Magnússon, Arní BREV TIL: Sigurðsson, Sigurður FRA: Magnússon, Arní (1710-04-01)

[ARNE MAGNUSSON TIL LANDSTINGSKRIVER SIGURÐUR SIGURÐSSON.] Skálhollte þann 1ta aprilis anno 1710.

Trykt efter koncept med skriverhånd i AM. 443, folio. Lover snarlig afsendelse af de afsagte domme (vedkommende S.s fader fhv. lagmand Sig. Bjørnsson). Oversender nogle lånte bøger m. v. Besvarer forespørgsler.

Monsieur mikelsvirdande góde vin.

Næst kiærre aludar heilsan og bestu heilla óskum þacka eg vinsamlega firir tilskrifed af 28. martii næstlidna samt allt annad undannfared vinsamlegt. Ahrærande dómana, er þar inne áminnest, þá giet eg þá ecke sent ydur med þessare milleferd, med þvi þeir ecke so til buner eru. Kom mier ad óvöru Pieturs Dadasonar hingad koma i þetta sinn, og þarf eg, sem nærre gieted, þesse document ad conferera, adur enn under minne hende frá mier sende. Svo þarf eg og siálfur ad taka copie af suinu, sem i dómana innfært er, ádur þeir frá mier fara. Vill mier þetta, med ödru sem á mille fellur, og ecke helldur forsomast má, annasamt verda, enn eg á ecke mörgum skrifurum til ad seigia, og öngvann er, jafnvel firir geip(!) kaup, ad utvega, hvar vid þier siálfer kannast munud. Samt vona eg þesse document ydur ad senda med bródur vdar Sigurde Sigurdssyne yngra, þá frá skólanum ferdast, sem verda mun um palmasunnudaginn, ad fráteknum dóme i male Geirnyar, hvor valla mun kunna til þeirrar tidar ferdugur ad verda; mun ydur tilranka, ad þad eru ærid vitlöftig document, sem til hans heyra, enn skrifara er ecke ad fá, sem ádur sagt er, hvad sem til kaups være boded; med hann mun eg til ydar senda, þad fyrsta ferdugur verdur, einhvern tima sidast i þessum mánude. Af þeim mier lánudum bókum sende eg nu nockrar innpackadar i forsigladann striga packa og þacka þienustusamlega firir láned. Fleirum mun eg sidann aptur skila, um þad leite hiedann ferdast, sem verda mun hinn 10. edur 12. maii, og ydur skilvislega senda. Pappirinn, sem til mælest, liggur medal bókanna; á eg eingvann svo vondann sem þier umbidied, er og þessi ydur ecke ofgódur; þreinge ydur s. 452ennnu, adur enn skipinn koma, þá giet eg lagt af vid ydur ennnu eina bók, ef ydar vilia þar um vita fæ, og gietur þad skied frá Þingvöllum, þegar vestur reise, ef þar liggia bod frá ydur i veginum. Um utsiglingar-tollinn, er skrifed, er so gott, og nager mier þar i ydar sögn. So nager mier, ef á Þingvöllum lage i vege firir mier copier af briefunum, sem ydur umbeded hefe, enn til þeirrar tidar villde eg þær giarnann fá under ydar hende, epter umtale. Um hestinn, sem þar sidra er hiá ydur, giet eg i þetta sin eckert skrifad, þad skier med bródur ydar Sigurde, ellegar þá eg sidarsta dómenn sende, sem ádur er áminst. Þann locum um deilld manna skil eg ecke svo, ad neitt þore distinctè þar um ad skrifa. Hvert sem menn vilia skilia þad um deilu edur deiling manna á mille, þá synest, sem þar á móte yrde disputerad, þo ætla eg helldur þad mune umm deilu skilia vera. Þad document um ranga kauphöndlan i Holme, sem þier ætludud skrifad vera af Þorde Heinrekssyne, hefe eg nu funded, og hefe eg þar i haft alika riett og i þeim tractatu sr. Arngrims um erfder, hvern eg ætlade fyrrum hiá ydur vera, enn fann hann sidann i bók ydar, þeirre sem eg nu sende. Mier er so hattad, ad so sem eg alldrei gleyme öllu, so man eg og helldur alldrei allt. Annad fellur nu ei til briefs efnis. Enda þvi med hverskins heilla óskum til ydar, kiærustunnar og annarra kiært elskande naunga, verande alltid

Monsieur ydar.