Markússon, Magnús BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Markússon, Magnús (1729-09-22)

SOGNEPRÆST MAGNÚS MARKÚSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Grenjadarstad þann 22an Septembr. 1729.

Trykt efter ikke egh. orig. i AM. Access. 1. M. M.s svære sygdom er nu i aftagende; beklager Københavns brand. Beskriver Myvatns-udbruddene. Berører et pengemellemværende og den ham tilhørende, under branden frelste »baugatals«-bog. Ønsker at den hos A. M. værende Jón Ólafsson kunde blive anvendt ved skolen þå Island, hvis han ligner sin fader. Ønsker selv at dimittere sine sønner til universitetet.

VelEdla og Halærde Hr. Assessor,

Hattvirdandi ehruryke vin og velunnare.

Þegar eg i fyrra haust skrifade ydur þann 28. Septembr., var eg i þeim þanka, ad hverke munde eg lifa til ad skrifa ydur offtar, og ecke ad sia ydar bref, þvi eg var þá nær dauda enn lyfe, so sem brefed nockurn veigenn med sier bar, og vid slyka koste bio eg samfleitt, inn til þess þrettanda dags iola i vetur, er eg aldeileß lagdest i myna kör, og hiellt vid hana fullar 5 vikur. Ad eg nu ecke tale umm allann þann tyma þar effter, sem eg var (effter malshætte) i hraukumm, framm a sumar, sydann er þad betur og betur, og umm nockra stund hefe eg ankanna-minne heilsu hafft, enn adur sa siukdomur tok mig; Gude sieu eylyfar þacker, sem deider og lyka lyfgar! fyrer hvers miskunseme þad er skied, ad eg life enn nu, og hefe seinast i næstlidnumm Augusto sied og lesed ydar ad veniu vinsamlegt tilskrif, enn superi boni! med hvorsu olykum hætte vid hina firre tymana? Jeg hefe alltiafnt matt glediast af ydar brefumm, ad vita þad ydur vel geinge, nu ma eg af nefndu ydar brefe s. 317skilia nocknd annad, og læra, umm syder, þar af, hvorsu ad allt er under solunne vallt og ostodugt; þo er þar hia þad Gudi þackande, ad hann vardveitte ydar, og annara godra manna lyf i þeim andfælumm, er geinged hafa yfer þann nafnfræga Hafnarstad, a medann þad fáheirda ofryki elldsens geisade, og er þad ad vysu skied ecke an gudlegs vysdóms rádz; þvi so lætur hann þeckia sinn vollduga almátt og riettlæte, under eins og syna godgyrnd og miskunseme, lyka hia oss hier i lande, af þeim skiæda jardar elldi sem full 5 ár hefur vered ad brenna, nærre Myvatne, enn i vor fieck so sterka yferhond, ad hann rann, og hefur sydann runned, lyka sem vatnsflood, framm ur þvi fialle Leyrhniuk (so sem menn underrietta) ofan i Myvatns sveit og þar afbrendt þessar jarder Grymstade, Fagranes, Gröf, Reikiahlyd, enn kyrkiann þar stod fyrer viku, lyka sem eirn holme innani elldenumm obrend. Þesse eldur (potius elldflod eda lækur) fiell ofan i sialft Myvatn og upppurkade þad ad nordanverdu ecke alleinasta, helldur ummturnade þvi so, ad þar hliop upp so hatt hraun sem hier eru hædstu hus, og þad hraun er nu þar i vatnenu sem adur var veidestadur. Þesse ogangur elldsens er enn nu ad æda i vatnenu daglega dags, og færest sudur effter þvi meir og meir, so ad bigdenn a þadar sydur synest ad vera stodd i stædsta fáre, og komest sa elldur i Laxá, sem rennur ur Myvatne giegnumm Laxardal og Adaldal ut til sióar, er fyrer mannlegumm dórne ecke annad vissara, enn ad þessar sveiter eydeleggest, nema gud setie honumm eitt takmark. Þo synest, sem þessum bæ sem jeg er, ad sie hættast, ef elldurenn kiemst so lángt, þvi allt hans heiskapar land liggur med Laxá, og annara kyrkiujardanna, enn sialfur bærenn stendur a laglende. Þetta geingur so sem Gud hefur asett, annars verdur mier ohægt umm, ef eg skillde purfa til flotta ad taka fra þessum bæ, sierdeileß þar eg sie ecke hvar eg skillde athvarf fá fyrer mig og rayna, enn gud sier fyrer. Sr. Jon sem bio i Reykiahlyd, flyde undann elldenumm til Skutustada a midiu sumre, og allt folk af hinumm jordunumm er eg nefnde, tvystradest hingad og pángad, so eingenn vard mannskadenn, ecke helldur fiemissa nema a húsunumm, þaug brunnu til kalldra kola. Einga utrietting giet eg a þessu hauste hafft umm bref sr. Jons a Kinnastodum so ad þaug skipunumm náe, þar med tel eg ovyst, hvort eg fæ þaug afftur hia honumm. Runolfur broder hans hefur leiged i kor sydann i firra haust, merkelega veikur, gieta menn til ad hafa mune eina ending. Peningarner sem þier skrifudud mier umm i firra, 3 rixdlr. 1 &, kannast eg vid ad s. 318eiga ad vera so marger sem þier seiged, og þeir munu nu i vetur ydur betalast i Kaupenhafn af kaupmannenum Monsr. Hans Munch, hvorium eg hefe þar umm skrifad, þvi eg þikest vita ad þier munud helldur vilia eiga vid hann enn hina, hvad eg hefe lært af ydar eigenn brefumm, enn sialfur jeg hefe hia þeim manne digd funded. Þier minnest enn a baugatals bokena ad hun sie ur elldenumm salverud, ecke var hun mikels verd hia ollu þvi odru, sem hann foreydde, og ecke helldur vil eg giora neitt omen ur þvi ad hun conserveradest. Skilningur orda þeirra er eg i hittedfirra skrifade ydur og vidviku Jone Olafssyne, sem hia ydur þa var, og eg meina enn nu er, var þesse, ad ef hann være sinnadur til ad koma hingad afftur, þa villde eg hafa sokt umm þad, ad hann giæte kornest til ad þiona scholanum hier, so sem eirn moderator. Tok eg þann vilia minn af þeirre þechingu a hans sal. födur umm margt gott atgiorfe, sem honumm var af gudi lanad, og þier þecktud betur enn eg. Ef hann hefde af honumm nockud þess slags, þa munde hann ad vysu kunna ungdomenumm gagnlegur ad verda, þvi liklegt være (þeinkte eg þá), ad þeir, sem nu eru vid scholan, mundu vilia þar fra til annars promoverast hid firsta; nu eru þeir enn vid, og liklegt ad rectors plaß verde ecke so fliolt lidugt. Jeg sagde og so i þvi brefe, ef mig minner riett, ad þeir, sem umm born hafa ad huxa, villdu giarnann, ad góder informatores væru yfer scholana setter. Jeg á ad vita hiedanaf, hvad þad gillder. Syner myner bader hafa hingad til vered under domestica informatione, gieta báder sæmelega lært, jeg hefe falad fyrer þa schola a tilkomande vetre, og ecke feinged afarkostalaust, þvi mun eg þar vid hætta i trauste drottens, og hefe feinged alltannad i sinne med bá, nefnelega ad þeir fra þessare domestica informatione verde dimitterader til Academyesens med tymanumm, og bid eg ydur nu ad seigia mier, hvort ydur synest þetta mitt forslag meigi ecke frammgánga. Ef eg matte dimittera til Academyesens myn scholaborn, þegar eg var scholans rector og mier var ætlad ad hafa vit a þvi, hvar til þaug dugdu, þvi má eg nu ecke dimittera myn eigenn, þo ecke hafe eg vered med þaug i Skalhollts skola? Framar vil eg giarnann af ydur informerast, hvert nu være rádlegt effter þennann áfallenn elldskada i Kaupenhafvn ad senda born syn til Academiesins innann árs eda tveggia, mier koma þvi fyrer nochur obstacula ad sonnu, þegar eg umm þad þeinke, enn efast umm ad eg riett diluere þaug, þvi vil eg i þessu efne, so vel sem hinu, giarnann heira ydart saintiment. Þetta bref er áformad ad fare med Akur eyrar skipe, þvi þo s. 319Husav. skip sie snart seglferdugt, vil eg helldur med hinu senda. Og so sem eg minnest nu ecke annad sem skrifa skal, enda eg med innelegre osk allra farsællda ydur til handa og ollumm þeim þier vel vilied og skilldugu þacklæte alls godz.