, sem hann sagde mier, frá Gudlaugstödum i Blöndudal, og Valadal, sem eg utvegade, frá Reinestad, sem eg utvegade, frá Audbrecku, sem Hanns Skeving færde mier, epter bón þinne, sagde hann, og eru nu aller originalar þessarra eigendunum aptur skilader. Gete eg i sumar fleyre brefum komed, þá áttu med þeim ad vænta meira frá mier þess slags, sem eg nu ecke giet hier mentionerad. Copiur, sem eg sende i fyrra á Hofsoss skipe, voru af Bolstadahlídar brefum, ad mig minner under hundrad; og hinar ur Hólabókinne, sem þu badst um; hef eg ei önnur rád enn fá þetta til láns aptur i vetur og uppskrifa, þvi nu er eg, nær sem get, ad skrifa önnur tilfeingenn document, sem mier eru under höndum, so eg gete eitthvad sendt þier, og villde giarnann þad yrde sem mest etc.

Allt þad sem fleyra var i þvi brefe mentionerad, um erende vid Mad: þrude, og þorvalld, Jon Eggertsson á Aukrum, þorlák á Seilu etc. finnur þu á lausu blade hier innlagt, og á þvi sama blade um Hraunþufu klaustur. Nu epter þetta komu nordann s. 304 skip smámsaman, og Hofsóß skip eitthvad öndverdlega i Septembri, liet eg þá spyria þar epter brefe minu, var þad til hiá kaupmanne, enn madurenn lietst ei þora ad taka þad, þvi kaupmadur sagde ei mætte vökna; fiell sídann so óluckulega, ad eg feck þad ecke fyr enn 26. Septembris, so fyrer þad verda nu ute flestöll þaug skrif, sem eg ellegar hefde eitthvad kunnad þinna vegna i ad giöra. Kem eg hier nu til ad svara uppa þad þitt bródurlegt tilskrif, og hitt þad i fyrra, sem andsvar mitt uppa fór i sióenn med Hofsóss skipe. Er þad fyrst, ad eg bid gud umbuna þier öllu gódu fyrer utlát þin vid mig, bæde i fyrra og nu i surnar, og vil eg jafnann, medann gud gefur mier líf og heilsu til, vera reidubuenn ad þiena þier, i þvi sem eg get, og þu villt tilmælast. Og þó eg siáe af brefe þinu, hversu óluckulega tiltókst um Bibliothecam þina, þá gledur mig þad, sem þu hefur epterhallded, og vona líka þu muner nockru ödru gagnlegu hafa biargad getad. Eingenn bref hafa, sídann i fyrra, til min komed fra Magnuse Pálssyne i Vydedalstungu, og eingum þar ad vestan, nema þaug 8, sem komu i surnar frá sr. Orme (frá Hofe i Vatnsdal) og eg sende þier copiur af, med hinu brefenu, i surnar, sem eg ætlade i Stickishólm; talade eg þó um þvilikt i fyrra, á Flugumire, vid Einar Jonsson, og á Vydevöllum vid sr. Orm, morgunenn epter. Nær sem sidann koma kynne, skal eg liuflega móte taka, og þad hef eg sagt bádum þeim. Bolstadahlídar brefa copiurnar fóru til ulucku á Hofsoss skipenu; þvi er eg nu buenn ad sækia aptur þaug bref, til ad erfida i, i vetur. Af Hofs brefum á Höfdaströnd (sem eg nu sídann i vor kalla Reinestadarbref) sende eg þier i hinu brefenu i surnar eitthvad hier um 30 copiur, enn vona þu kunner hier med ad fá af þeim þadann vel 40, enn jeg smásaman sópa þar betur innann, jafnódt sem eg fæ stunder til. Grafarbref á Höfdaströnd eru enn nu kyrr, og tek eg þau, ef life, nær sem eg kernst til ad uppskrifa, enn þad er óhult, þaug fiuka ei þadann, þángadtil. Eckert vardar mig um þær ómerkelegu lagagreiner, epter hende Peturs þórdarsonar, fyrr enn þu hefur áhallded, ef óbrunnar eru, enn hafe Vulcanus lesed þær, þá verdur hann ecke sóktur um frammlán. Þó mier ad sönnu synest Hr. Steirn hafe miked ad mæla um arfsvon dótturbarn(s) síns, i Vydedalstungu, þá kann þad ecke ad skiliast, fyrr enn af eru allar skullder, og ur þvi einu sem þá af geingur, enn verde þad eckert, þá ætla eg þar, so sem annarsstadar, validere þad, ex nihilo nihil fit.

Um elldana i hittefirra nærre Heklu, og þrisvar einhversstadar austur á fiöllum, sem hiedann hafa siest, nefnelega i vetur ad var s. 305 i Januario, og tvisvar ádur á undannförnum árum, alltid hiedann ad siá i landsudur, er eckert sierlegt ad skrifa, þeir hafa hverge i bygdum, sem eg tiispurt hefe, neirn skada giört. Um suplicatiu þuridar hef eg þvi ölldungis afsleiged, ad brefed vill meira kosta, enn hun kynne ad betala, eda sidann sinn kostnad, þo giæte, á þremur árum ad upprietta; og er þad ei ómaksverdt. Enn um vesen Markusar Magnussonar þyker mier kinlegra. Markus fór nordur i fyrra til Benedicts lögmanns, vard hönum sídann samferda hingad á Akureyre, sagde mier sídann, hann hefde lofad sier, ad skrifa þier þar, ad kaupmadurenn á Akureyre ætte peningana til brefsens ut ad leggia, enn hann (lögmadurenn) skyllde fyrer þá cavera vid kaupmann. Nu þætte mier, ad áre, gaman ad vita, hvert i þessu hefur neitt orded, eda hvad i vege staded. Get eg vel innbyrlad mier, ad ellds óluckann hafe mátt mörgum soddann utriettingum og aforme um vellta. Andsvör min: Um marginalia á Sturlungasögu, Um bókena, sem sr. Olafur heitenn talade um vid Nikulas Magnusson, Um bref og dröslur epter Skula h. Olafsson á Seilu, Um dóma skrædu Skapta heitens Iosephssonar, Um Hraunþufuklaustur sier þu allt á einu lausu blade, sem eg vil hier innleggia. Enn sr. Magnus á Mælefelle seigest aldeilis eckert hafa epter födur sinn, þess slags, sem eg hef epterspurt. Enn um þad, nær fader hanns dó, og um Christinrietts fragmented á Aukrum, sem Skapte heitenn hefur umtalad, skal eg svara, þegar eg fæ vissu, þad hefur hingad til hiá lided. Hier fellur mier inn, ad i copiunum sem eg sende þier i surnar, voru þær tvær ab annis 1520 og 1521 um hiónaband þorleifs Biörnssonar og Ingvelldar Helgadóttur, bádar ex origin.; munu þvi þaug bref vera þad, sem þu til forna hefur til láns haft frá Skula heitnum, eru nu hiá syslumanne Spendrup, og munu ecke föl vera, enn liuflega liede hann mier þaug til epterskrifftar. Arne þorsteinsson i Bolstadahlid þad mig á dögunum, þegar eg sókte brefenn til hanns, ad minnast á vid þig, i brefe minu, ad hann med þienustusamre heilsan bidur þig ad hyggia ad, hvert þu hafer nein bref, sem i nockru snerte Æsustade i Lángadal, þvi ef þad være, þá villde hann giarnan meiga þar af góds ínytia verda; og maklegur er hann þess, ef til er, þvi hann hefur nu i tvær reisur fyrer utann nockur undannmæle lied mier öil soddann document, sem hann hefur, smá og stór, betre og verre; þu andsvarar mier hier uppa, ad áre, ef gud lofar. Þad sem eg hier med sende, er þetta: 1. Dissertationes födur mins, um lög. Þær allar skrifadar, epter þeim, sem eg s. 306 hefe, enn þær skrifade eg, vel tvítugur, epter hanns eiginhende, eru þó, i þeirre um erfder, nockur loca corrupta, sem athugaleyse mitt þá hefur ollad, get eg þar ecke vid giört, þvi eg veit eckert, hvad orded er af hanns manuscripto, meina eg annarhver yngre brædra ockar hafe vid þvi teked, og sídann eitthvad so af orded, ad ecke fáest uppfriett. Verdur þu þvi med þetta ad ánægiast, so gott sem er. 2. Líted ágrip, um laganna reformation, á Islande. 3. Faord hystoria, ut af þvi nya formalitete, hier innskickudu. 4. Eignarskial uppa tvö kugillde á þoreyarnupe, eins og þad sem i sióenn fór, á Hofsóss skipe, i fyrra. 5. Registur uppa bref þaug sem þu þadst mig ad skrifa ur copiubók Mag: Biörns a Hólum og eg i fyrra sende med Hofsóss skipe, þad er þad sama sem þu sender mier i fyrra, nema jeg hef sett annann numerum hiá, þar sem hinn var rángur, hef eg epter copiu af þvi. 6. Blad um nya laga concepted, sem eg vil bera mig ad, ad láta þig fá annad þess slags fiölordara ad áre, ef vid lifum, og fá blöd önnur laus, sem þu sier. 7. Vel 40 copiur af gömlum brefum, sem öll eru fra Reinestad, meira get eg nu ecke ad þessu sinne, og verdur þu þad ad fyrergiefa. Copiubókenn su i franska bandenu, sem hiá þier var, er til min komenn og danska registred, frá Hólum; met eg nu mest fyrst ad skrifa ur þvi þad þu bidur, sídann documentenn ur hinne copiubókenne, og registur ur henne, sem ádur er hiá mier. Þar epter Bolstadahlídar brefenn, og epter hendenne, þad sem eg hef, riettarbætur, kongsbref etc. so miked sem eg giet, og ef vid so leinge lifum, áttu ad áre so mikels von af þessu, sem eg pángad til fæ afgiört, og mun nockud verda, ef gud giefur mig epter veniu so vídt heilbrygdann. — Elidur hefur i undannfarenn tvö ár ödruhveriu uppkomed nordur hiá Myvatne, enn ecke stórann skada giört, nema á fiallhögum og nockud kannskie spillt veide i vatnenu; enn i vetur ad var brende hann langt heim epter ad Reikiahlid. Enn i surnar sunnudagenn næstann epter þingmariumessu kom hann upp þar i bænum, var biargad bæde þvi, sem i bænum var, og vid öllum ur bænum, item allt teked ur kirkiunne, og nockru sídar vidur ur henne allur; er sídann afbrunned Reikiahlid med Gröf, Grimstader, Fagranes, og sumer seigia enn þá einhver þær sá fimte; sr. Jon Sæmundsson komenn til Skutustada. Vatned mestallt orded brunahraun, med vatnsdælum innannum; líkast til su sveit mune öll af brenna. Enn ecke heyre eg, ad elldurenn logande siáest þar, nu sem stendur, ofann á jördunne. Hinu heyre eg dreift, ad i i fiallenu lyrer ofann Mula skule ei festa snió, þó annars stadar s. 307 korne, og ef satt er, þá þyker mier ills vite, ad þar mune velgia under. Um óluckuma austur i Öræfum, af elide og jökulhlaupe, i hittefyrra kernst eg nu ecke til ad skrifa, og aungvar frietter adrar, so brefed ecke verde epter af skipenu. — Enn hef eg nockud epter ad skrifa, sem eg kem mier varia til, enn verd þó ad giöra þad. So er ástadt, jeg er ordenn nærre þvi til skammar fyrer klædleyse, þvi under 20 ár hefur mier ecke rya bætst af kiólum, fyrer utann þegar eg hef getad láted giöra mier einskeptu i kiól, til ad bruka hvern dag, vadmál er hier ecke ærlegt ad fá, enda þole eg þad ecke fyrer þyngslum, burderner eru i burtu, þvi hef eg ecke önnur rád enn bidia þig, ad áre, ad giefa mier kiól, af grófu klæde, sterku og ódyru, so frammt þu getur þad meinfangalaust. Og ef þu nu þetta getur, þá villde eg hann være blágrár ad lit, vel so sídur sem þu brukar, álíka vídur, nema miklu meir a herdarnar, þvi eg er lángtum herdameire enn þu. Geter þu nu ecke þetta meinfángalaust, þá láttu þad vera ógiört, og er þad þá allt eins vel. Enn ef þu getur þad án baga, þá tilseigdu mier, þess leingur ad erfida fyrer þvi, i skrife þvi sem þier kann ad vera þient med, og reidstu ecke þessarre minne diörfung. Þá er enn, jeg sende i fyrra, med Hofsóss skipe, sem i sióenn for, nockur qvennhár, sem eg þá þad þig ad láta giöra ur paruqve. Nu get eg ecke so fliótt önnur aptur feinged, hef eg ad sönnu utlifud grey, sem mier duga ad bruka hvern dag (af þvi jeg má alldrei án þeirra vera, þvi eg er ordenn miked sköllóttur), enn hitt er leidara, eg á eckert, sem skammlaust sie ad bruka, so sem til kirkiu; þar fyrer, ef þu kannt ad eiga eitthvert, sem þier er orded óþienanlegt ad bruka, þvi þad þienar mier samt nóg vel, þá gefdu mier þad; er þad alldrei so slæmt, ad mier ecke duge þad, so framt nockud sídt er, þvi eg er æred hálslángur, enn þad er eins sagt um þetta og hitt, ad þu skallt ecke vid þvi hræra, án þess þu geter þad meinfángalaust. Sendtu mier og cantharides fyrer fáeina skilldinga, þvi eg hef öngvar, hvad sem mier áliggur, enn þarf þeirra stundum med. Christin m. bidur ástsamlega ad heilsa þier, enn sier ecke til ad skrifa þier til. Hun sende þier i fyrra med Hofsóss skipe leggiabönd, sem þu hafder um talad, og ull nockra ad farva, epter þinu tilbode, þetta fór allt i sióenn. Nu sender hun enn hier med leggiabönd og bidur þig vel virda, um ull ad senda i farva hefur hun i þetta sinn ecke leligheit. Hun ætlade ad senda þier tvenna qvennsocka, enn vard ofsein, þvi skiped for fyrre enn hun meinte, enn á ecke alltid tafalausar stunder, vill hun þvi bera sig ad bæta þad ad áre, ef hun getur, bidur s. 308 þig bródurlega giöra, ad senda sier ad áre eina góda véírkamba, sem ull er samkiembd med, og skrifa sier til 2 eda 3 línur um leid, sier til skemtunar, enn ecke þurfe þad lángordt ad vera, þier til tafar. Virdtu nu bródurlega, epter vana, gud vere þín hiálp og styrkur, hönum befel eg þig og þina, med allrar lucku óskum, og vil so leinge eg life, alltid finnast

þinn þienustuviliugur bróder og þienare
Jon Magnusson.

a. Jeg talade vid Mad. Þrude á Vydevöllum og þorvalld Magnusson þar, um Sturlungu, sem þu epterspyr. Sögdu þaug bæde, hvert ödru afheyrande [hvert sier i lage 24/8], ad hun være komenn austur til Hallgríms Jonssonar syslumanns. So seiger þorvalldur sig minne, ad á henne sieu þaug marginalia sem þu umtalar.

Jon Eggertsson á Aukrum sagde mier, ad su gamla dóma skrudda, med hende Skapta Josephssonar, sie hiá sr. Arna Skaptasyne, á Saudanese fyrer nordan.

Han sagde mier og, ad bók þá med pápiskum dröslum og dómum, sem þu epter spyr, og sr. Olafur heitenn talade um vid Nikulas Magnusson, nu syslumann i Rángárvalla syslu, eige hann (Jón Eggertsson), og sie hun nu i láne hiá syslumannenum Nikuláse Magnussyne. Hann seigest ecke glöggt muna, enn ecke fortaka kunna, ad i henne sie testament Vatnsfiardar Christinar.

Þorlakur Skulason á Seilu, Olafssonar, seigest eckert til vita um nein document nie dröslur epter födur sinn; meinar hann þad allt fargad, i medferd elldre brædra sinna Olafs og þorbergs sem dóu ur bólunne [Ender 24/8].

Þetta allt ofannskrifad gat eg i fyrra ecke feinged ad vita, fyrr enn skip vom sigld.

Um Hraunpufuklaustur.

Epter tilsögn Tummasar þorvalldssonar. (Hann er hreppstióre, greindur madur, ó-skrökvis, enn ecke þar nærre.)

Hann seiger, ad þad, sem adrer kalle Hraunpufuklaustur, hafe hann heyrt, ad bærenn skule hafa vered kirkiustadur og heited Á Klaustrum. Enn Hraunpufa sie köllud örnefne eitt, þar lángt sudur frá, framm á fiöllum.

Eirn þær þar fremra skule heited hafa Fossar, og vid hann kiend vötn þar nálægt, köllud Fossavötn.

Enn epter tilsögn Vigfusa Sigurdssonar (epter sialfssión og underriettingu annarra, um nofnenn. Hann er bondamadur, áskrökvis, þad eg veit).

Á Hraunpufuklaustre sier til girdinga i kring, og líka nockud til bæiarstædis i midiu tune, tuned hefur vered vídt um sig, allt eda mestallt sliett, nu allt hrise vaxed.

Bæier tveir hefur hver fyrer sig heited Stafn. Sier til girdinga á bádum, þeir ytst, austanframm vid Hofsá.

Bær eirn hefur heited Hóll, sier til girdinga, hann er fyrer framan hina, austanframm.

Bær eirn ónefndur þar fyrer framan austanframm, sier til girdinga.

Bær eirn ónefndur vestanframm, so sem nockud þar á móte, sier til girdinga.

Aller þesser fyrer framan þorliótstade (sem nu er fremste bærenn), enn fyrer utan Hraunþufu klaustur.

Bær eirn vestanframm vid ána, miklu utar enn aller þesser, enn langt s. 309 fyrer framan Hof, kalladur Hamarsgerde, sier til girdinga, þar hefur vered brukud selstada frá Hofe fyrer nockrum árum, enn nu fiárhus.

Annars sagt þar skule vered hafa alls ellefu bæier, og allt þetta eydelagst i miklu plágunne, sydar á Hraunpufuklaustre fundest klucka, og hun fared til Goddala.

b. Allar þær sögur, setn eg hef excerperad ur fornyrde þau, sem eg sende þier i hittefirra, voru frá Vydedalstungu, giörde eg þad til ad giepia fyrer mier lángsamann tíma og tilfinning, þegar mier tók nockud lited til ad lietta i þeirre laungu legu á Ásgeirsá, i halft annad ár. Enn ecke brukade eg til þess söguqver sr. Magnusar sal., og annadhvert alldrei, eda um lítenn tíma, var þad hiá mier, þó ecke til þess.

Vel ánægdur er eg med svör þin uppa literas, invectas post christianismum, og packa þier þá kiennslu. Enn hitt áttu epter ad seigia mier, hverninn vered mune hafa níd þaug, sem sögurnar geta um. Um jarlsníd þorleifs synest vist, ad vered hafe qvæde, med munne frammtalad. Enn hvad skal eg halida um nid Eigils vid Eirik blodöxe? eda Jökuls vid Finnboga? munu þad vered hafa einhveriar vissar hádungar mynder? Eda munu söguskrifararner hafa so skrifad, ex relatione saltern ? (fides sit penes authores) og ætlad, hiner sem þeir um skrifudu, hafe kunnad ad rista, med lesande stöfum, níded eda nídvísurnar.

Frædtu mig á, qvo anno ad var plágann mikla, sem vída er nefnd, og flest byle hafa eydelagst i hier á lande, so sem sagt er, og hvilik su plága var, jeg hef eckert eptertakanlegt urn þad sied. Hvar er þad ad finna ? Ecke kann þad ad vera svarte daude, so kalladur, hun hefur vered lángt seirna, þvi 1403 og 1407 hafa lifad þeir, sem plágu áred eda plágu veturenn lifdu og hafa vitnad um þad, sem þá hafde skied; þu getur leidriett mig á þessu.

c. Sied hef eg nya laga concepted og lytst mier ecke allstadar vel á þad, stillenn sumstadar oflángordur, og margt stilform, meir epter latinskum og dönskum genio, helldur enn islendskum. Sumt i lángordar minutias utfært. Odalsrettur æred sterkur, og, ad eg meina, ólidande so, i erfdunum. Uppbod til jardasölu hier ómöguleg, og eventus inconveniens. Tvennslags hiónafiárlag, og audsiedar þar ut af óendanlegar þrætur, arfanna ójöfnudur og underskot i skulldagreidslum. Of háfar sekter sumstadar, og surnar nyiar, sem alldrei skyllde vera. Margt i hreppstiorn nytt, og um bureysing sem mier synest hverke gott nie practicable. Óbæreleger skrifara og forseiglingspeningar, foragt á klausturhölldurum, ad vera ey skattfry, á móte gamalie praxi. Fornyrde sum, med glossa, ópienanleg, ópörf rádagiörd um vexeler, og fleyra soddann. Sumt undannfellt, sem vera ætte; sumt öfugt vid Nord: lög, i þvi þó, sem mier synest hier eins vel standast kunna, og sexcenta ejusmodi. Summa, mig ugger fyrer, ad ei mune so gott alit fá, sem Authoritas officii, admixta desiderio excogitandi Magisterii, hefur persvaderad.