Sivertsen, Oddur BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Sivertsen, Oddur (1710-09-23)

VICELAGMAND O. SIGURÐSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Narfeyre d. 23. September Ao. 1710.

Trykt efter egh. orig. i AM. 450, folio. Adr. til A. M. »vonande a hans commissions reysu i Isafiardar edur Bardastrandar syslum«; hertil A. M.s påtegning s. 441»Medteked 3. Octobris 1710«. — Med tak for brev af 13. 4. beklager O. S. ikke at have kunnet aflægge A. M. besøg på Hvamm og vise ham nogle pergament-breve. Besværer sig over, at A. M. ikke har påvirket biskoppen til at retablere Klausturhola hospital eller til at fremskaffe højesterets-omkostningerne fra M. Sigurdssons arvinger, ligeså over, at kommissærerne ikke vil dømme i Asbjørn Joakimssons sag. I et fra A. M. modtaget brev var et indlagt brev fra biskoppen åbnet; har nu modtaget breve fra Danmark til A. M., men tør kun aflevere disse mod kvittering.

Velædla og Hálærde Hr. Professor

Eg hefe á næstlidna vore medteked VelEdla Hr. Professors ágiætt tilskrif af dato Skálholte 13 Aprilis næstlidens, hvoriu eg i sumar eina tid effter adra ásette mier ad besvara enn adskillig fyrerfallande annryke hafa mig þar frá alt til þessa hindrad, og mun nu logsens mál ad uppvarta minn Hr. Professor med þessum fáum linum; Þegar eg heirde fyrer alþinged ad Hr. Professor dvelde i Hvamme þá ásette eg eina tid effter adra yfer umm Breidafiörd reisa, og þar vid hann munnliga tala, ætlade eg þá under eins med mier taka hönum til yfuer siónar 3 edur 4 pergaments bref er vid höndina hafde; Enn dvöl á skipakomu og margfaldt adkall hier umm plats giörde þá mina reisu ásetta til einskis; Giarnan hefde eg þeiged ad Hr. Professor hefde med sinne persvasion vid Hr. Biscup Widalin adstodad svo Claustur hoola hospital hefde mátt vera komed i sitt rietta stand á næstafstadna vore, enn þar slikt ei er enn skied þá mun eg samt hlióta ad láta mier befalla, annars þikest eg raada af hans höy Excellences til min innsendu nádugustu ordres, ad hans höy Excellence ei mune vera vel ánægdur med Biscupsens undandrátt i sögdu efne, mier þike og lykligast þad hospitaled verde nú logsens innann lángs tima retabileret þar eg meina hans höy Excellence mune i aar befala Hr. Lögmanne Widalin til þessa verks höndina eirnen rietta.

Lytil skil þikir mier enn þá hafa orded fyrer peningum þeim er erfingiar sal. Magnusar Sigurdssonar eiga ad betala fyrer hædsta riettar original dóm, sem og procuratornum Monsr. Smidt tilsögdu laun, ætlade eg ad sönnu svo góds til mins Hr. Professors ad hann munde siá til svo greinder peningar hefde orded mier án mótmæles edur tregdunar afhendter þvi þad þoktest eg nockurn part forskulda þegar eg einunges fyrer Hr. Professors ord Brædratungu þess sal. mans erfingium effterliet, Enn nu logsens fornem eg ad lytill raison vill finnast hiá sumum hier i landinu, og hiá þeim stundumm minnstur sem inenn helst vilia demerera; Enn þó erfingiar Magnusar þessum peningum innehalde þá true eg þeir slikt siálfum sier einungis til s. 442skada giöre, iafnvel þó adra sá tregleike koste nockra mædu edur ómak, þar fyrer utann minkar enn þá ei skuldaheimtur frá Kaupinhafn til erfingia sal. Magnusar S. s. med þvi eg i aar hefe medteked mier innsendann reikning uppá 144 rixdale sem sá sáluge madur skal þar hafa vered burtskildugur, enn verde öngre af þessum skuldum gódlátliga giegnt mun verda eitt annad rád uppþeinkt; Miög svo være eg minum Hr. Professori obligeradur ef hann vilde siá svo til ad sagder peningar miner greiddist fyrer utann vydara ómak, enn ef þad ei skiedur true eg erfingiunum verde til skada siálfum, þó þreitist eg hier umm leingi ad sollicitera og fá vidlyk andsvor sem Hr. Biscup Widalin mier á næstlidna vore tilskrifade.

Effter þvi ad Hr. Professor med sinum med commissario afsakar sig umm ad taka under dóm mál Ásbiarnar Joachimssonar fyrr enn menn fá ad vita hans Kongl. Maj.ts allra nádugustu resolution uppá þeirra ansögning umm þad ad fryast frá ad dæma yfer sögdu mále, þá kann eg ad svo komnu eckert svo sem procurator framar vid þetta mál giöra, þar eg er óviss umm hvar eg domarana yfer málinu sækia skal, eg hefe og eirn gáng til forna óskad þad mier viss dagur tilsegdest á hvorium Hr. Commissarij sem domarar vildu Ásbiarnar sök under dóm taka, hvad þó alt hingad til af þeim ei giört er.

Frammveiges er ad minnast á Velædla Hr. Professors sydara tilskrif af dato Hvamme 14da Juny sem mier þan 15 ejusdem afhendt var af Magnuse Jonssyne frá Snoksdal, Þad i Hr. Professors missive innlagda brief frá Hr. Biscupinum var i adra röndina alldeilis upprifed og sundur laust, hvad eg veit sama brief alldeilis ecke i Hr. Professors ferd feinged hefur, þó er gott ad siá þad sama brief mune sydar ádur enn til mins herra affturkom hafa geinged i giegnum einhverra hnysinna edur hirdulytillra manna hendur; þó kunne eg ei nockurs sierligs sakna af docmnentum sem von var til ad þar medfilgde og glatast hefde, læt eg þvi ad svo komnu þennann passum vera sem komenn er.

Þann 12 September komu hingad til landsins inn á Grundarfiardar höfn fra Kaupinhafn tvo skip og med þvi ödru sem er deslinerad til Stickishólms hafnar, feck eg eitt paqvet med brever fra hans höy Excellence og ödrum herrum. Medal þeirra briefa er eitt med hans höy Excellences fyrersettu signete, sem er skrifad til Vel Edle Hr. Professor og Hr. Lögmann Widalin bádum utann á sama missive, hier ad auke er og eitt annad brief Hr. Professor tilskrifad þó ei med sama signete og hid s. 443firra; þesse tvö brief voga eg ei hier med senda þvi varia veit ad hvorium skilum þesse schedell recommenderast, og er uggande umm ad hann ramme sama fatum sem Hr. Biscupsens fyrr áminsta brief þvi er min þienustusamlig bón ad Hr. Professor med hid allra firsta vildi beordra eirn skilvisann mann til somu brief afhendta og mier þar uppá qvittering giefa, Enn verde eg umm þann tima reistur nockud hier heimann frá skulu briefenn under syßlumannsens hier Jons Sigurdssonar forvaring liggia, Eg vil hier med Vel Edla Hr. Professor ei framar mæda heldur næst hvorskins farsældar óskum forblif eg

Vel Edla Hr. Professors þienustu reidubuinn þ.
Oddur Sigurdsson.